
Sjá einnig: Rannsókn á Bitcoin-málinu á lokametrunum
Ekki fékkst staðfest hversu margir eru ákærðir fyrir þjófnaðarbrot ásamt Sindra. Þá er Sindri ekki ákærður fyrir flótta sinn úr fangelsinu að Sogni, sem vakti mikla athygli í apríl síðastliðnum, þar eð flóttinn er ekki refsiverður.
Þjófnaðurinn er einn sá umfangsmesti í Íslandssögunni en 600 tölvum, sem enn eru ófundnar, var stolið úr gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarbyggð. Verðmæti þýfisins er talið nema rúmum 200 milljónum króna.
Þann 17. apríl síðastliðinn strauk Sindri úr fangelsinu að Sogni, þar sem hann hafði verið í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að þjófnaðinum, og flaug til Svíþjóðar. Hann var handtekinn í Amsterdam fimm dögum síðar og úrskurðaður í farbann þegar til Íslands var komið.