Bakhjarl Brexit hitti Rússa oftar en hann hefur viðurkennt Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2018 08:27 Banks hefur smám saman þurft að gangast við sífellt fleiri fundum með rússneska sendiherranum. Hann hefur engar skýringar gefið á misræminu í frásögn sinni. Vísir/EPA Stærsti fjárhagslegi stuðningsmaður Brexit-herferðarinnar í Bretlandi hitti sendiherra Rússlands í London að minnsta kosti ellefu sinnum í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2016 og mánuðina tvo á eftir. Auðkýfingurinn hefur ítrekað þurft að gangast við fleiri fundum með Rússum eftir að hafa upphaflega aðeins sagst hafa hitt sendiherrann einu sinni. Arron Banks lagði meira fé í baráttuna fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en nokkur annar. Talið er að hann hafi lagt um tólf milljónir punda í Brexit-herferðina. Breskir fjölmiðlar hafa fjallað um samskipti hans og tengsl við sendiherra Rússlands í London að undanförnu en þeir fundir voru tíðari en Banks hefur viljað viðurkenna. Sumir þeirra áttu sér stað á lykilstundum baráttunnar fyrir Brexit. Nú segir breska blaðið The Observer að Banks hafi hitt sendiherrann minnst ellefu sinnum, það er sjö sinnum oftar en Banks hefur áður viðurkennt. Gögn sem blaðið hefur undir höndum benda til þess að fundirnir gætu hafa verið enn fleiri. Þegar samskiptin voru fyrst borin undir Banks sagði hann aðeins hafa átt einn „blautan hádegisverð“ með sendiherranum. Síðar sagði hann þingnefnd sem rannsakaði falsfréttir að fundirnir hefðu verið tveir eða þrír. Í viðtali við New York Times í síðustu viku viðurkenndi Banks svo að þeir heðfu verið fjórir en gaf engar skýringar á misræminu. Rannsakendur beggja vegna Atlantshafsins hafa samskiptin til skoðunar. Í Bandaríkjunum hafa vangaveltur verið um að Banks og félagar hans hafi getað verið milligöngumenn á milli Rússa og forsetaframboðs Donalds Trump. Banks og félaga hans var meðal annars boðinn hlutur í gullnámu af rússneskum athafnamanni sem sendiherrann kynnti þá fyrir. Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Stærsti fjárhagslegi stuðningsmaður Brexit-herferðarinnar í Bretlandi hitti sendiherra Rússlands í London að minnsta kosti ellefu sinnum í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2016 og mánuðina tvo á eftir. Auðkýfingurinn hefur ítrekað þurft að gangast við fleiri fundum með Rússum eftir að hafa upphaflega aðeins sagst hafa hitt sendiherrann einu sinni. Arron Banks lagði meira fé í baráttuna fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en nokkur annar. Talið er að hann hafi lagt um tólf milljónir punda í Brexit-herferðina. Breskir fjölmiðlar hafa fjallað um samskipti hans og tengsl við sendiherra Rússlands í London að undanförnu en þeir fundir voru tíðari en Banks hefur viljað viðurkenna. Sumir þeirra áttu sér stað á lykilstundum baráttunnar fyrir Brexit. Nú segir breska blaðið The Observer að Banks hafi hitt sendiherrann minnst ellefu sinnum, það er sjö sinnum oftar en Banks hefur áður viðurkennt. Gögn sem blaðið hefur undir höndum benda til þess að fundirnir gætu hafa verið enn fleiri. Þegar samskiptin voru fyrst borin undir Banks sagði hann aðeins hafa átt einn „blautan hádegisverð“ með sendiherranum. Síðar sagði hann þingnefnd sem rannsakaði falsfréttir að fundirnir hefðu verið tveir eða þrír. Í viðtali við New York Times í síðustu viku viðurkenndi Banks svo að þeir heðfu verið fjórir en gaf engar skýringar á misræminu. Rannsakendur beggja vegna Atlantshafsins hafa samskiptin til skoðunar. Í Bandaríkjunum hafa vangaveltur verið um að Banks og félagar hans hafi getað verið milligöngumenn á milli Rússa og forsetaframboðs Donalds Trump. Banks og félaga hans var meðal annars boðinn hlutur í gullnámu af rússneskum athafnamanni sem sendiherrann kynnti þá fyrir.
Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15
Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent