Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Grindavík 2-1 | Tvö rauð spjöld og víti í sigri FH Ívar Kristinn Jasonarson skrifar 7. júlí 2018 16:00 Ólafur er þjálfari FH. vísir/bára FH vann Grindavík þegar liðin mættust í 12. umferð Pepsi-deildar karla í Kaplakrika í dag. Hvort lið missti mann út af velli með rautt spjald í leiknum sem lauk með 2-1 sigri Hafnfirðinga. Með sigrinum skaust FH upp fyrir bæði Grindavík og Breiðablik í þriðja sæti deildarinnar, en Blikar geta endurheimt þriðja sætið með sigri á ÍBV síðar í dag. Steven Lennon og Brandur Olsen komu heimamönnum í 2-0 áður en Rodrigo Gomes minnkaði muninn fyrir gestina. Leikurinn fór heldur hægt af stað. Það var greinilega mikið í húfi og voru liðin varkár í upphafi leiks. Bæði liði héldu boltanum vel innan liðsins en náðu að skapa lítið. Fyrsta marktilraun leiksins kom ekki fyrr en 17. mínútu leiksins þegar Steven Lennon átti arfaslakt skot langt fram hjá markinu af miðjum vallarhelmingi Grindvíkinga. Það dró til tíðinda á 30. mínútu leiksins þegar Guðmundur Kristjánsson átti langa sendingu inn í teig Grindvíkinga. Atli Viðarsson tók vel á móti boltanum og komst inn fyrir varnarlínu Grindvíkinga. Grindvíkingurinn Brynjar Ásgeir Guðmundsson reif Atla þá niður og Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu og gaf Brynjari rautt spjald. Á þessum tíma voru Grindvíkingar einum færri inni á vellinum þar sem Matthías Örn Friðriksson fór meiddur af velli og höfðu Grindvíkingar ekki náð að setja mann inn á völlinn í hans stað. Steven Lennon skoraði örugglega úr vítaspyrnunni, hans áttunda mark í deildinni í sumar. Fleira markvert gerðist ekki fyrri hálfleik og staðan var því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þegar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var René Joensen við það að sleppa í gegnum FH-vörnina þegar Pétur Viðarsson braut á honum. Ívar Orri dæmdi aukaspyrnu og gaf Pétri rautt spjald. Liðin léku því tíu á móti tíu það sem eftir lifði leiks. FH-ingar voru sterkari aðilinn í upphafi síðari hálfleiks og uppskáru mark á 58. mínútu. Þar var Brandur Olsen að verki. Hann kom boltanum fram hjá Kristijan Jajalo í marki Grindvíkinga eftir sendingu frá Atla Guðnasyni. Eftir þetta tóku Grindvíkingar öll völd á vellinum og sóttu grimmt. Á 76. mínútu náðu Jose Enrique Vergar, betur þekktur sem Sito, og Rodrigo Gomes að spila sig skemmtilega í gegnum vörn heimamanna. Sá síðarnefndi renndi boltanum fram hjá Gunnari Nielsen í marki heimamanna og minnkaði muninn fyrir gestina. Þrátt fyrir ágætist tilraunir komust Grindvíkingar ekki nær og lauk leiknum því með sigri FH-inga.Af hverju vann FH? FH-ingar voru sterkari aðilinn til að byrja með og áttu hættulegri sóknir. Eftir að þeir komust í 2-0 misstu þeir dampinn og Grindvíkingar unnu sig betur inn í leikinn. Grindvíkingar náðu hins vegar ekki að skapa sér nógu hættuleg færi. Þeir hefðu mátt gera betur þegar þeir komust á síðasta þriðjunginn en gerðu þó vel í markinu sem þeir skoruðu.Hverjir stóðu upp úr? Það stóð enginn einn upp úr leiknum í dag. Hjá FH-ingum voru Atli Guðnason og Steven Lennon hættulegastir fram á við og Rennico Clarke traustur í vörninni. Hjá gestunum var Björn Berg Bryde sterkur. Rodrigo Gomes átti góða spretti og Sito kom með góða innkomu.Hvað gekk illa? Eftir að FH-ingar komust tveimur mörkum yfir áttu þeir í erfiðleikum með að halda boltanum innan liðsins, duttu svoltíð til baka og ætluðu að verja forskotið. Þá sóttu Grindvíkingar grimmt en náðu ekki að klára sóknir sínar nægileg vel.Hvað gerist næst? Næsti leikur FH-inga er í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þar mæta þeir finnska liðinu FC Lahti á útivelli þann 12. júlí og svo aftur á heimavelli viku seinna. Grindvíkingar taka á móti KA í næsta leik sínum í Pepsi-deildinni þann 12. júlí. Ólafur Kristjánss: Þetta er léttir FH hafði tapað í tveimur leikjum í röð og varð að vinna leikinn í dag til að halda í við topplið deildarinnar. Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH-inga, var létt eftir að sigurinn var kominn í hús. „Að sjálfsögðu er þetta léttir. Það getur verið að það hafi verið einhver beigur í mönnum en við kláruðum þetta og það er fyrir öllu.“ „Þegar við missum mann útaf og vourm tíu á móti tíu, þá ætti að vera meira pláss á vellinum og hægar um vik að spila. Þá fannst mér við hætta að hreyfa okkur og hætta að finna svæði. En engu að síður gott mark sem við skorum, 2-0, það hjálpaði. En mér fannst við vera of passívir í seinni hálfleiknum og þegar við vorum komnir í 2-0 létum við ekki kné fylgja kviði.“ FH-ingar misstu Pétur Viðarsson út af með rautt spjald í byrjun síðari hálfleiks. Ólafi fannst það réttur dómur. „Ég hugsa að við hefðum viljað fá rautt spjald ef við hefðum verið hinum megin. Það hafa verið aðrir dómar sem mér hafa fundist undarlegri en þessir,“ sagði Ólafur. Eftir að FH-ingar komust tveimur mörkum yfir í síðari hálfleik datt leikur þeirra aðeins niður og Grindvíkingar komust betur inn í leikinn. „Þeir voru að elta leikinn, höfðu engu að tapa og þurftu að koma sér inn í leikinn. En kannski læddist það að hjá okkur að við ættum möguleika á að missa eitthvað þannig það var kannski eitthvað andlegt sem varð til þess að við urðum passívir í stað þess að gera það sem við getum gert og vorum búnir að gera á löngum köflum. Seinni hálfleikurinn, eftir að við komumst í 2-0, bar merki þess,“ sagði Ólafur sáttur með stigin þrjú.Óli Stefán: Var vel pirraður Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, var stoltur af sínum strákum eftir leikinn í dag. „Mér fannst við spila afbragðsleik í dag og ég er afskaplega svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum því mér fannst við betra fótboltaliðið í dag.“ Óli Stefán var mjög sáttur við spilamennsku liðsins þrátt fyrir tapið. „Við höfðum heildarstjórn og sýndum þroska í uppspili. Við vorum að leita að réttu hlutunum og vorum þolinmóðir þó við værum undir. Við komum okkur í alveg frábærar stöður hvað eftir annað þó við gerðum ekki alveg nógu vel úr þeim oft á tíðum. En til að mynda markið og hlaupin í gegn, það var mjög gott. „Ég set svo 18 ára strák inn á og hann spilar eins og hann væri að spila sinn hundraðast leik. Það var alveg geggjað. En að sama skapi verð ég að skoða annað markið hjá þeim, þeir náðu að opna okkur alltof auðveldlega. Við vorm búnir að teikna upp ákveðnar færslur hjá þeim sem við þyrftum að varast. Þeir skora úr einu svoleiðis uppleggi og það var pínu súrt.“ Um miðbik fyrri hálfleiks fær Brynjar Ásgeir Guðmundsson dæmda á sig vítaspyrnu og rautt spjald. Fannst Óla það vera réttur dómur? „Ég er langt frá þessu. En mér fannst þetta ótrúlega soft. Hann sleppir fótunum og fer niður. Dómarinn dæmir víti og gefur svo rautt á eitthvað sem er vafaatriði. Ég var vel pirraður yfir því,“ sagði Óli sem var ánægður með hvernig lið hans brást við dómnum. „Við misstum líka út hafsent. Matti fór meiddur út af þannig við þurftum að gera breytingar. Við héldum vel í leikinn fram að hálfleik og endurskipulögðum okkur vel þá.“ „Mér fannst við ótrúlega flottir í dag. Við erum á vegferð að reyna að stíga skrefin áfram. Þegar lið eins og Grindavík kemur hérna í Kaplakrika á móti eins liði eins og FH, ég get ekki einu sinni ímyndað mér hversu dýrt þetta lið er, og við tökum stjórnina.” „Það að við sýnum svona leik er augljóst dæmi um að við erum á réttri leið og í stað þess að horfa á stigin og töfluna þá verð ég að horfa á frammistöðuna og meta hana. Með frammistöðuna í dag er ég afskaplega ánægður,“ sagði Óli brattur að lokum.Davíð Þór: Gefumst ekki upp „Ég er mjög sáttur með þessi stig. Við þurftum að hafa mikið fyrir þeim á móti mjög góðu Grindavíkurliði,“ sagði fyrirliði FH-inga, Davíð Þór Viðarsson, eftir leikinn í dag. Davíð Þór sagði spilamennsku sinna manna ekki hafa verið nógu góða í dag. „Mér fannst vanta smá ákefð og kraft. Í seinni hálfleik, þegar þeir skora 2-1, þá héldum við boltanum nánast ekki neitt sem á að vera okkar helsti styrkur. Við urðum of stressaðir og fórum að hugsa of mikið um að verja forskotið. Það gerði það að verkum að við komumst varla fram yfir miðju síðustu tíu mínúturnar.“ Gengi FH-inga í vetur hefur ekki staðist væntingar og eru þeir eftir leikinn sex stigum á eftir toppliði Vals. „Þetta var leikur sem við urðum að vinna til að missa þau lið sem eru efst ekki of langt á undan okkur. Við áttum okkur á því að stigafjöldinn eftir fyrri umferðina var ekki nógu mikill þannig við þurfum heldur betur að fara að hala inn stigum í seinni umferðinni. „Við þurfum á því að halda að liðin á undan okkur misstígi sig. Þetta er ekki í okkar höndum. En það eru tíu leikir eftir og við erum bara þannig félag að við gefumst aldrei upp fyrr en það er tölfræðilega ómögulegt að ná titlinum. „En við áttum okkur á þvi að ef við ætlum að eiga einhvern séns þá megum við varla misstíga okkur. Þó svo að við höfum unnið þennan leik þá þurfum við að koma aðeins betur stemmdir og öflugri inn í leikina sem við erum að spila,“ sagði Davíð Þór bjartsýnn á framhaldið. Pepsi Max-deild karla
FH vann Grindavík þegar liðin mættust í 12. umferð Pepsi-deildar karla í Kaplakrika í dag. Hvort lið missti mann út af velli með rautt spjald í leiknum sem lauk með 2-1 sigri Hafnfirðinga. Með sigrinum skaust FH upp fyrir bæði Grindavík og Breiðablik í þriðja sæti deildarinnar, en Blikar geta endurheimt þriðja sætið með sigri á ÍBV síðar í dag. Steven Lennon og Brandur Olsen komu heimamönnum í 2-0 áður en Rodrigo Gomes minnkaði muninn fyrir gestina. Leikurinn fór heldur hægt af stað. Það var greinilega mikið í húfi og voru liðin varkár í upphafi leiks. Bæði liði héldu boltanum vel innan liðsins en náðu að skapa lítið. Fyrsta marktilraun leiksins kom ekki fyrr en 17. mínútu leiksins þegar Steven Lennon átti arfaslakt skot langt fram hjá markinu af miðjum vallarhelmingi Grindvíkinga. Það dró til tíðinda á 30. mínútu leiksins þegar Guðmundur Kristjánsson átti langa sendingu inn í teig Grindvíkinga. Atli Viðarsson tók vel á móti boltanum og komst inn fyrir varnarlínu Grindvíkinga. Grindvíkingurinn Brynjar Ásgeir Guðmundsson reif Atla þá niður og Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu og gaf Brynjari rautt spjald. Á þessum tíma voru Grindvíkingar einum færri inni á vellinum þar sem Matthías Örn Friðriksson fór meiddur af velli og höfðu Grindvíkingar ekki náð að setja mann inn á völlinn í hans stað. Steven Lennon skoraði örugglega úr vítaspyrnunni, hans áttunda mark í deildinni í sumar. Fleira markvert gerðist ekki fyrri hálfleik og staðan var því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þegar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var René Joensen við það að sleppa í gegnum FH-vörnina þegar Pétur Viðarsson braut á honum. Ívar Orri dæmdi aukaspyrnu og gaf Pétri rautt spjald. Liðin léku því tíu á móti tíu það sem eftir lifði leiks. FH-ingar voru sterkari aðilinn í upphafi síðari hálfleiks og uppskáru mark á 58. mínútu. Þar var Brandur Olsen að verki. Hann kom boltanum fram hjá Kristijan Jajalo í marki Grindvíkinga eftir sendingu frá Atla Guðnasyni. Eftir þetta tóku Grindvíkingar öll völd á vellinum og sóttu grimmt. Á 76. mínútu náðu Jose Enrique Vergar, betur þekktur sem Sito, og Rodrigo Gomes að spila sig skemmtilega í gegnum vörn heimamanna. Sá síðarnefndi renndi boltanum fram hjá Gunnari Nielsen í marki heimamanna og minnkaði muninn fyrir gestina. Þrátt fyrir ágætist tilraunir komust Grindvíkingar ekki nær og lauk leiknum því með sigri FH-inga.Af hverju vann FH? FH-ingar voru sterkari aðilinn til að byrja með og áttu hættulegri sóknir. Eftir að þeir komust í 2-0 misstu þeir dampinn og Grindvíkingar unnu sig betur inn í leikinn. Grindvíkingar náðu hins vegar ekki að skapa sér nógu hættuleg færi. Þeir hefðu mátt gera betur þegar þeir komust á síðasta þriðjunginn en gerðu þó vel í markinu sem þeir skoruðu.Hverjir stóðu upp úr? Það stóð enginn einn upp úr leiknum í dag. Hjá FH-ingum voru Atli Guðnason og Steven Lennon hættulegastir fram á við og Rennico Clarke traustur í vörninni. Hjá gestunum var Björn Berg Bryde sterkur. Rodrigo Gomes átti góða spretti og Sito kom með góða innkomu.Hvað gekk illa? Eftir að FH-ingar komust tveimur mörkum yfir áttu þeir í erfiðleikum með að halda boltanum innan liðsins, duttu svoltíð til baka og ætluðu að verja forskotið. Þá sóttu Grindvíkingar grimmt en náðu ekki að klára sóknir sínar nægileg vel.Hvað gerist næst? Næsti leikur FH-inga er í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þar mæta þeir finnska liðinu FC Lahti á útivelli þann 12. júlí og svo aftur á heimavelli viku seinna. Grindvíkingar taka á móti KA í næsta leik sínum í Pepsi-deildinni þann 12. júlí. Ólafur Kristjánss: Þetta er léttir FH hafði tapað í tveimur leikjum í röð og varð að vinna leikinn í dag til að halda í við topplið deildarinnar. Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH-inga, var létt eftir að sigurinn var kominn í hús. „Að sjálfsögðu er þetta léttir. Það getur verið að það hafi verið einhver beigur í mönnum en við kláruðum þetta og það er fyrir öllu.“ „Þegar við missum mann útaf og vourm tíu á móti tíu, þá ætti að vera meira pláss á vellinum og hægar um vik að spila. Þá fannst mér við hætta að hreyfa okkur og hætta að finna svæði. En engu að síður gott mark sem við skorum, 2-0, það hjálpaði. En mér fannst við vera of passívir í seinni hálfleiknum og þegar við vorum komnir í 2-0 létum við ekki kné fylgja kviði.“ FH-ingar misstu Pétur Viðarsson út af með rautt spjald í byrjun síðari hálfleiks. Ólafi fannst það réttur dómur. „Ég hugsa að við hefðum viljað fá rautt spjald ef við hefðum verið hinum megin. Það hafa verið aðrir dómar sem mér hafa fundist undarlegri en þessir,“ sagði Ólafur. Eftir að FH-ingar komust tveimur mörkum yfir í síðari hálfleik datt leikur þeirra aðeins niður og Grindvíkingar komust betur inn í leikinn. „Þeir voru að elta leikinn, höfðu engu að tapa og þurftu að koma sér inn í leikinn. En kannski læddist það að hjá okkur að við ættum möguleika á að missa eitthvað þannig það var kannski eitthvað andlegt sem varð til þess að við urðum passívir í stað þess að gera það sem við getum gert og vorum búnir að gera á löngum köflum. Seinni hálfleikurinn, eftir að við komumst í 2-0, bar merki þess,“ sagði Ólafur sáttur með stigin þrjú.Óli Stefán: Var vel pirraður Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, var stoltur af sínum strákum eftir leikinn í dag. „Mér fannst við spila afbragðsleik í dag og ég er afskaplega svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum því mér fannst við betra fótboltaliðið í dag.“ Óli Stefán var mjög sáttur við spilamennsku liðsins þrátt fyrir tapið. „Við höfðum heildarstjórn og sýndum þroska í uppspili. Við vorum að leita að réttu hlutunum og vorum þolinmóðir þó við værum undir. Við komum okkur í alveg frábærar stöður hvað eftir annað þó við gerðum ekki alveg nógu vel úr þeim oft á tíðum. En til að mynda markið og hlaupin í gegn, það var mjög gott. „Ég set svo 18 ára strák inn á og hann spilar eins og hann væri að spila sinn hundraðast leik. Það var alveg geggjað. En að sama skapi verð ég að skoða annað markið hjá þeim, þeir náðu að opna okkur alltof auðveldlega. Við vorm búnir að teikna upp ákveðnar færslur hjá þeim sem við þyrftum að varast. Þeir skora úr einu svoleiðis uppleggi og það var pínu súrt.“ Um miðbik fyrri hálfleiks fær Brynjar Ásgeir Guðmundsson dæmda á sig vítaspyrnu og rautt spjald. Fannst Óla það vera réttur dómur? „Ég er langt frá þessu. En mér fannst þetta ótrúlega soft. Hann sleppir fótunum og fer niður. Dómarinn dæmir víti og gefur svo rautt á eitthvað sem er vafaatriði. Ég var vel pirraður yfir því,“ sagði Óli sem var ánægður með hvernig lið hans brást við dómnum. „Við misstum líka út hafsent. Matti fór meiddur út af þannig við þurftum að gera breytingar. Við héldum vel í leikinn fram að hálfleik og endurskipulögðum okkur vel þá.“ „Mér fannst við ótrúlega flottir í dag. Við erum á vegferð að reyna að stíga skrefin áfram. Þegar lið eins og Grindavík kemur hérna í Kaplakrika á móti eins liði eins og FH, ég get ekki einu sinni ímyndað mér hversu dýrt þetta lið er, og við tökum stjórnina.” „Það að við sýnum svona leik er augljóst dæmi um að við erum á réttri leið og í stað þess að horfa á stigin og töfluna þá verð ég að horfa á frammistöðuna og meta hana. Með frammistöðuna í dag er ég afskaplega ánægður,“ sagði Óli brattur að lokum.Davíð Þór: Gefumst ekki upp „Ég er mjög sáttur með þessi stig. Við þurftum að hafa mikið fyrir þeim á móti mjög góðu Grindavíkurliði,“ sagði fyrirliði FH-inga, Davíð Þór Viðarsson, eftir leikinn í dag. Davíð Þór sagði spilamennsku sinna manna ekki hafa verið nógu góða í dag. „Mér fannst vanta smá ákefð og kraft. Í seinni hálfleik, þegar þeir skora 2-1, þá héldum við boltanum nánast ekki neitt sem á að vera okkar helsti styrkur. Við urðum of stressaðir og fórum að hugsa of mikið um að verja forskotið. Það gerði það að verkum að við komumst varla fram yfir miðju síðustu tíu mínúturnar.“ Gengi FH-inga í vetur hefur ekki staðist væntingar og eru þeir eftir leikinn sex stigum á eftir toppliði Vals. „Þetta var leikur sem við urðum að vinna til að missa þau lið sem eru efst ekki of langt á undan okkur. Við áttum okkur á því að stigafjöldinn eftir fyrri umferðina var ekki nógu mikill þannig við þurfum heldur betur að fara að hala inn stigum í seinni umferðinni. „Við þurfum á því að halda að liðin á undan okkur misstígi sig. Þetta er ekki í okkar höndum. En það eru tíu leikir eftir og við erum bara þannig félag að við gefumst aldrei upp fyrr en það er tölfræðilega ómögulegt að ná titlinum. „En við áttum okkur á þvi að ef við ætlum að eiga einhvern séns þá megum við varla misstíga okkur. Þó svo að við höfum unnið þennan leik þá þurfum við að koma aðeins betur stemmdir og öflugri inn í leikina sem við erum að spila,“ sagði Davíð Þór bjartsýnn á framhaldið.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti