Akademía íslensks og erlends tónlistarfólks Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. júlí 2018 06:00 „Hlutverk akademíunnar er að færa hinn alþjóðlega tónlistarheim nær Íslandi,“ segir Kristín Mjöll Jakobsdóttir kynningarstjóri. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Alþjóðlega tónlistarakademían er haldin þessa dagana í sjötta sinn í Hörpu og lýkur 14. júlí. Kristín Mjöll Jakobsdóttir er kynningarstjóri hátíðarinnar í ár og einn af stofnendum hennar. „Hlutverk akademíunnar er að færa hinn alþjóðlega tónlistarheim nær Íslandi,“ segir hún. „Hér áður fyrr þurftu tónlistarnemar að fara til útlanda til að komast á viðlíka námskeið. Með tilkomu Hörpu opnaðist tækifæri til að búa til eigin akademíu sem gæfi íslensku og erlendu tónlistarfólki tækifæri til að mætast.“ Alls eru tuttugu viðburðir á dagskrá, þar af tólf tónleikar. Þátttakendur, sem eru um sjötíu koma hvaðanæva og njóta leiðsagnar kennara, fá einkatíma, þjálfun í kammertónlist og hljómsveitarleik, auk fyrirlestra og masterklassa. „Þessir masterklassar eru öllum opnir og ókeypis en kennarinn talar ekki bara til þátttakenda heldur einnig áhorfenda,“ segir Kristín. Viðburðirnir fara fram í Hörpu, Tónskóla Sigursveins og Norræna húsinu.Samstarf við Menuhin-keppnina Frá upphafi hefur Akademían verið í samstarfi við Menuhin-fiðlukeppnina. „Sú keppni er haldin annað hvert ár og fyrsti erlendi einleikarinn sem kom á Akademíuna var sigurvegari í þeirri fiðlukeppni. Í ár kemur Ziyu He, kínverskur fiðluleikari sem sigraði í eldri deild keppninnar 2016, þá sextán ára gamall,“ segir Kristín. Ziyu He ásamt píanóleikaranum Vladimir Stoupel leikur verk eftir Schubert, Dvorák, Paganini og Li Zili. Hann kemur einnig fram á lokatónleikum hátíðarinnar. Meðal annarra viðburða má nefna nemendatónleikaseríu sem kallast Rísandi stjörnur þar sem nemendur halda tónleika. Kennarar akademíunnar halda svo sína tónleika en sumir þeirra eru prófessorar við virta tónlistarháskola. Jórunnar Viðar minnst Þátttakendur skipa hátíðarhljómsveit Akademíunnar sem lýkur hátíðinni með tónleikum í Eldborg 14. júlí. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Bjarni Frímann Bjarnason en hann er nýráðinn tónlistarstjóri Íslensku óperunnar (og aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands). Meðal verka sem flutt verða er Hetjusinfónía Beethovens og Eldur eftir Jórunni Viðar, en hún samdi verkið við fyrsta íslenska ballettinn sem var fluttur í Þjóðleikhúsinu. „Okkur langaði að tengja hátíðina við fullveldisafmælið og við völdum því þetta verk en Jórunn hefði orðið hundrað ára á þessu ári,“ segir Kristín. Einleikarar á þessum tónleikum eru Ziyu He og hin ellefu ára gamla Ásta Dóra Finnsdóttir. Dagskrána má finna á vef Tónlistarakademíunnar musicacademy.is. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Alþjóðlega tónlistarakademían er haldin þessa dagana í sjötta sinn í Hörpu og lýkur 14. júlí. Kristín Mjöll Jakobsdóttir er kynningarstjóri hátíðarinnar í ár og einn af stofnendum hennar. „Hlutverk akademíunnar er að færa hinn alþjóðlega tónlistarheim nær Íslandi,“ segir hún. „Hér áður fyrr þurftu tónlistarnemar að fara til útlanda til að komast á viðlíka námskeið. Með tilkomu Hörpu opnaðist tækifæri til að búa til eigin akademíu sem gæfi íslensku og erlendu tónlistarfólki tækifæri til að mætast.“ Alls eru tuttugu viðburðir á dagskrá, þar af tólf tónleikar. Þátttakendur, sem eru um sjötíu koma hvaðanæva og njóta leiðsagnar kennara, fá einkatíma, þjálfun í kammertónlist og hljómsveitarleik, auk fyrirlestra og masterklassa. „Þessir masterklassar eru öllum opnir og ókeypis en kennarinn talar ekki bara til þátttakenda heldur einnig áhorfenda,“ segir Kristín. Viðburðirnir fara fram í Hörpu, Tónskóla Sigursveins og Norræna húsinu.Samstarf við Menuhin-keppnina Frá upphafi hefur Akademían verið í samstarfi við Menuhin-fiðlukeppnina. „Sú keppni er haldin annað hvert ár og fyrsti erlendi einleikarinn sem kom á Akademíuna var sigurvegari í þeirri fiðlukeppni. Í ár kemur Ziyu He, kínverskur fiðluleikari sem sigraði í eldri deild keppninnar 2016, þá sextán ára gamall,“ segir Kristín. Ziyu He ásamt píanóleikaranum Vladimir Stoupel leikur verk eftir Schubert, Dvorák, Paganini og Li Zili. Hann kemur einnig fram á lokatónleikum hátíðarinnar. Meðal annarra viðburða má nefna nemendatónleikaseríu sem kallast Rísandi stjörnur þar sem nemendur halda tónleika. Kennarar akademíunnar halda svo sína tónleika en sumir þeirra eru prófessorar við virta tónlistarháskola. Jórunnar Viðar minnst Þátttakendur skipa hátíðarhljómsveit Akademíunnar sem lýkur hátíðinni með tónleikum í Eldborg 14. júlí. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Bjarni Frímann Bjarnason en hann er nýráðinn tónlistarstjóri Íslensku óperunnar (og aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands). Meðal verka sem flutt verða er Hetjusinfónía Beethovens og Eldur eftir Jórunni Viðar, en hún samdi verkið við fyrsta íslenska ballettinn sem var fluttur í Þjóðleikhúsinu. „Okkur langaði að tengja hátíðina við fullveldisafmælið og við völdum því þetta verk en Jórunn hefði orðið hundrað ára á þessu ári,“ segir Kristín. Einleikarar á þessum tónleikum eru Ziyu He og hin ellefu ára gamla Ásta Dóra Finnsdóttir. Dagskrána má finna á vef Tónlistarakademíunnar musicacademy.is.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira