Twitter sprakk vegna tísta í beinni frá lygilegri atburðarás eftir sætaskipti í flugvél Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2018 22:15 Rosey Blair fylgdist grannt með. Óhætt er að segja að samfélagsmiðillinn Twitter hafi farið á hliðina í Bandaríkjunum eftir að saklaus sætaskipti í flugvél leiddu af sér mögulegt ástarsamband. Sú sem bað um sætaskiptin fylgdist vel með atburðarásinni sem fór af stað úr sætinu fyrir aftan og skrásetti allt á Twitter. Leikkonan Rosey Blair var á heimleið ásamt kærasta sínum um borð í flugvél í Bandaríkjunum er hún bað unga konu í sætunum fyrir framan að skipta um sæti svo hún gæti setið með kærastanum sínum. Það reyndist auðsótt mál og grínaðist Blair við konuna að kannski settist ást lífs hennar við hliðina á henni. Skömmu síðar settist ungur maður í sætið sem ætlað var Blair. Síðar kom í ljós að maðurinn var Euan Holden, fyrrverandi knattspyrnumaður og bróðir bandaríska landsliðsmannsins fyrrverandi Stuart Holden sem spilaði lengi vel Bolton á Englandi. Blair og kærasti hennar fylgdust vel með samskiptum Holden og konunnar sem urðu nánari eftir því sem leið á flugið. Setti hún allt á Twitter og fékk hvert einasta tíst mörg þúsund „like“. Hafa tíst hennar vakið mikla athygli og fjölmiðlar víða um heim fjallað um málið. Meðal þess sem Blair greindi frá var að konan hafi farið á salernið og haft sig til. Þá hafi Holden og konan yfirgefið flugvöllinn saman eftir lendingu. Holden sjálfur hefur tíst um málið og segir málið allt saman vera bráðfyndið. Tíst Blair um samskipti þeirra má sjá hér að neðan.Óvænt ástarsaga í háloftunum Samfélagsmiðlar Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Óhætt er að segja að samfélagsmiðillinn Twitter hafi farið á hliðina í Bandaríkjunum eftir að saklaus sætaskipti í flugvél leiddu af sér mögulegt ástarsamband. Sú sem bað um sætaskiptin fylgdist vel með atburðarásinni sem fór af stað úr sætinu fyrir aftan og skrásetti allt á Twitter. Leikkonan Rosey Blair var á heimleið ásamt kærasta sínum um borð í flugvél í Bandaríkjunum er hún bað unga konu í sætunum fyrir framan að skipta um sæti svo hún gæti setið með kærastanum sínum. Það reyndist auðsótt mál og grínaðist Blair við konuna að kannski settist ást lífs hennar við hliðina á henni. Skömmu síðar settist ungur maður í sætið sem ætlað var Blair. Síðar kom í ljós að maðurinn var Euan Holden, fyrrverandi knattspyrnumaður og bróðir bandaríska landsliðsmannsins fyrrverandi Stuart Holden sem spilaði lengi vel Bolton á Englandi. Blair og kærasti hennar fylgdust vel með samskiptum Holden og konunnar sem urðu nánari eftir því sem leið á flugið. Setti hún allt á Twitter og fékk hvert einasta tíst mörg þúsund „like“. Hafa tíst hennar vakið mikla athygli og fjölmiðlar víða um heim fjallað um málið. Meðal þess sem Blair greindi frá var að konan hafi farið á salernið og haft sig til. Þá hafi Holden og konan yfirgefið flugvöllinn saman eftir lendingu. Holden sjálfur hefur tíst um málið og segir málið allt saman vera bráðfyndið. Tíst Blair um samskipti þeirra má sjá hér að neðan.Óvænt ástarsaga í háloftunum
Samfélagsmiðlar Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira