Capital minnist fallinna félaga á forsíðu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. júní 2018 09:00 William Krampf, lögreglustjóri í Annapolis, ræðir við blaðamenn. Fyrir aftan hann stendur Pat Furgurson, blaðamaður hjá Capital Gazette. Nordicphotos/AFP „Fimm starfsmenn The Capital Gazette, þau Gerald Fischman, Rob Hiaasen, John McNamara, Rebecca Smith og Wendi Winters, voru myrt á fimmtudaginn þegar vopnaður maður gekk inn á skrifstofu blaðsins og hóf skothríð.“ Svona hófst forsíðufrétt bandaríska héraðsfréttablaðsins The Capital Gazette í borginni Annapolis gær. Blaðið greindi frá mannskæðri skotárás á eigin ritstjórnarskrifstofu sem kostaði fimm manns lífið en tveir aðrir særðust í árásinni.Capital minntist starfsmanna á forsíðu sinni í gær. mynd/CapitalVígamaðurinn, hinn 38 ára gamli Jarrod W. Ramos, var handtekinn á staðnum, en hann hefur átt í útistöðum við ritstjórn blaðsins undanfarin ár, eftir að blaðið greindi frá því að hann hefði ofsótt fyrrverandi skólasystur sínar. Hann hefur verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Ramos ruddist inn á skrifstofur Capital Gazette vopnaður haglabyssu eftir að hafa skotið á starfsfólk þar í gegnum rúðu. Klukkan var þá um 14.30 að staðartíma. Blaðamenn og annað starfsfólk greindi frá atburðunum er þeir gerðust á samfélagsmiðlum. William Krampf, lögreglustjórinn í Annapolis, sagði í gær að það hefði verið augljóst markmið Ramos að drepa og særa sem flesta. Blaðamenn Capital Gazette voru staðráðnir í að láta ódæðisverkið ekki stöðva útgáfu blaðsins. „Ég get sagt ykkur eitt. Við munum gefa út blað á morgun, fjandinn hafi það.“ Ramos var leiddur fyrir dómara í gær. Hann hefur á síðustu árum haft í hótunum við blaðamenn og starfsfólk Capital Gazette. Eftir umfjöllun blaðsins árið 2011 stefndi hann blaðinu fyrir meiðyrði en málinu var vísað frá þar sem Ramos gat ekki bent á rangfærslur í fréttaflutningnum. Hann var á endanum dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita blaðamennina.Jarrod W. Ramos. Hann hefur verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hann hefur lengi átt í útistöðum við blaðið. mynd/AnneArundelCapital Gazette á sér langa og ríkulega sögu. Blaðið var stofnað árið 1884 og beinir athyglinni að málefnum Annapolis-borgar. Fjölmargir blaðamenn slitu barnsskónum hjá blaðinu og héldu þaðan til stærri miðla eins og The New York Times og The Washington Post. „Blaðið okkar er eitt það elsta í Bandaríkjunum. Þetta er öflugt blað og líkt og öll önnur fréttablöð erum við fjölskylda sem vinnum þar,“ sagði Joshua McKerrow, ljósmyndari hjá Capital, í samtali við The New York Times. „Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
„Fimm starfsmenn The Capital Gazette, þau Gerald Fischman, Rob Hiaasen, John McNamara, Rebecca Smith og Wendi Winters, voru myrt á fimmtudaginn þegar vopnaður maður gekk inn á skrifstofu blaðsins og hóf skothríð.“ Svona hófst forsíðufrétt bandaríska héraðsfréttablaðsins The Capital Gazette í borginni Annapolis gær. Blaðið greindi frá mannskæðri skotárás á eigin ritstjórnarskrifstofu sem kostaði fimm manns lífið en tveir aðrir særðust í árásinni.Capital minntist starfsmanna á forsíðu sinni í gær. mynd/CapitalVígamaðurinn, hinn 38 ára gamli Jarrod W. Ramos, var handtekinn á staðnum, en hann hefur átt í útistöðum við ritstjórn blaðsins undanfarin ár, eftir að blaðið greindi frá því að hann hefði ofsótt fyrrverandi skólasystur sínar. Hann hefur verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Ramos ruddist inn á skrifstofur Capital Gazette vopnaður haglabyssu eftir að hafa skotið á starfsfólk þar í gegnum rúðu. Klukkan var þá um 14.30 að staðartíma. Blaðamenn og annað starfsfólk greindi frá atburðunum er þeir gerðust á samfélagsmiðlum. William Krampf, lögreglustjórinn í Annapolis, sagði í gær að það hefði verið augljóst markmið Ramos að drepa og særa sem flesta. Blaðamenn Capital Gazette voru staðráðnir í að láta ódæðisverkið ekki stöðva útgáfu blaðsins. „Ég get sagt ykkur eitt. Við munum gefa út blað á morgun, fjandinn hafi það.“ Ramos var leiddur fyrir dómara í gær. Hann hefur á síðustu árum haft í hótunum við blaðamenn og starfsfólk Capital Gazette. Eftir umfjöllun blaðsins árið 2011 stefndi hann blaðinu fyrir meiðyrði en málinu var vísað frá þar sem Ramos gat ekki bent á rangfærslur í fréttaflutningnum. Hann var á endanum dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita blaðamennina.Jarrod W. Ramos. Hann hefur verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hann hefur lengi átt í útistöðum við blaðið. mynd/AnneArundelCapital Gazette á sér langa og ríkulega sögu. Blaðið var stofnað árið 1884 og beinir athyglinni að málefnum Annapolis-borgar. Fjölmargir blaðamenn slitu barnsskónum hjá blaðinu og héldu þaðan til stærri miðla eins og The New York Times og The Washington Post. „Blaðið okkar er eitt það elsta í Bandaríkjunum. Þetta er öflugt blað og líkt og öll önnur fréttablöð erum við fjölskylda sem vinnum þar,“ sagði Joshua McKerrow, ljósmyndari hjá Capital, í samtali við The New York Times. „Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira