Sænsk stjórnvöld hafa áhyggjur af tíðum skotárásum í landinu Sighvatur skrifar 5. júlí 2018 06:00 Sjö einstaklingar hafa látist í skotárásum í Svíþjóð undanfarnar tvær vikur. Stjórnvöld segja ástandið mjög alvarlegt og þessi mál eru í algjörum forgangi hjá sænsku lögreglunni. Málin varða flest uppgjör glæpagengja. Vísir/epa Sjö einstaklingar hafa látist í skotárásum í Svíþjóð síðastliðnar tvær vikur. Þar af létust þrír eftir skotárásir á þriðjudag og þriðjudagskvöld. Einn lést í Malmö og tveir í Örebro en einn er í haldi lögreglu grunaður um verknaðinn í Örebro. Stefan Löfven, forsætisráðherra landsins, segir í samtali við Aftonbladet ljóst að yfirvöld glími nú við aumkunarverða og kaldrifjaða morðingja, líkt og hann orðaði það þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Hann segir að stjórnvöld hafi veitt lögreglu allan þann stuðning sem óskað hafi verið eftir og meira til. Sé þörf á frekari úrræðum verði orðið við því. „Við höfum varið auknu fé í löggæslu en við munum halda áfram að gera það sem við þurfum,“ sagði Löfven. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að sýna fram á að samfélagið hefur að lokum alltaf betur en glæpamenn.“ Anders Thorberg ríkislögreglustjóri segir í samtali við sænska ríkissjónvarpið (SVT) að ástandið nú sé grafalvarlegt. Það hafi róast eftir hrinu skotárása í vor en nú sé aftur að verða mikil aukning. Hann segir að lögreglan beiti öllum sínum úrræðum og kröftum í þessum málum sem séu í algjörum forgangi.Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.Vísir/gettyMorgan Johansson, dóms- og innanríkismálaráðherra, tekur í samtali við SVT undir með ríkislögreglustjóranum. Ástandið sé alvarlegt og styrkja þurfi lögregluna enn frekar. Það þurfi að nýta þær lagaheimildir sem til staðar séu. Hann bendir á að handtökum lögreglu hafi fjölgað milli ára. Málið snúist um að halda áfram að láta hart mæta hörðu. Johansson mun í kjölfar skotárásanna í Malmö og Örebro funda með lögregluyfirvöldum til að ræða hvað ríkisstjórnin geti gert til að aðstoða lögregluna enn frekar. Hann segist sannfærður um að lögreglan geri allt sem í hennar valdi stendur. Tomas Tobé, talsmaður sænska hægriflokksins Moderaterna í löggæslumálum, gagnrýnir hins vegar ríkisstjórnina og segir aðgerðir hennar ekki duga til. Hann segir Löfven forsætisráðherra sýna linkind í málinu. Nú sé ekki tími til að kalla eftir upplýsingum um stöðuna, heldur þurfi að koma fram tillögur sem skerpi á viðurlögum gegn glæpagengjum. Hægriflokkurinn leggur til að refsingar glæpagengja verði tvöfaldaðar og að símhleranir veði notaðar í auknum mæli í baráttunni gegn þeim. Tobé segir ljóst að ríkisstjórninni hafi mistekist í þeirri baráttu. Það sé allt of auðvelt fyrir gengin að fá til liðs við sig ungmenni og komast upp með mildar refsingar. Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Tengdar fréttir Maður skotinn til bana í Malmö 25 ára karlmaður var skotinn til bana í hverfinu Lindängen í Malmö fyrr í kvöld. 21. júní 2018 21:51 Tveir látnir eftir skotárás í Svíþjóð Tveir karlmenn á þrítugsaldri eru látnir og einn er særður eftir skotárás í sænsku borginni Örebro í gærkvöldi. 4. júlí 2018 10:31 Tveir særðust í skotárás í Malmö Fjölmennt lið lögreglu statt í hverfinu Nydala í sænsku borginni Malmö eftir að tilkynning barst um að tveir hafi særst í skotárás við Nydalatorg skömmu eftir klukkan 15 að staðartíma í dag. 3. júlí 2018 14:06 Löfven boðar til neyðarfundar vegna tíðra skotárása Forsætisráðherra Svíþjóðar hefur boðað til neyðarfundar ríkisstjórnar sinnar og fulltrúum lögreglunnar í landinu vegna tíðra skotárása að undanförnu. 4. júlí 2018 13:33 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Sjá meira
Sjö einstaklingar hafa látist í skotárásum í Svíþjóð síðastliðnar tvær vikur. Þar af létust þrír eftir skotárásir á þriðjudag og þriðjudagskvöld. Einn lést í Malmö og tveir í Örebro en einn er í haldi lögreglu grunaður um verknaðinn í Örebro. Stefan Löfven, forsætisráðherra landsins, segir í samtali við Aftonbladet ljóst að yfirvöld glími nú við aumkunarverða og kaldrifjaða morðingja, líkt og hann orðaði það þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Hann segir að stjórnvöld hafi veitt lögreglu allan þann stuðning sem óskað hafi verið eftir og meira til. Sé þörf á frekari úrræðum verði orðið við því. „Við höfum varið auknu fé í löggæslu en við munum halda áfram að gera það sem við þurfum,“ sagði Löfven. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að sýna fram á að samfélagið hefur að lokum alltaf betur en glæpamenn.“ Anders Thorberg ríkislögreglustjóri segir í samtali við sænska ríkissjónvarpið (SVT) að ástandið nú sé grafalvarlegt. Það hafi róast eftir hrinu skotárása í vor en nú sé aftur að verða mikil aukning. Hann segir að lögreglan beiti öllum sínum úrræðum og kröftum í þessum málum sem séu í algjörum forgangi.Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.Vísir/gettyMorgan Johansson, dóms- og innanríkismálaráðherra, tekur í samtali við SVT undir með ríkislögreglustjóranum. Ástandið sé alvarlegt og styrkja þurfi lögregluna enn frekar. Það þurfi að nýta þær lagaheimildir sem til staðar séu. Hann bendir á að handtökum lögreglu hafi fjölgað milli ára. Málið snúist um að halda áfram að láta hart mæta hörðu. Johansson mun í kjölfar skotárásanna í Malmö og Örebro funda með lögregluyfirvöldum til að ræða hvað ríkisstjórnin geti gert til að aðstoða lögregluna enn frekar. Hann segist sannfærður um að lögreglan geri allt sem í hennar valdi stendur. Tomas Tobé, talsmaður sænska hægriflokksins Moderaterna í löggæslumálum, gagnrýnir hins vegar ríkisstjórnina og segir aðgerðir hennar ekki duga til. Hann segir Löfven forsætisráðherra sýna linkind í málinu. Nú sé ekki tími til að kalla eftir upplýsingum um stöðuna, heldur þurfi að koma fram tillögur sem skerpi á viðurlögum gegn glæpagengjum. Hægriflokkurinn leggur til að refsingar glæpagengja verði tvöfaldaðar og að símhleranir veði notaðar í auknum mæli í baráttunni gegn þeim. Tobé segir ljóst að ríkisstjórninni hafi mistekist í þeirri baráttu. Það sé allt of auðvelt fyrir gengin að fá til liðs við sig ungmenni og komast upp með mildar refsingar.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Tengdar fréttir Maður skotinn til bana í Malmö 25 ára karlmaður var skotinn til bana í hverfinu Lindängen í Malmö fyrr í kvöld. 21. júní 2018 21:51 Tveir látnir eftir skotárás í Svíþjóð Tveir karlmenn á þrítugsaldri eru látnir og einn er særður eftir skotárás í sænsku borginni Örebro í gærkvöldi. 4. júlí 2018 10:31 Tveir særðust í skotárás í Malmö Fjölmennt lið lögreglu statt í hverfinu Nydala í sænsku borginni Malmö eftir að tilkynning barst um að tveir hafi særst í skotárás við Nydalatorg skömmu eftir klukkan 15 að staðartíma í dag. 3. júlí 2018 14:06 Löfven boðar til neyðarfundar vegna tíðra skotárása Forsætisráðherra Svíþjóðar hefur boðað til neyðarfundar ríkisstjórnar sinnar og fulltrúum lögreglunnar í landinu vegna tíðra skotárása að undanförnu. 4. júlí 2018 13:33 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Sjá meira
Maður skotinn til bana í Malmö 25 ára karlmaður var skotinn til bana í hverfinu Lindängen í Malmö fyrr í kvöld. 21. júní 2018 21:51
Tveir látnir eftir skotárás í Svíþjóð Tveir karlmenn á þrítugsaldri eru látnir og einn er særður eftir skotárás í sænsku borginni Örebro í gærkvöldi. 4. júlí 2018 10:31
Tveir særðust í skotárás í Malmö Fjölmennt lið lögreglu statt í hverfinu Nydala í sænsku borginni Malmö eftir að tilkynning barst um að tveir hafi særst í skotárás við Nydalatorg skömmu eftir klukkan 15 að staðartíma í dag. 3. júlí 2018 14:06
Löfven boðar til neyðarfundar vegna tíðra skotárása Forsætisráðherra Svíþjóðar hefur boðað til neyðarfundar ríkisstjórnar sinnar og fulltrúum lögreglunnar í landinu vegna tíðra skotárása að undanförnu. 4. júlí 2018 13:33