Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júlí 2018 20:00 Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. Með lagabreytingu sem tók gildi 1. júlí í fyrra fluttist ákvörðunarvald um laun forstjóra nokkurra ríkisfyrirtækja frá kjararáði til stjórna þeirra. Í kjölfarið voru til dæmis laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuð um 58%, laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 56% og laun forstjóra Isavia voru hækkuð um 36%. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þróunina mikið áhyggjuefni. „Ég hjó eftir því að fjármálaráðherra hefur beðið stjórnir þessara fyrirtækja um skýringar og eftir því hlýtur að vera gengið, enda er þetta grafalvarlegt mál," segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Landsvirkjun hefur vísað til þess að með þessu hafi laun forstjóra verið leiðrétt eftir launalækkun sem hann tók á sig árið 2010. Landsbankinn vísar til launa annarra bankastjóra sem eru töluvert hærri en í svari við fyrirspurn segir að launin þurfi að vera samkeppnishæf. Engin svör fengust frá Isavia. Halldór þetta slæmt innlegg í kjarviðræður sem framundan eru. „Línan hefur verið ósköp skýr. Hér hafa aðilar á vinnumarkaði í samvinnu við stjórnvöld verið að markaákveðna launastefnu og það er mikilvægt að henni sé fylgt eftir. Þar með talið á þessum vettvangi." Launaskriðið er víðar í efstu lögum ríkisins því kjararáð, sem hætti störfum um mánaðarmótin, tilkynnti í gær forstöðumönnum 48 ríkisstofnana um launahækkanir sem nema að meðaltali um 11 prósentum. Þingmaður Vinstri grænna segir launaákvarðanir hjá ríkisfyrirtækjum þurfa að fylgja almennri launaþróun. „Ég hefði nú ekki haldið að það væri ekki forgangsmál að hækka þá sem hæstu launin hafa. Heldur akkúrat að snúa sér að hinum endanum, og hækka þá sem lægstu launin hafa," segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Hann muni beita sér fyrir því að ríkið endurskoði eigendastefnu sína. „Og hvort að inni í henni ætti ekki að vera starfskjarastefna sem beinlínis kveður á um að laun æðstu stjórnenda fylgi bara almennri launaþróun," segir Kolbeinn. „Ég mun liggja á mínu liði og tala fyrir þessu. Það er mín skoðun að ríkið sem eigandi beri ábyrgð." Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. Með lagabreytingu sem tók gildi 1. júlí í fyrra fluttist ákvörðunarvald um laun forstjóra nokkurra ríkisfyrirtækja frá kjararáði til stjórna þeirra. Í kjölfarið voru til dæmis laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuð um 58%, laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 56% og laun forstjóra Isavia voru hækkuð um 36%. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þróunina mikið áhyggjuefni. „Ég hjó eftir því að fjármálaráðherra hefur beðið stjórnir þessara fyrirtækja um skýringar og eftir því hlýtur að vera gengið, enda er þetta grafalvarlegt mál," segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Landsvirkjun hefur vísað til þess að með þessu hafi laun forstjóra verið leiðrétt eftir launalækkun sem hann tók á sig árið 2010. Landsbankinn vísar til launa annarra bankastjóra sem eru töluvert hærri en í svari við fyrirspurn segir að launin þurfi að vera samkeppnishæf. Engin svör fengust frá Isavia. Halldór þetta slæmt innlegg í kjarviðræður sem framundan eru. „Línan hefur verið ósköp skýr. Hér hafa aðilar á vinnumarkaði í samvinnu við stjórnvöld verið að markaákveðna launastefnu og það er mikilvægt að henni sé fylgt eftir. Þar með talið á þessum vettvangi." Launaskriðið er víðar í efstu lögum ríkisins því kjararáð, sem hætti störfum um mánaðarmótin, tilkynnti í gær forstöðumönnum 48 ríkisstofnana um launahækkanir sem nema að meðaltali um 11 prósentum. Þingmaður Vinstri grænna segir launaákvarðanir hjá ríkisfyrirtækjum þurfa að fylgja almennri launaþróun. „Ég hefði nú ekki haldið að það væri ekki forgangsmál að hækka þá sem hæstu launin hafa. Heldur akkúrat að snúa sér að hinum endanum, og hækka þá sem lægstu launin hafa," segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Hann muni beita sér fyrir því að ríkið endurskoði eigendastefnu sína. „Og hvort að inni í henni ætti ekki að vera starfskjarastefna sem beinlínis kveður á um að laun æðstu stjórnenda fylgi bara almennri launaþróun," segir Kolbeinn. „Ég mun liggja á mínu liði og tala fyrir þessu. Það er mín skoðun að ríkið sem eigandi beri ábyrgð."
Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira