„Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2018 18:45 Líkt og sjá má er skriðan afar umfangsmikil Mynd/Sumarliði Ásgeirsson Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Enn hrynur úr fjallinu og er lögregla búin að loka fyrir umferð í kringum skriðunna vegna hættu á flóði. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. Lögregla, ásamt björgunarsveitum og þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið að störfum við skriðuna í dag en en lögregla hefur lokað svæðið af af öryggisástæðum. Skriðan féll þvert yfir Hítará með þeim afleiðingum að áin stíflaðist. „Ástæðan er væntanlega sú að í rigningum undanfarnar vikur og mánuði hefur vatn safnast upp í væntanlega gamlar jarðskjálftasprungur og hugsanlega berggangar sem fyllast af vatni. Vatnssöfnunin veldur þá hækkandi vatnsþrýstingi og það endar þannig að vatnið fer inn í veikleika á milli hraunlaga og stór spilda fellur fram, skautar niður á þessum veikleika. Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigninum,“ segir Finnbogi Rögnvaldsson jarðfræðingur sem verið hefur að störfum við skriðuna í dag.Hér að neðan má sjá drónamyndband af skriðunni sem Sumarliði Ásgeirsson tók.Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi í Hítardal, kom auga á stífluna sem skriðan hafði myndað þvert yfir ánna í morgun. Hún segir að um stöðu mála ríki mikil óvissa meðal íbúa en stórt lón hefur myndast fyrir ofan stífluna sem hækkar með hverjum klukkutímanum. Ekki er enn vitað hvaða farveg áin mun finna sér þegar hún brýst framhjá skriðunni, en það gefur augaleið að stíflan hafi áhrif á starfsemi Hítará, sem er mikil veiðiá. „Það sem gerist hér í morgun er að það fer nú bara ansi stórt stykki úr hlíðinni. Þetta er ansi stór skriða sem lokar ánni þannig að vatnið er að safnast upp hér að ofan. Það sem við erum að reyna að gera núna er að leggja mat á aðstæður. Sjá hvar er líklegt að áin muni rjúfa sér leið, hvar séu hættusvæði og að reyna að stjórna umferð þannig að við tæmum ákveðin hættusvæði þannig að við séum ekki að leggja fólki í hættu,“ segir Þór Þorsteinsson, vettvangsstjóri björgunarsveita á staðnum.Töluvert lón hefur myndast við skriðuna.Mynd/Sumarliði ÁsgeirssonFréttastofa ræddi við nokkra heimamenn í dag sem ekki eru bjartsýnir á að reynt verði að hreyfa við skriðunni, eða grafa í hana, þannig áin mun að lokum finna sér nýjan farveg, því er ljóst að skriðan muni gjörbreyta árfarvegi Hítarár.Stórt lón hefur myndast fyrir ofan skriðuna sem hækkar með hverjum klukkutímanum, en óvissa ríkir með framhald mála, en talið er að skriðan sé sú stærsta sem fallið hefur hér á landi frá landnámi.Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um skriðuna. Skriðufall í Hítardal Veður Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Enn hrynur úr fjallinu og er lögregla búin að loka fyrir umferð í kringum skriðunna vegna hættu á flóði. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. Lögregla, ásamt björgunarsveitum og þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið að störfum við skriðuna í dag en en lögregla hefur lokað svæðið af af öryggisástæðum. Skriðan féll þvert yfir Hítará með þeim afleiðingum að áin stíflaðist. „Ástæðan er væntanlega sú að í rigningum undanfarnar vikur og mánuði hefur vatn safnast upp í væntanlega gamlar jarðskjálftasprungur og hugsanlega berggangar sem fyllast af vatni. Vatnssöfnunin veldur þá hækkandi vatnsþrýstingi og það endar þannig að vatnið fer inn í veikleika á milli hraunlaga og stór spilda fellur fram, skautar niður á þessum veikleika. Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigninum,“ segir Finnbogi Rögnvaldsson jarðfræðingur sem verið hefur að störfum við skriðuna í dag.Hér að neðan má sjá drónamyndband af skriðunni sem Sumarliði Ásgeirsson tók.Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi í Hítardal, kom auga á stífluna sem skriðan hafði myndað þvert yfir ánna í morgun. Hún segir að um stöðu mála ríki mikil óvissa meðal íbúa en stórt lón hefur myndast fyrir ofan stífluna sem hækkar með hverjum klukkutímanum. Ekki er enn vitað hvaða farveg áin mun finna sér þegar hún brýst framhjá skriðunni, en það gefur augaleið að stíflan hafi áhrif á starfsemi Hítará, sem er mikil veiðiá. „Það sem gerist hér í morgun er að það fer nú bara ansi stórt stykki úr hlíðinni. Þetta er ansi stór skriða sem lokar ánni þannig að vatnið er að safnast upp hér að ofan. Það sem við erum að reyna að gera núna er að leggja mat á aðstæður. Sjá hvar er líklegt að áin muni rjúfa sér leið, hvar séu hættusvæði og að reyna að stjórna umferð þannig að við tæmum ákveðin hættusvæði þannig að við séum ekki að leggja fólki í hættu,“ segir Þór Þorsteinsson, vettvangsstjóri björgunarsveita á staðnum.Töluvert lón hefur myndast við skriðuna.Mynd/Sumarliði ÁsgeirssonFréttastofa ræddi við nokkra heimamenn í dag sem ekki eru bjartsýnir á að reynt verði að hreyfa við skriðunni, eða grafa í hana, þannig áin mun að lokum finna sér nýjan farveg, því er ljóst að skriðan muni gjörbreyta árfarvegi Hítarár.Stórt lón hefur myndast fyrir ofan skriðuna sem hækkar með hverjum klukkutímanum, en óvissa ríkir með framhald mála, en talið er að skriðan sé sú stærsta sem fallið hefur hér á landi frá landnámi.Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um skriðuna.
Skriðufall í Hítardal Veður Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32
Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37