Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2018 12:14 May forsætisráðherra hefur þurft að glíma við andóf í eigin röðum vegna Brexit. Vísir/AP Búist er við átakafundi hjá ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra Bretlands í dag. Hún gæti jafnvel þurft að kveða niður uppreisn Brexit-harðlínumanna vegna áætlunar sem hún hefur kynnt um framtíðartilhögun samskipta við ESB. Íhaldsflokkur May hefur logað stafnanna á milli vegna viðræðna ríkisstjórnarinnar við fulltrúa Evrópusambandsins um hvernig samband Bretlands við það verður eftir útgönguna á næsta ári. May ætlar að kynna áætlun fyrir ráðherrum sínum í dag og reyna að ná samstöðu um hana. Efni áætlunarinnar var hins vegar lekið í fjölmiðla í gær og er það ekki sagt hugnast harðlínumönnum innan stjórnarinnar. Sumir ráðherra, þar á meðal Evrópumálaráðherrann David Davis, hafa áður ítrekað hótað því að segja af sér þegar þeim hefur ekki þótt May ganga nógu hart fram.Fá ekki að taka ráðherrabílinn heim ef þeir segja af sér Hátt í þrjátíu meðlimir ríkisstjórnarinnar hittast í Chequers, sveitasetri forsætisráðherrans, um 65 kílómetrum norðvestur af London. AP-fréttstofan segir að engir símar séu leyfðir á fundinum. Viðræðurnar eiga að standa yfir í allan dag. Orðrómar hafa verið um að harðlínumenn eins og Davis og Boris Johnson utanríkisráðherra gætu sagt af sér ef May fellur ekki frá áætlun sinni sem er sögð gera ráð fyrir að Bretland fylgi ESB-reglum um vöruviðskipti náið eftir útgönguna. May virðist ekki að taka andófsmennina í ríkisstjórnina neinum vettlingatökum. Politico hefur eftir nánum bandamanni hennar að hún ætli hvergi að hvika. Ef einhverjir ráðherrar kjósi að segja af sér fái þeir ekki að fara á ráðherrabílum sínum aftur til London. „Leigubílaspjöld fyrir Ashton-leigubíla, leigubílastöðina á svæðinu, eru í andyrinu fyrir þá sem ákveða að þeir geti ekki fengið sig til að taka rétta ákvörðun fyrir landið,“ hefur Politico eftir embættismanninum í Downing-stræti 10. Brexit Tengdar fréttir Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00 Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Búist er við átakafundi hjá ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra Bretlands í dag. Hún gæti jafnvel þurft að kveða niður uppreisn Brexit-harðlínumanna vegna áætlunar sem hún hefur kynnt um framtíðartilhögun samskipta við ESB. Íhaldsflokkur May hefur logað stafnanna á milli vegna viðræðna ríkisstjórnarinnar við fulltrúa Evrópusambandsins um hvernig samband Bretlands við það verður eftir útgönguna á næsta ári. May ætlar að kynna áætlun fyrir ráðherrum sínum í dag og reyna að ná samstöðu um hana. Efni áætlunarinnar var hins vegar lekið í fjölmiðla í gær og er það ekki sagt hugnast harðlínumönnum innan stjórnarinnar. Sumir ráðherra, þar á meðal Evrópumálaráðherrann David Davis, hafa áður ítrekað hótað því að segja af sér þegar þeim hefur ekki þótt May ganga nógu hart fram.Fá ekki að taka ráðherrabílinn heim ef þeir segja af sér Hátt í þrjátíu meðlimir ríkisstjórnarinnar hittast í Chequers, sveitasetri forsætisráðherrans, um 65 kílómetrum norðvestur af London. AP-fréttstofan segir að engir símar séu leyfðir á fundinum. Viðræðurnar eiga að standa yfir í allan dag. Orðrómar hafa verið um að harðlínumenn eins og Davis og Boris Johnson utanríkisráðherra gætu sagt af sér ef May fellur ekki frá áætlun sinni sem er sögð gera ráð fyrir að Bretland fylgi ESB-reglum um vöruviðskipti náið eftir útgönguna. May virðist ekki að taka andófsmennina í ríkisstjórnina neinum vettlingatökum. Politico hefur eftir nánum bandamanni hennar að hún ætli hvergi að hvika. Ef einhverjir ráðherrar kjósi að segja af sér fái þeir ekki að fara á ráðherrabílum sínum aftur til London. „Leigubílaspjöld fyrir Ashton-leigubíla, leigubílastöðina á svæðinu, eru í andyrinu fyrir þá sem ákveða að þeir geti ekki fengið sig til að taka rétta ákvörðun fyrir landið,“ hefur Politico eftir embættismanninum í Downing-stræti 10.
Brexit Tengdar fréttir Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00 Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00
Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11
Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47