Bandaríkin andsnúin brjóstagjöf Andri Eysteinsson skrifar 8. júlí 2018 17:59 Fundurinn fer fram í svissnesku borginni Genf. Vísir/EPA Fulltrúar Bandaríkjanna á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Genf lögðust gegn samþykkt þar sem hvatt var til brjóstagjafar. Í samþykktinni, sem var unnin eftir niðurstöðum rannsókna sem hafa farið fram í mörg ár, segir að móðurmjólk sé hollasti valmöguleikinn fyrir ungabörn og að þjóðir skyldu vinna að því koma í veg fyrir villandi herferðir þurrmjólkurframleiðanda. Búist var við því að tillagan yrði samþykkt vandkvæðalaust en fulltrúar Ekvador hugðust leggja hana fram.New York Times greinir frá atburðum dagsins.Hótuðu hörðum tollum á Ekvador Fulltrúar Bandaríkjanna voru ekki á sama máli og vildu að tillögunni yrði vísað frá og virtust taka afstöðuna vegna hagsmuna framleiðanda þurrmjólkur. Þegar tillögunni var ekki vísað frá skiptu Bandaríkin um gír og hótuðu að leggja harða tolla á Ekvadora og að draga til baka hernaðaraðstoð sína í landinu.Ekvadorar drógu til baka tillöguna af ótta við aðgerðir Bandaríkjanna og við tók leit að nýju ríki til að bera tillöguna fram. Að sögn fulltrúa á fundinum var leitað til 12 ríkja, flest afrísk eða frá rómönsku ameríku en hótanir Bandaríkjanna komu í veg fyrir að þau tækju hlutverkið að sér. Patti Rundall, hjá bresku samtökunum Baby Milk Action sagði afstöðu Bandaríkjanna jafngilda kúgunum, Bandaríkin væru að reyna að halda allri heimsbyggðinni í gíslingu. Að lokum fór áætlun Bandaríkjanna út um þúfur þegar Rússland gekk í stað Ekvador og stóð því fyrir tillögunni. Fulltrúar Bandaríkjanna hugnaðist ekki slagur við Rússland og létu undan baráttunni.Stórveldi ættu ekki að geta ráðskast með smærri þjóðir.Ilona Kickbush hjá Alþjóðaheilbrigðissviði IHEID háskólans í Genf sagðist óttast að ríkistjórn Donald Trump gæti haft eyðileggjandi áhrif á störf WHO til dæmis við að berjast gegn Ebólusmitum og lífstílssjúkdómumum víða veröld. Rússneskur nefndarmaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið sagði við New York Times að Rússar væru ekki að reyna að vera hetjan í þessu máli. Rússum finnist það þó óeðlilegt að stórveldi á alþjóðasviði geti ráðskast með minni ríki, sérstaklega í málefnum sem skipta heimsbyggðina alla máli. Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna sagði samþykktina setja óþarfa hindranir í veg þeirra mæðra sem ekki geta gefið börnum sínum brjóstamjólk og þurfa að leita annarra leiða. Stofnunin þvertók fyrir það að hún hafi verið viðriðin hótanir gagnvart Ekvadorum. Donald Trump Erlent Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Fulltrúar Bandaríkjanna á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Genf lögðust gegn samþykkt þar sem hvatt var til brjóstagjafar. Í samþykktinni, sem var unnin eftir niðurstöðum rannsókna sem hafa farið fram í mörg ár, segir að móðurmjólk sé hollasti valmöguleikinn fyrir ungabörn og að þjóðir skyldu vinna að því koma í veg fyrir villandi herferðir þurrmjólkurframleiðanda. Búist var við því að tillagan yrði samþykkt vandkvæðalaust en fulltrúar Ekvador hugðust leggja hana fram.New York Times greinir frá atburðum dagsins.Hótuðu hörðum tollum á Ekvador Fulltrúar Bandaríkjanna voru ekki á sama máli og vildu að tillögunni yrði vísað frá og virtust taka afstöðuna vegna hagsmuna framleiðanda þurrmjólkur. Þegar tillögunni var ekki vísað frá skiptu Bandaríkin um gír og hótuðu að leggja harða tolla á Ekvadora og að draga til baka hernaðaraðstoð sína í landinu.Ekvadorar drógu til baka tillöguna af ótta við aðgerðir Bandaríkjanna og við tók leit að nýju ríki til að bera tillöguna fram. Að sögn fulltrúa á fundinum var leitað til 12 ríkja, flest afrísk eða frá rómönsku ameríku en hótanir Bandaríkjanna komu í veg fyrir að þau tækju hlutverkið að sér. Patti Rundall, hjá bresku samtökunum Baby Milk Action sagði afstöðu Bandaríkjanna jafngilda kúgunum, Bandaríkin væru að reyna að halda allri heimsbyggðinni í gíslingu. Að lokum fór áætlun Bandaríkjanna út um þúfur þegar Rússland gekk í stað Ekvador og stóð því fyrir tillögunni. Fulltrúar Bandaríkjanna hugnaðist ekki slagur við Rússland og létu undan baráttunni.Stórveldi ættu ekki að geta ráðskast með smærri þjóðir.Ilona Kickbush hjá Alþjóðaheilbrigðissviði IHEID háskólans í Genf sagðist óttast að ríkistjórn Donald Trump gæti haft eyðileggjandi áhrif á störf WHO til dæmis við að berjast gegn Ebólusmitum og lífstílssjúkdómumum víða veröld. Rússneskur nefndarmaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið sagði við New York Times að Rússar væru ekki að reyna að vera hetjan í þessu máli. Rússum finnist það þó óeðlilegt að stórveldi á alþjóðasviði geti ráðskast með minni ríki, sérstaklega í málefnum sem skipta heimsbyggðina alla máli. Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna sagði samþykktina setja óþarfa hindranir í veg þeirra mæðra sem ekki geta gefið börnum sínum brjóstamjólk og þurfa að leita annarra leiða. Stofnunin þvertók fyrir það að hún hafi verið viðriðin hótanir gagnvart Ekvadorum.
Donald Trump Erlent Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira