Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2018 14:45 Utanaðkomandi var vísað frá svæðinu þegar björgunaraðgerðirnar hófust. Vísir/EPA Fjórum drengjum af tólf var bjargað úr Tham Luang-hellunum í norðurhluta Taílands í aðgerðum kafara sem stóðu yfir í hátt í hálfan sólahring í dag. Aðgerðirnar gengu hraðar en búist hafði verið við en átta drengir og þjálfari þeirra eru enn í hellinum þar sem þeir hafa verið fastir í tvær vikur. Aðgerðum er lokið í bili en verður haldið áfram á morgun. Alþjóðlegur hópur kafara lagði af stað inn í hellana kl. 10 í morgun að staðartíma, kl. 3 í nótt að íslenskum tíma. Búist var við því að það tæki ellefu tíma að ná hverjum dreng út og að aðgerðirnar gætu tekið nokkra daga. Fréttir bárust hins vegar af því að fyrstu drengirnir væru komnir upp á yfirborðið um tveimur klukkustundum áður en búist var við því að það gæti gerst í fyrsta lagi. Svo virðist sem að aðstæður í hellunum hafi verið betri en talið var. Ákveðið hafði verið að ráðast í aðgerðirnar nú vegna þess að vatnsborðið í hellunum hafði fallið nokkuð frá því að flóðavatn festi hópinn inni. Spáð er úrhellisrigningu í vikunni við upphaf monsúntímabilsins og því sögðu yfirmenn aðgerðanna að þeir væru í keppni við vatnið um að ná drengjunum út. Yfirmaður aðgerðanna sagði á blaðamannafundi að drengirnir fjórir væru við góða heilsu og að aðgerðirnar hefðu gengið vel. Drengirnir fjórir eru allir komnir á sjúkrahús. Alls hafi níutíu kafarar tekið þátt í þeim, fimmtíu erlendir og fjörutíu taílenskir. Kafararnir hafa leitt drengina í gegnum myrkrið og þröngar glufur. Tveir kafarar fylgdu hverjum dreng en hver þeirra fékk súrefnisgrímu yfir allt andlitið. Boðaði yfirmaður aðgerðanna tíu til tuttugu klukkustunda hlé á þeim, meðal annars vegna þess að súrefnisbirgðirnar hefðu klárast. Til stendur að hefja þær aftur kl. 8 að staðartíma á morgun, kl. 1 í nótt að íslenskum tíma.
Fjórum drengjum af tólf var bjargað úr Tham Luang-hellunum í norðurhluta Taílands í aðgerðum kafara sem stóðu yfir í hátt í hálfan sólahring í dag. Aðgerðirnar gengu hraðar en búist hafði verið við en átta drengir og þjálfari þeirra eru enn í hellinum þar sem þeir hafa verið fastir í tvær vikur. Aðgerðum er lokið í bili en verður haldið áfram á morgun. Alþjóðlegur hópur kafara lagði af stað inn í hellana kl. 10 í morgun að staðartíma, kl. 3 í nótt að íslenskum tíma. Búist var við því að það tæki ellefu tíma að ná hverjum dreng út og að aðgerðirnar gætu tekið nokkra daga. Fréttir bárust hins vegar af því að fyrstu drengirnir væru komnir upp á yfirborðið um tveimur klukkustundum áður en búist var við því að það gæti gerst í fyrsta lagi. Svo virðist sem að aðstæður í hellunum hafi verið betri en talið var. Ákveðið hafði verið að ráðast í aðgerðirnar nú vegna þess að vatnsborðið í hellunum hafði fallið nokkuð frá því að flóðavatn festi hópinn inni. Spáð er úrhellisrigningu í vikunni við upphaf monsúntímabilsins og því sögðu yfirmenn aðgerðanna að þeir væru í keppni við vatnið um að ná drengjunum út. Yfirmaður aðgerðanna sagði á blaðamannafundi að drengirnir fjórir væru við góða heilsu og að aðgerðirnar hefðu gengið vel. Drengirnir fjórir eru allir komnir á sjúkrahús. Alls hafi níutíu kafarar tekið þátt í þeim, fimmtíu erlendir og fjörutíu taílenskir. Kafararnir hafa leitt drengina í gegnum myrkrið og þröngar glufur. Tveir kafarar fylgdu hverjum dreng en hver þeirra fékk súrefnisgrímu yfir allt andlitið. Boðaði yfirmaður aðgerðanna tíu til tuttugu klukkustunda hlé á þeim, meðal annars vegna þess að súrefnisbirgðirnar hefðu klárast. Til stendur að hefja þær aftur kl. 8 að staðartíma á morgun, kl. 1 í nótt að íslenskum tíma.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira