„Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2018 18:45 Líkt og sjá má er skriðan afar umfangsmikil Mynd/Sumarliði Ásgeirsson Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Enn hrynur úr fjallinu og er lögregla búin að loka fyrir umferð í kringum skriðunna vegna hættu á flóði. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. Lögregla, ásamt björgunarsveitum og þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið að störfum við skriðuna í dag en en lögregla hefur lokað svæðið af af öryggisástæðum. Skriðan féll þvert yfir Hítará með þeim afleiðingum að áin stíflaðist. „Ástæðan er væntanlega sú að í rigningum undanfarnar vikur og mánuði hefur vatn safnast upp í væntanlega gamlar jarðskjálftasprungur og hugsanlega berggangar sem fyllast af vatni. Vatnssöfnunin veldur þá hækkandi vatnsþrýstingi og það endar þannig að vatnið fer inn í veikleika á milli hraunlaga og stór spilda fellur fram, skautar niður á þessum veikleika. Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigninum,“ segir Finnbogi Rögnvaldsson jarðfræðingur sem verið hefur að störfum við skriðuna í dag.Hér að neðan má sjá drónamyndband af skriðunni sem Sumarliði Ásgeirsson tók.Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi í Hítardal, kom auga á stífluna sem skriðan hafði myndað þvert yfir ánna í morgun. Hún segir að um stöðu mála ríki mikil óvissa meðal íbúa en stórt lón hefur myndast fyrir ofan stífluna sem hækkar með hverjum klukkutímanum. Ekki er enn vitað hvaða farveg áin mun finna sér þegar hún brýst framhjá skriðunni, en það gefur augaleið að stíflan hafi áhrif á starfsemi Hítará, sem er mikil veiðiá. „Það sem gerist hér í morgun er að það fer nú bara ansi stórt stykki úr hlíðinni. Þetta er ansi stór skriða sem lokar ánni þannig að vatnið er að safnast upp hér að ofan. Það sem við erum að reyna að gera núna er að leggja mat á aðstæður. Sjá hvar er líklegt að áin muni rjúfa sér leið, hvar séu hættusvæði og að reyna að stjórna umferð þannig að við tæmum ákveðin hættusvæði þannig að við séum ekki að leggja fólki í hættu,“ segir Þór Þorsteinsson, vettvangsstjóri björgunarsveita á staðnum.Töluvert lón hefur myndast við skriðuna.Mynd/Sumarliði ÁsgeirssonFréttastofa ræddi við nokkra heimamenn í dag sem ekki eru bjartsýnir á að reynt verði að hreyfa við skriðunni, eða grafa í hana, þannig áin mun að lokum finna sér nýjan farveg, því er ljóst að skriðan muni gjörbreyta árfarvegi Hítarár.Stórt lón hefur myndast fyrir ofan skriðuna sem hækkar með hverjum klukkutímanum, en óvissa ríkir með framhald mála, en talið er að skriðan sé sú stærsta sem fallið hefur hér á landi frá landnámi.Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um skriðuna. Skriðufall í Hítardal Veður Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Enn hrynur úr fjallinu og er lögregla búin að loka fyrir umferð í kringum skriðunna vegna hættu á flóði. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. Lögregla, ásamt björgunarsveitum og þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið að störfum við skriðuna í dag en en lögregla hefur lokað svæðið af af öryggisástæðum. Skriðan féll þvert yfir Hítará með þeim afleiðingum að áin stíflaðist. „Ástæðan er væntanlega sú að í rigningum undanfarnar vikur og mánuði hefur vatn safnast upp í væntanlega gamlar jarðskjálftasprungur og hugsanlega berggangar sem fyllast af vatni. Vatnssöfnunin veldur þá hækkandi vatnsþrýstingi og það endar þannig að vatnið fer inn í veikleika á milli hraunlaga og stór spilda fellur fram, skautar niður á þessum veikleika. Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigninum,“ segir Finnbogi Rögnvaldsson jarðfræðingur sem verið hefur að störfum við skriðuna í dag.Hér að neðan má sjá drónamyndband af skriðunni sem Sumarliði Ásgeirsson tók.Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi í Hítardal, kom auga á stífluna sem skriðan hafði myndað þvert yfir ánna í morgun. Hún segir að um stöðu mála ríki mikil óvissa meðal íbúa en stórt lón hefur myndast fyrir ofan stífluna sem hækkar með hverjum klukkutímanum. Ekki er enn vitað hvaða farveg áin mun finna sér þegar hún brýst framhjá skriðunni, en það gefur augaleið að stíflan hafi áhrif á starfsemi Hítará, sem er mikil veiðiá. „Það sem gerist hér í morgun er að það fer nú bara ansi stórt stykki úr hlíðinni. Þetta er ansi stór skriða sem lokar ánni þannig að vatnið er að safnast upp hér að ofan. Það sem við erum að reyna að gera núna er að leggja mat á aðstæður. Sjá hvar er líklegt að áin muni rjúfa sér leið, hvar séu hættusvæði og að reyna að stjórna umferð þannig að við tæmum ákveðin hættusvæði þannig að við séum ekki að leggja fólki í hættu,“ segir Þór Þorsteinsson, vettvangsstjóri björgunarsveita á staðnum.Töluvert lón hefur myndast við skriðuna.Mynd/Sumarliði ÁsgeirssonFréttastofa ræddi við nokkra heimamenn í dag sem ekki eru bjartsýnir á að reynt verði að hreyfa við skriðunni, eða grafa í hana, þannig áin mun að lokum finna sér nýjan farveg, því er ljóst að skriðan muni gjörbreyta árfarvegi Hítarár.Stórt lón hefur myndast fyrir ofan skriðuna sem hækkar með hverjum klukkutímanum, en óvissa ríkir með framhald mála, en talið er að skriðan sé sú stærsta sem fallið hefur hér á landi frá landnámi.Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um skriðuna.
Skriðufall í Hítardal Veður Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32
Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37