Samferðamenn Jónasar minnast félaga síns: „Mesti blaðamaður sem ég vann með“ Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2018 18:43 Jónas var einn stofnanda og ritstjóri Dagblaðsins árið 1975 og varð seinna meir ritstjóri DV í tuttugu ár, eða frá árinu 1981 til 2001. Mynd/Fréttablaðið Fjölmargir hafa minnst Jónasar Kristjánssonar blaðamanns og ritstjóra, á samfélagsmiðlum í dag. Jónas lést á hjartadeild Landspítalans í gær, 78 ára að aldri.„Þar fór einn af okkar bestu sonum of snemma. Mesti blaðamaður sem ég vann með,“ segir blaðamaðurinn Ómar Valdimarsson á Facebook-síðu sinni í dag. Óðinn Jónsson, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV, minnist Jónasar sem merkilegs frumkvöðuls í íslenskri fjölmiðlasögu og að hann hafi verið beittur penni og þjóðfélagsrýnir. „Takk fyrir allt, Jónas.“ Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, segir Jónas hafa verið snilling þegar kom að stuttum og hnitmiðuðum texta. „Það voru forréttindi að taka sín fyrstu skref í blaðamennsku undir handleiðslu hans. Ég votta aðstandendum samuð mína,“ segir Kristín.Einstaklega skarpur Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður segist hafa hitt Jónas nokkrum sinnum og að í öll skiptin hafi þeir rætt blaðamennsku. Jóhannes lýsir Jónasi sem einstaklega skörpum og að hann hafi kveikt áhuga sinn á ýmsum málum til að skoða. „Ég fylgdist miklu lengur með ferli Jónasar sem ritstjóra en hann mér sem fréttamanni og hef ávallt borið mikla virðingu fyrir honum. Jónas skrifaði mjög beitta pistla um blaðamennsku og spillingu í íslensku samfélagi um árabil. Þetta voru stuttir og hnitmiðaðir pistlar þar sem hann hrósaði og gagnrýndi blaðamennsku og benti ítrekað á hve góð blaðamennska er mikilvæg í öllum samfélögum – pistlar sem eru mikilvæg heimild um sögu blaðamennsku á Íslandi. Námskeið Jónasar um blaðamennsku sem finna má á vefsíðunni hans eru líka mikilvæg fyrir upprennandi blaðamenn og íslenska blaðamennsku um ókomin ár. Eitt mesta hrós sem ég hef fengið fyrir mín störf kom frá Jónasi, þessum merka mentor margra íslenskra blaðamanna og íslenskrar blaðamennsku. Það þykir mér óendanlega vænt um og mikill heiður,“ segir Jóhannes.Jónas var blaðamaður og ritstjóri og sinnti fjölmörgum ritstjórnarstörfum. Mynd/FréttablaðiðMargbrotinn maður Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, minnist sömuleiðis Jónasar. „Hvíl í friði kæri Jónas. Mikið sem það var auðgandi og skemmtilegt að fá að kynnast þessum margbrotna manni.“ Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir einn beittasta og skarpasta penna landsins nú hafa fallið frá. „Ég var ekki alltaf sammála honum, en oftast þó. Hann var magnaður þjóðfélagsrýnir og kunni að beita knöppu stílbragði sem ég lærði mikið af. Ég efa ekki að hann hafi skólað marga núlifandi blaðamenn í grunnþáttum blaðamennsku. Hvíl í friði. Ég mun sakna örskrifa þinna Jónas sem ég las við hvert tækifæri.“Fáir skilið eftir sig stærri spor Illugi Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, segir í Facebook-færslu sinni að fáir, ef nokkrir, íslenskir blaðamenn hafi skilið eftir sig stærri spor í faginu en Jónas Kristjánsson sem nú er fallinn frá. „Um áhrif hans á sögu hinna ýmsu fjölmiðla má margt skrifa en fyrir ungan blaðamann fyrir nokkrum áratugum var afdráttarleysi hans lærdómsríkast. Hann kenndi manni hvorttveggja að tala enga tæpitungu og reyna aldrei að þóknast valdsmönnum. Þetta voru einkenni hans fram á síðustu stund og verða mér persónulega ævinlega efst í huga. „Blaðamaður á enga vini,“ sagði Jónas en ég votta fjölskyldu hans innilega samúð,“ segir Illugi. Andlát Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Fjölmargir hafa minnst Jónasar Kristjánssonar blaðamanns og ritstjóra, á samfélagsmiðlum í dag. Jónas lést á hjartadeild Landspítalans í gær, 78 ára að aldri.