Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. júlí 2018 07:00 Rúmlega 1500 töflur af morfínlyfiðinu MST sem fundust í farangri og tollverðir lögðu hald á. Það sem af er ári hefur Tollgæslan lagt hald á nærri 18.900 töflur af ávana- og fíknilyfjum. Þar af eru um það bil 3.100 OxyContin-töflur, 1.950 MST Continus-töflur (morfín) og 5.200 töflur af Alprazolam (Xanax). Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild Tollgæslunnar er hluti fíknilyfjanna sem um ræðir fluttur af íslenskum ferðamönnum hingað til lands frá Alicante á Spáni og margir framvísa lyfjaávísun frá þarlendum læknum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að slóðin hafi verið rakin til fáeinna lækna á Spáni og að einn læknanna sem um ræðir starfi á læknastofu á Benidorm. Hann sé stórtækur og hafi ávísað lífshættulegum og stórum skömmtum til Íslendinga sem eiga sér ekki heilsufarssögu sem rökstyður að nauðsynlegt sé að nota slík lyf. Fréttablaðið greindi í vikunni frá Íslendingum sem leystu út erlendar lyfjaávísanir á Íslandi.Alprozolam (Xanax) og OxyContin haldlagt af tollvörðum. Lyfin seljast í stórauknum mæli á svörtum markaði hér á landi. Á árinu hafa að minnsta kosti nítján látist vegna ofneyslu lyfja samkvæmt Embætti Landlæknis.Einstaklingi í fíknivanda tókst þannig að leysa út stóran skammt af sterku ávanabindandi lyfi. Reglugerð um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota stendur hins vegar óbreytt. Þeim Íslendingum, sem hafa fengið uppáskrifuð lyf frá læknum á Spáni og flutt þau til landsins, er í raun heimilt að flytja til landsins lyf til eigin nota ef þeir framvísa vottorði læknis eða lyfseðli en þeir þurfa líka að sýna fram á að lyfin séu nauðsynleg í því magni sem flutt er inn. Í flokka ávana- og fíknilyfja er leyfilegt að flytja með sér magn sem svarar mest til 30 daga notkunar. Reglugerðir í Noregi voru svipaðar og hér á landi. Þær voru hertar árið 2016 vegna stóraukins flutnings ávanabindandi fíknilyfja til landsins sem síðan voru seld á svörtum markaði. Í dag mega ferðamenn með norskt ríkisfang einungis flytja með sér sjö daga skammt af ávana- og fíknilyfjum sem keypt eru erlendis, en 30 daga skammt ef viðkomandi er með vottorð frá norskum lækni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans segir þörf á því að bregðast strax við aukningu neyslu róandi og ávanabindandi lyfja með því að draga úr lyfjaávísunum og magni í umferð á svörtum markaði. 27. júní 2018 06:00 Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Fíknilyf frá læknum sem starfa í útlöndum leyst út 24 sinnum í fyrra. Einstaklingur í fíknivanda leysti út stóran skammt af sterku lyfi. Girt fyrir afgreiðslu slíkra lyfseðla. 2. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Það sem af er ári hefur Tollgæslan lagt hald á nærri 18.900 töflur af ávana- og fíknilyfjum. Þar af eru um það bil 3.100 OxyContin-töflur, 1.950 MST Continus-töflur (morfín) og 5.200 töflur af Alprazolam (Xanax). Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild Tollgæslunnar er hluti fíknilyfjanna sem um ræðir fluttur af íslenskum ferðamönnum hingað til lands frá Alicante á Spáni og margir framvísa lyfjaávísun frá þarlendum læknum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að slóðin hafi verið rakin til fáeinna lækna á Spáni og að einn læknanna sem um ræðir starfi á læknastofu á Benidorm. Hann sé stórtækur og hafi ávísað lífshættulegum og stórum skömmtum til Íslendinga sem eiga sér ekki heilsufarssögu sem rökstyður að nauðsynlegt sé að nota slík lyf. Fréttablaðið greindi í vikunni frá Íslendingum sem leystu út erlendar lyfjaávísanir á Íslandi.Alprozolam (Xanax) og OxyContin haldlagt af tollvörðum. Lyfin seljast í stórauknum mæli á svörtum markaði hér á landi. Á árinu hafa að minnsta kosti nítján látist vegna ofneyslu lyfja samkvæmt Embætti Landlæknis.Einstaklingi í fíknivanda tókst þannig að leysa út stóran skammt af sterku ávanabindandi lyfi. Reglugerð um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota stendur hins vegar óbreytt. Þeim Íslendingum, sem hafa fengið uppáskrifuð lyf frá læknum á Spáni og flutt þau til landsins, er í raun heimilt að flytja til landsins lyf til eigin nota ef þeir framvísa vottorði læknis eða lyfseðli en þeir þurfa líka að sýna fram á að lyfin séu nauðsynleg í því magni sem flutt er inn. Í flokka ávana- og fíknilyfja er leyfilegt að flytja með sér magn sem svarar mest til 30 daga notkunar. Reglugerðir í Noregi voru svipaðar og hér á landi. Þær voru hertar árið 2016 vegna stóraukins flutnings ávanabindandi fíknilyfja til landsins sem síðan voru seld á svörtum markaði. Í dag mega ferðamenn með norskt ríkisfang einungis flytja með sér sjö daga skammt af ávana- og fíknilyfjum sem keypt eru erlendis, en 30 daga skammt ef viðkomandi er með vottorð frá norskum lækni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans segir þörf á því að bregðast strax við aukningu neyslu róandi og ávanabindandi lyfja með því að draga úr lyfjaávísunum og magni í umferð á svörtum markaði. 27. júní 2018 06:00 Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Fíknilyf frá læknum sem starfa í útlöndum leyst út 24 sinnum í fyrra. Einstaklingur í fíknivanda leysti út stóran skammt af sterku lyfi. Girt fyrir afgreiðslu slíkra lyfseðla. 2. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00
Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans segir þörf á því að bregðast strax við aukningu neyslu róandi og ávanabindandi lyfja með því að draga úr lyfjaávísunum og magni í umferð á svörtum markaði. 27. júní 2018 06:00
Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Fíknilyf frá læknum sem starfa í útlöndum leyst út 24 sinnum í fyrra. Einstaklingur í fíknivanda leysti út stóran skammt af sterku lyfi. Girt fyrir afgreiðslu slíkra lyfseðla. 2. júlí 2018 06:00