Guðlaugur: Á meðan tölfræðin segir að það sé möguleiki þá höfum við trúna Einar Sigurvinsson skrifar 7. júlí 2018 18:30 Guðlaugur hér lengst til hægri ásamt aðstoðarmönnum sínum. „Ég er óánægður með að tapa leiknum og ég er óánægður með það hvernig við komum inn í leikinn. Mér fannst við óöruggir og eins og maður segir á slæmri íslensku, ekki fara „all-in“ í leikinn,“ sagði Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur eftir 2-0 tapa sinna manna gegn Stjörnunni í dag. „Það er erfitt þegar þú gefur Stjörnunni færi á mörkum eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Við vorum sofandi þegar boltinn kom inn í boxið hjá okkur og týndum mönnum. Þar tapaðist leikurinn.“ Hann var þó nokkuð ánægður með frammistöðu sinna manna í síðari hálfleik. „Mér fannst við koma öflugir út í seinni hálfleik og við hefðum átt að gera mark eða mörk, en það tókst ekki.“ Þetta var fjórði leikur Keflavíkur í röð þar sem liðinu tekst ekki að skora mark. Guðlaugur segir þó varnarleikinn vera lykilástæðu þess að liðið tapaði leiknum í dag. „Við töpum leiknum honum í vörninni. Við erum ekki að sjá bolta og mann í teignum okkar. Þeir gefa mikið fyrir og setja boltann aftur fyrir línuna. Þeir eru góðir í því. Við áttum að vera undirbúnir fyrir það, en mér fannst við ekki leysa það nógu vel.“ Eftir 11 leiki er Keflavík neðsta sæti deildarinnar, án sigur með þrjú stig. Þrátt fyrir það segir Guðlaugur sína menn ekki vera á því að leggja árar í bát. „Það gæti ekki nokkur maður verið ánægður með þetta en á meðan tölfræðin segir okkur að það sé möguleiki þá höfum við trúna. Mér fannst við sýna það í seinni hálfleik að við höfum trú á því sem við erum að gera. Við gerðum það ágætlega, þó að við höfum ekki fengið neitt fyrir það í dag.“ „Þú getur ekki horft til baka í þessari íþrótt, þú verður alltaf að horfa fram á veginn,“ sagði Guðlaugur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 0-2 | Stjarnan á toppinn en Keflavík án sigurs á botninum Stjarnan vann sjötta sigurinn í röð er þeir lögðu botnlið Keflavíkur með tveimur mörkum gegn engu. Keflavík er í bullandi vandræðum. 7. júlí 2018 19:15 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
„Ég er óánægður með að tapa leiknum og ég er óánægður með það hvernig við komum inn í leikinn. Mér fannst við óöruggir og eins og maður segir á slæmri íslensku, ekki fara „all-in“ í leikinn,“ sagði Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur eftir 2-0 tapa sinna manna gegn Stjörnunni í dag. „Það er erfitt þegar þú gefur Stjörnunni færi á mörkum eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Við vorum sofandi þegar boltinn kom inn í boxið hjá okkur og týndum mönnum. Þar tapaðist leikurinn.“ Hann var þó nokkuð ánægður með frammistöðu sinna manna í síðari hálfleik. „Mér fannst við koma öflugir út í seinni hálfleik og við hefðum átt að gera mark eða mörk, en það tókst ekki.“ Þetta var fjórði leikur Keflavíkur í röð þar sem liðinu tekst ekki að skora mark. Guðlaugur segir þó varnarleikinn vera lykilástæðu þess að liðið tapaði leiknum í dag. „Við töpum leiknum honum í vörninni. Við erum ekki að sjá bolta og mann í teignum okkar. Þeir gefa mikið fyrir og setja boltann aftur fyrir línuna. Þeir eru góðir í því. Við áttum að vera undirbúnir fyrir það, en mér fannst við ekki leysa það nógu vel.“ Eftir 11 leiki er Keflavík neðsta sæti deildarinnar, án sigur með þrjú stig. Þrátt fyrir það segir Guðlaugur sína menn ekki vera á því að leggja árar í bát. „Það gæti ekki nokkur maður verið ánægður með þetta en á meðan tölfræðin segir okkur að það sé möguleiki þá höfum við trúna. Mér fannst við sýna það í seinni hálfleik að við höfum trú á því sem við erum að gera. Við gerðum það ágætlega, þó að við höfum ekki fengið neitt fyrir það í dag.“ „Þú getur ekki horft til baka í þessari íþrótt, þú verður alltaf að horfa fram á veginn,“ sagði Guðlaugur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 0-2 | Stjarnan á toppinn en Keflavík án sigurs á botninum Stjarnan vann sjötta sigurinn í röð er þeir lögðu botnlið Keflavíkur með tveimur mörkum gegn engu. Keflavík er í bullandi vandræðum. 7. júlí 2018 19:15 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 0-2 | Stjarnan á toppinn en Keflavík án sigurs á botninum Stjarnan vann sjötta sigurinn í röð er þeir lögðu botnlið Keflavíkur með tveimur mörkum gegn engu. Keflavík er í bullandi vandræðum. 7. júlí 2018 19:15