„Þar fór einn af okkar bestu sonum of snemma. Mesti blaðamaður sem ég vann með,“ segir blaðamaðurinn Ómar Valdimarsson á Facebook-síðu sinni í dag. Óðinn Jónsson, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV, minnist Jónasar sem merkilegs frumkvöðuls í íslenskri fjölmiðlasögu og að hann hafi verið beittur penni og þjóðfélagsrýnir. „Takk fyrir allt, Jónas.“ Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, segir Jónas hafa verið snilling þegar kom að stuttum og hnitmiðuðum texta. „Það voru forréttindi að taka sín fyrstu skref í blaðamennsku undir handleiðslu hans. Ég votta aðstandendum samuð mína,“ segir Kristín.Einstaklega skarpur Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður segist hafa hitt Jónas nokkrum sinnum og að í öll skiptin hafi þeir rætt blaðamennsku. Jóhannes lýsir Jónasi sem einstaklega skörpum og að hann hafi kveikt áhuga sinn á ýmsum málum til að skoða. „Ég fylgdist miklu lengur með ferli Jónasar sem ritstjóra en hann mér sem fréttamanni og hef ávallt borið mikla virðingu fyrir honum. Jónas skrifaði mjög beitta pistla um blaðamennsku og spillingu í íslensku samfélagi um árabil. Þetta voru stuttir og hnitmiðaðir pistlar þar sem hann hrósaði og gagnrýndi blaðamennsku og benti ítrekað á hve góð blaðamennska er mikilvæg í öllum samfélögum – pistlar sem eru mikilvæg heimild um sögu blaðamennsku á Íslandi. Námskeið Jónasar um blaðamennsku sem finna má á vefsíðunni hans eru líka mikilvæg fyrir upprennandi blaðamenn og íslenska blaðamennsku um ókomin ár. Eitt mesta hrós sem ég hef fengið fyrir mín störf kom frá Jónasi, þessum merka mentor margra íslenskra blaðamanna og íslenskrar blaðamennsku. Það þykir mér óendanlega vænt um og mikill heiður,“ segir Jóhannes.Jónas var blaðamaður og ritstjóri og sinnti fjölmörgum ritstjórnarstörfum. Mynd/FréttablaðiðMargbrotinn maður Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, minnist sömuleiðis Jónasar. „Hvíl í friði kæri Jónas. Mikið sem það var auðgandi og skemmtilegt að fá að kynnast þessum margbrotna manni.“ Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir einn beittasta og skarpasta penna landsins nú hafa fallið frá. „Ég var ekki alltaf sammála honum, en oftast þó. Hann var magnaður þjóðfélagsrýnir og kunni að beita knöppu stílbragði sem ég lærði mikið af. Ég efa ekki að hann hafi skólað marga núlifandi blaðamenn í grunnþáttum blaðamennsku. Hvíl í friði. Ég mun sakna örskrifa þinna Jónas sem ég las við hvert tækifæri.“Fáir skilið eftir sig stærri spor Illugi Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, segir í Facebook-færslu sinni að fáir, ef nokkrir, íslenskir blaðamenn hafi skilið eftir sig stærri spor í faginu en Jónas Kristjánsson sem nú er fallinn frá. „Um áhrif hans á sögu hinna ýmsu fjölmiðla má margt skrifa en fyrir ungan blaðamann fyrir nokkrum áratugum var afdráttarleysi hans lærdómsríkast. Hann kenndi manni hvorttveggja að tala enga tæpitungu og reyna aldrei að þóknast valdsmönnum. Þetta voru einkenni hans fram á síðustu stund og verða mér persónulega ævinlega efst í huga. „Blaðamaður á enga vini,“ sagði Jónas en ég votta fjölskyldu hans innilega samúð,“ segir Illugi.
Andlát Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent