Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Stjarnan 0-2 | Stjarnan á toppinn en Keflavík án sigurs á botninum Einar Sigurvinsson skrifar 7. júlí 2018 19:15 Heldur Hilmar Árni áfram að skora? vísir/bára Stjarnan er komið í efsta sæti Pepsi-deildar karla eftir sigur á Keflavík, en liðin mættust í 12. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Leikurinn fór fram á Nettó-vellinum í Keflavík og lauk með 2-0 sigri gestanna. Keflavíkingar byrjuðu leikinn af krafti og voru meira með boltann fyrstu mínúturnar. Það voru hins vegar gestirnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 15. mínútu leiksins. Þar var á ferðinni Guðmundur Steinn Hafsteinsson sem skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Guðjóni Baldvinssyni. Í kjölfarið þyngdist sóknarleikur Stjörnumanna og kom því lítið á óvart þegar gestirnir komust tveimur mörkum yfir. Markið skoraði Hilmar Árni Halldórsson sem lagði boltann snyrtilega í hornið eftir sendingu í teiginn frá Guðjóni Baldurssyni. Þetta var þrettánda mark Hilmars á tímabilinu. Keflvíkingar mættu ákveðnari í síðari hálfleik en þeir höfðu verið í þeim fyrri. Þeir áttu nokkrar góðar sóknir en tókst aldrei að skapa sér almennilegt marktækifæri. Stjarnan gerði hins vegar það sem þurfti til að unnu að lokum verðskuldaðan 2-0 sigur. Stjarnan fer með sigrinum upp fyrir Val í efsta sæti deildarinnar á markatölu. Keflavík situr aftur á móti sem fastast í neðsta sætinu, án sigur með þrjú stig þegar deildarkeppnin er hálfnuð.Af hverju vann Stjarnan leikinn? Stjörnumenn voru töluvert betra liðið í dag. Þeir gáfu ekki nokkur færi á sér og hafði Haraldur Björnsson afskaplega lítið að gera í markinu. Sóknarmenn liðsins voru allir að spila virkilega vel og hefði liðið hæglega getað unnið stærra.Hverjir stóðu upp úr? Besti maður vallarins var Guðjón Baldvinsson. Hann lagði upp bæði mörk Stjörnunnar auk þess að vera sífellt að ógna í sókninni og skapa þó nokkur fleiri færi. Markaskorar Stjörnunnar áttu einnig mjög góðan leik, þeir Guðmundur Steinn Hafsteinsson og Hilmar Árni Halldórsson.Hvað gekk illa? Sem fyrr gekk Keflvíkingum illa að skapa sér færi, en þetta var fjórði leikur liðsins í röð þar sem þeim tekst ekki að skora mark. Í vörninni voru fengu leikmenn Stjörnunnar oft allt of mikinn tíma og pláss, sem sýndi sig í mörkunum tveimur.Hvað gerist næst? Næsti leikur Stjörnunnar er Evrópuleikur gegn finnska liðinu Nõmme Kalju, en fyrri leikur liðanna fer fram í Garðabæ á fimmtudaginn. Keflavík mætir síðan í Fossvoginn til Víkings, föstudaginn 13. júlí. Guðlaugur: Á meðan tölfræðin segir að það sé möguleiki þá höfum við trúnaGuðlaugur hér lengst til hægri ásamt aðstoðarmönnum sínum.„Ég er óánægður með að tapa leiknum og ég er óánægður með það hvernig við komum inn í leikinn. Mér fannst við óöruggir og eins og maður segir á slæmri íslensku, ekki fara „all-in“ í leikinn,“ sagði Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur eftir 2-0 tapa sinna manna gegn Stjörnunni í dag. „Það er erfitt þegar þú gefur Stjörnunni færi á mörkum eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Við vorum sofandi þegar boltinn kom inn í boxið hjá okkur og týndum mönnum. Þar tapaðist leikurinn.“ Hann var þó nokkuð ánægður með frammistöðu sinna manna í síðari hálfleik. „Mér fannst við koma öflugir út í seinni hálfleik og við hefðum átt að gera mark eða mörk, en það tókst ekki.“ Þetta var fjórði leikur Keflavíkur í röð þar sem liðinu tekst ekki að skora mark. Guðlaugur segir þó varnarleikinn vera lykilástæðu þess að liðið tapaði leiknum í dag. „Við töpum leiknum honum í vörninni. Við erum ekki að sjá bolta og mann í teignum okkar. Þeir gefa mikið fyrir og setja boltann aftur fyrir línuna. Þeir eru góðir í því. Við áttum að vera undirbúnir fyrir það, en mér fannst við ekki leysa það nógu vel.“ Eftir 11 leiki er Keflavík án sigur með þrjú stig. Þrátt fyrir það segir Guðlaugur sína menn ekki vera á því að leggja árar í bát. „Það gæti ekki nokkur maður verið ánægður með þetta en á meðan tölfræðin segir okkur að það sé möguleiki þá höfum við trúna. Mér fannst við sýna það í seinni hálfleik að við höfum trú á því sem við erum að gera. Við gerðum það ágætlega, þó að við höfum ekki fengið neitt fyrir það í dag.“ „Þú getur ekki horft til baka í þessari íþrótt, þú verður alltaf að horfa fram á veginn,“ sagði Guðlaugur að lokum. Rúnar Páll: Fáum tvær vikur til að sinna þessu Evrópuævintýri Rúnar Páll.vísir/eyþór„Bara gríðarlega ánægður með að vera kominn í fyrsta sætið. Það var markmiðið okkar að vera komnir þangað eftir þennan leik,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar í leikslok. „Þetta var vinnusigur. Svo sem engin afburðar fótbolti. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik. Svo setti Keflavík smá pressu á okkur, en við kláruðum leikinn vel og faglega. Við héldum skipulagi og ég er ánægður með það.“ Þetta var aðeins í þriðja leikur Stjörnunnar í sumar þar sem liðið fær ekki á sig mark og var Rúnar að vonum ánægður með það. „Ég er hrikalega ánægður með að halda hreinu. Við höfum ekkert gert neitt voðalega mikið af því í sumar. Svo skorum við tvö flott mörk, en vinnusemin og stemningin í liðinu okkar er alveg gríðarleg. Þetta er bara ólýsanlegt. Við mætum hrikalega gíraðir í alla þessa leiki og viljum vinna. Það skilar sér inni á vellinum.“ Næsta verkefni Stjörnunnar er Evrópuleikur gegn finnska liðinu Nõmme Kalju. „Það var hrikalega mikilvægt að fá sigur hérna í dag upp á framhaldið. Nú fáum við tvær vikur til þess að sinna þessu Evrópuævintýri og vonandi verða það fleiri en tvær vikur. Við eigum heimaleik núna á móti þessu liði og við förum í það í kvöld og á morgun að greina þetta lið.“ „Síðan verðum við hrikalega klárir í þetta á fimmtudaginn og verðum að fá góð úrslit ef við ætlum að fara áfram í þeirri keppni,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Baldur Sigurðsson: Erfitt að spila við lið sem er eins og sært ljónBaldur Sigurðsson.vísir/daníel„Það er gaman að vera á toppnum, þó það sé bara byrjun júlí. Það gefur okkur sjálfstraust að vera á toppnum núna og vonandi getum við bara haldið áfram,“ sagði fyrirliði Stjörnunnar, Baldur Sigurðsson, í leikslok. „Ég er gríðarlega ánægður með þennan sigur. Það er erfitt að spila við svona lið sem er eins og sært ljón. Þeir þurfa náttúrlega stig, á sínum heimavelli. Við vorum bara mjög vel gíraðir í þennan leik. Við vissum hvað var í húfi og við vissum hvaða lið við værum að spila við.“ „Mér fannst við halda áfram allan leikinn og skila faglegri frammistöðu á móti góðu Keflavíkurliði.“ Baldur var sérstaklega ánægður með frammistöðu Stjörnunnar í fyrri hálfleik. „Byrjunin klárar eiginlega leikinn. Að komast snemma 2-0 yfir og að halda dampi. Við hleyptum þeim aldrei í neitt alvöru dauðafæri heilan leik. Þetta var virkilega góð frammistaða hjá öllum, ég er stoltur af liðinu. Pepsi Max-deild karla
Stjarnan er komið í efsta sæti Pepsi-deildar karla eftir sigur á Keflavík, en liðin mættust í 12. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Leikurinn fór fram á Nettó-vellinum í Keflavík og lauk með 2-0 sigri gestanna. Keflavíkingar byrjuðu leikinn af krafti og voru meira með boltann fyrstu mínúturnar. Það voru hins vegar gestirnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 15. mínútu leiksins. Þar var á ferðinni Guðmundur Steinn Hafsteinsson sem skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Guðjóni Baldvinssyni. Í kjölfarið þyngdist sóknarleikur Stjörnumanna og kom því lítið á óvart þegar gestirnir komust tveimur mörkum yfir. Markið skoraði Hilmar Árni Halldórsson sem lagði boltann snyrtilega í hornið eftir sendingu í teiginn frá Guðjóni Baldurssyni. Þetta var þrettánda mark Hilmars á tímabilinu. Keflvíkingar mættu ákveðnari í síðari hálfleik en þeir höfðu verið í þeim fyrri. Þeir áttu nokkrar góðar sóknir en tókst aldrei að skapa sér almennilegt marktækifæri. Stjarnan gerði hins vegar það sem þurfti til að unnu að lokum verðskuldaðan 2-0 sigur. Stjarnan fer með sigrinum upp fyrir Val í efsta sæti deildarinnar á markatölu. Keflavík situr aftur á móti sem fastast í neðsta sætinu, án sigur með þrjú stig þegar deildarkeppnin er hálfnuð.Af hverju vann Stjarnan leikinn? Stjörnumenn voru töluvert betra liðið í dag. Þeir gáfu ekki nokkur færi á sér og hafði Haraldur Björnsson afskaplega lítið að gera í markinu. Sóknarmenn liðsins voru allir að spila virkilega vel og hefði liðið hæglega getað unnið stærra.Hverjir stóðu upp úr? Besti maður vallarins var Guðjón Baldvinsson. Hann lagði upp bæði mörk Stjörnunnar auk þess að vera sífellt að ógna í sókninni og skapa þó nokkur fleiri færi. Markaskorar Stjörnunnar áttu einnig mjög góðan leik, þeir Guðmundur Steinn Hafsteinsson og Hilmar Árni Halldórsson.Hvað gekk illa? Sem fyrr gekk Keflvíkingum illa að skapa sér færi, en þetta var fjórði leikur liðsins í röð þar sem þeim tekst ekki að skora mark. Í vörninni voru fengu leikmenn Stjörnunnar oft allt of mikinn tíma og pláss, sem sýndi sig í mörkunum tveimur.Hvað gerist næst? Næsti leikur Stjörnunnar er Evrópuleikur gegn finnska liðinu Nõmme Kalju, en fyrri leikur liðanna fer fram í Garðabæ á fimmtudaginn. Keflavík mætir síðan í Fossvoginn til Víkings, föstudaginn 13. júlí. Guðlaugur: Á meðan tölfræðin segir að það sé möguleiki þá höfum við trúnaGuðlaugur hér lengst til hægri ásamt aðstoðarmönnum sínum.„Ég er óánægður með að tapa leiknum og ég er óánægður með það hvernig við komum inn í leikinn. Mér fannst við óöruggir og eins og maður segir á slæmri íslensku, ekki fara „all-in“ í leikinn,“ sagði Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur eftir 2-0 tapa sinna manna gegn Stjörnunni í dag. „Það er erfitt þegar þú gefur Stjörnunni færi á mörkum eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Við vorum sofandi þegar boltinn kom inn í boxið hjá okkur og týndum mönnum. Þar tapaðist leikurinn.“ Hann var þó nokkuð ánægður með frammistöðu sinna manna í síðari hálfleik. „Mér fannst við koma öflugir út í seinni hálfleik og við hefðum átt að gera mark eða mörk, en það tókst ekki.“ Þetta var fjórði leikur Keflavíkur í röð þar sem liðinu tekst ekki að skora mark. Guðlaugur segir þó varnarleikinn vera lykilástæðu þess að liðið tapaði leiknum í dag. „Við töpum leiknum honum í vörninni. Við erum ekki að sjá bolta og mann í teignum okkar. Þeir gefa mikið fyrir og setja boltann aftur fyrir línuna. Þeir eru góðir í því. Við áttum að vera undirbúnir fyrir það, en mér fannst við ekki leysa það nógu vel.“ Eftir 11 leiki er Keflavík án sigur með þrjú stig. Þrátt fyrir það segir Guðlaugur sína menn ekki vera á því að leggja árar í bát. „Það gæti ekki nokkur maður verið ánægður með þetta en á meðan tölfræðin segir okkur að það sé möguleiki þá höfum við trúna. Mér fannst við sýna það í seinni hálfleik að við höfum trú á því sem við erum að gera. Við gerðum það ágætlega, þó að við höfum ekki fengið neitt fyrir það í dag.“ „Þú getur ekki horft til baka í þessari íþrótt, þú verður alltaf að horfa fram á veginn,“ sagði Guðlaugur að lokum. Rúnar Páll: Fáum tvær vikur til að sinna þessu Evrópuævintýri Rúnar Páll.vísir/eyþór„Bara gríðarlega ánægður með að vera kominn í fyrsta sætið. Það var markmiðið okkar að vera komnir þangað eftir þennan leik,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar í leikslok. „Þetta var vinnusigur. Svo sem engin afburðar fótbolti. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik. Svo setti Keflavík smá pressu á okkur, en við kláruðum leikinn vel og faglega. Við héldum skipulagi og ég er ánægður með það.“ Þetta var aðeins í þriðja leikur Stjörnunnar í sumar þar sem liðið fær ekki á sig mark og var Rúnar að vonum ánægður með það. „Ég er hrikalega ánægður með að halda hreinu. Við höfum ekkert gert neitt voðalega mikið af því í sumar. Svo skorum við tvö flott mörk, en vinnusemin og stemningin í liðinu okkar er alveg gríðarleg. Þetta er bara ólýsanlegt. Við mætum hrikalega gíraðir í alla þessa leiki og viljum vinna. Það skilar sér inni á vellinum.“ Næsta verkefni Stjörnunnar er Evrópuleikur gegn finnska liðinu Nõmme Kalju. „Það var hrikalega mikilvægt að fá sigur hérna í dag upp á framhaldið. Nú fáum við tvær vikur til þess að sinna þessu Evrópuævintýri og vonandi verða það fleiri en tvær vikur. Við eigum heimaleik núna á móti þessu liði og við förum í það í kvöld og á morgun að greina þetta lið.“ „Síðan verðum við hrikalega klárir í þetta á fimmtudaginn og verðum að fá góð úrslit ef við ætlum að fara áfram í þeirri keppni,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Baldur Sigurðsson: Erfitt að spila við lið sem er eins og sært ljónBaldur Sigurðsson.vísir/daníel„Það er gaman að vera á toppnum, þó það sé bara byrjun júlí. Það gefur okkur sjálfstraust að vera á toppnum núna og vonandi getum við bara haldið áfram,“ sagði fyrirliði Stjörnunnar, Baldur Sigurðsson, í leikslok. „Ég er gríðarlega ánægður með þennan sigur. Það er erfitt að spila við svona lið sem er eins og sært ljón. Þeir þurfa náttúrlega stig, á sínum heimavelli. Við vorum bara mjög vel gíraðir í þennan leik. Við vissum hvað var í húfi og við vissum hvaða lið við værum að spila við.“ „Mér fannst við halda áfram allan leikinn og skila faglegri frammistöðu á móti góðu Keflavíkurliði.“ Baldur var sérstaklega ánægður með frammistöðu Stjörnunnar í fyrri hálfleik. „Byrjunin klárar eiginlega leikinn. Að komast snemma 2-0 yfir og að halda dampi. Við hleyptum þeim aldrei í neitt alvöru dauðafæri heilan leik. Þetta var virkilega góð frammistaða hjá öllum, ég er stoltur af liðinu.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti