Guðlaugur: Á meðan tölfræðin segir að það sé möguleiki þá höfum við trúna Einar Sigurvinsson skrifar 7. júlí 2018 18:30 Guðlaugur hér lengst til hægri ásamt aðstoðarmönnum sínum. „Ég er óánægður með að tapa leiknum og ég er óánægður með það hvernig við komum inn í leikinn. Mér fannst við óöruggir og eins og maður segir á slæmri íslensku, ekki fara „all-in“ í leikinn,“ sagði Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur eftir 2-0 tapa sinna manna gegn Stjörnunni í dag. „Það er erfitt þegar þú gefur Stjörnunni færi á mörkum eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Við vorum sofandi þegar boltinn kom inn í boxið hjá okkur og týndum mönnum. Þar tapaðist leikurinn.“ Hann var þó nokkuð ánægður með frammistöðu sinna manna í síðari hálfleik. „Mér fannst við koma öflugir út í seinni hálfleik og við hefðum átt að gera mark eða mörk, en það tókst ekki.“ Þetta var fjórði leikur Keflavíkur í röð þar sem liðinu tekst ekki að skora mark. Guðlaugur segir þó varnarleikinn vera lykilástæðu þess að liðið tapaði leiknum í dag. „Við töpum leiknum honum í vörninni. Við erum ekki að sjá bolta og mann í teignum okkar. Þeir gefa mikið fyrir og setja boltann aftur fyrir línuna. Þeir eru góðir í því. Við áttum að vera undirbúnir fyrir það, en mér fannst við ekki leysa það nógu vel.“ Eftir 11 leiki er Keflavík neðsta sæti deildarinnar, án sigur með þrjú stig. Þrátt fyrir það segir Guðlaugur sína menn ekki vera á því að leggja árar í bát. „Það gæti ekki nokkur maður verið ánægður með þetta en á meðan tölfræðin segir okkur að það sé möguleiki þá höfum við trúna. Mér fannst við sýna það í seinni hálfleik að við höfum trú á því sem við erum að gera. Við gerðum það ágætlega, þó að við höfum ekki fengið neitt fyrir það í dag.“ „Þú getur ekki horft til baka í þessari íþrótt, þú verður alltaf að horfa fram á veginn,“ sagði Guðlaugur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 0-2 | Stjarnan á toppinn en Keflavík án sigurs á botninum Stjarnan vann sjötta sigurinn í röð er þeir lögðu botnlið Keflavíkur með tveimur mörkum gegn engu. Keflavík er í bullandi vandræðum. 7. júlí 2018 19:15 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar verið óstöðvandi heima Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Í beinni: Fram - KA | Akureyringar í Úlfarsárdal Í beinni: ÍBV - FH | Eyjamenn í brekku Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Sjá meira
„Ég er óánægður með að tapa leiknum og ég er óánægður með það hvernig við komum inn í leikinn. Mér fannst við óöruggir og eins og maður segir á slæmri íslensku, ekki fara „all-in“ í leikinn,“ sagði Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur eftir 2-0 tapa sinna manna gegn Stjörnunni í dag. „Það er erfitt þegar þú gefur Stjörnunni færi á mörkum eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Við vorum sofandi þegar boltinn kom inn í boxið hjá okkur og týndum mönnum. Þar tapaðist leikurinn.“ Hann var þó nokkuð ánægður með frammistöðu sinna manna í síðari hálfleik. „Mér fannst við koma öflugir út í seinni hálfleik og við hefðum átt að gera mark eða mörk, en það tókst ekki.“ Þetta var fjórði leikur Keflavíkur í röð þar sem liðinu tekst ekki að skora mark. Guðlaugur segir þó varnarleikinn vera lykilástæðu þess að liðið tapaði leiknum í dag. „Við töpum leiknum honum í vörninni. Við erum ekki að sjá bolta og mann í teignum okkar. Þeir gefa mikið fyrir og setja boltann aftur fyrir línuna. Þeir eru góðir í því. Við áttum að vera undirbúnir fyrir það, en mér fannst við ekki leysa það nógu vel.“ Eftir 11 leiki er Keflavík neðsta sæti deildarinnar, án sigur með þrjú stig. Þrátt fyrir það segir Guðlaugur sína menn ekki vera á því að leggja árar í bát. „Það gæti ekki nokkur maður verið ánægður með þetta en á meðan tölfræðin segir okkur að það sé möguleiki þá höfum við trúna. Mér fannst við sýna það í seinni hálfleik að við höfum trú á því sem við erum að gera. Við gerðum það ágætlega, þó að við höfum ekki fengið neitt fyrir það í dag.“ „Þú getur ekki horft til baka í þessari íþrótt, þú verður alltaf að horfa fram á veginn,“ sagði Guðlaugur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 0-2 | Stjarnan á toppinn en Keflavík án sigurs á botninum Stjarnan vann sjötta sigurinn í röð er þeir lögðu botnlið Keflavíkur með tveimur mörkum gegn engu. Keflavík er í bullandi vandræðum. 7. júlí 2018 19:15 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar verið óstöðvandi heima Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Í beinni: Fram - KA | Akureyringar í Úlfarsárdal Í beinni: ÍBV - FH | Eyjamenn í brekku Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 0-2 | Stjarnan á toppinn en Keflavík án sigurs á botninum Stjarnan vann sjötta sigurinn í röð er þeir lögðu botnlið Keflavíkur með tveimur mörkum gegn engu. Keflavík er í bullandi vandræðum. 7. júlí 2018 19:15