Samferðamenn Jónasar minnast félaga síns: „Mesti blaðamaður sem ég vann með“ Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2018 18:43 Jónas var einn stofnanda og ritstjóri Dagblaðsins árið 1975 og varð seinna meir ritstjóri DV í tuttugu ár, eða frá árinu 1981 til 2001. Mynd/Fréttablaðið Fjölmargir hafa minnst Jónasar Kristjánssonar blaðamanns og ritstjóra, á samfélagsmiðlum í dag. Jónas lést á hjartadeild Landspítalans í gær, 78 ára að aldri.„Þar fór einn af okkar bestu sonum of snemma. Mesti blaðamaður sem ég vann með,“ segir blaðamaðurinn Ómar Valdimarsson á Facebook-síðu sinni í dag. Óðinn Jónsson, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV, minnist Jónasar sem merkilegs frumkvöðuls í íslenskri fjölmiðlasögu og að hann hafi verið beittur penni og þjóðfélagsrýnir. „Takk fyrir allt, Jónas.“ Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, segir Jónas hafa verið snilling þegar kom að stuttum og hnitmiðuðum texta. „Það voru forréttindi að taka sín fyrstu skref í blaðamennsku undir handleiðslu hans. Ég votta aðstandendum samuð mína,“ segir Kristín.Einstaklega skarpur Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður segist hafa hitt Jónas nokkrum sinnum og að í öll skiptin hafi þeir rætt blaðamennsku. Jóhannes lýsir Jónasi sem einstaklega skörpum og að hann hafi kveikt áhuga sinn á ýmsum málum til að skoða. „Ég fylgdist miklu lengur með ferli Jónasar sem ritstjóra en hann mér sem fréttamanni og hef ávallt borið mikla virðingu fyrir honum. Jónas skrifaði mjög beitta pistla um blaðamennsku og spillingu í íslensku samfélagi um árabil. Þetta voru stuttir og hnitmiðaðir pistlar þar sem hann hrósaði og gagnrýndi blaðamennsku og benti ítrekað á hve góð blaðamennska er mikilvæg í öllum samfélögum – pistlar sem eru mikilvæg heimild um sögu blaðamennsku á Íslandi. Námskeið Jónasar um blaðamennsku sem finna má á vefsíðunni hans eru líka mikilvæg fyrir upprennandi blaðamenn og íslenska blaðamennsku um ókomin ár. Eitt mesta hrós sem ég hef fengið fyrir mín störf kom frá Jónasi, þessum merka mentor margra íslenskra blaðamanna og íslenskrar blaðamennsku. Það þykir mér óendanlega vænt um og mikill heiður,“ segir Jóhannes.Jónas var blaðamaður og ritstjóri og sinnti fjölmörgum ritstjórnarstörfum. Mynd/FréttablaðiðMargbrotinn maður Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, minnist sömuleiðis Jónasar. „Hvíl í friði kæri Jónas. Mikið sem það var auðgandi og skemmtilegt að fá að kynnast þessum margbrotna manni.“ Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir einn beittasta og skarpasta penna landsins nú hafa fallið frá. „Ég var ekki alltaf sammála honum, en oftast þó. Hann var magnaður þjóðfélagsrýnir og kunni að beita knöppu stílbragði sem ég lærði mikið af. Ég efa ekki að hann hafi skólað marga núlifandi blaðamenn í grunnþáttum blaðamennsku. Hvíl í friði. Ég mun sakna örskrifa þinna Jónas sem ég las við hvert tækifæri.“Fáir skilið eftir sig stærri spor Illugi Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, segir í Facebook-færslu sinni að fáir, ef nokkrir, íslenskir blaðamenn hafi skilið eftir sig stærri spor í faginu en Jónas Kristjánsson sem nú er fallinn frá. „Um áhrif hans á sögu hinna ýmsu fjölmiðla má margt skrifa en fyrir ungan blaðamann fyrir nokkrum áratugum var afdráttarleysi hans lærdómsríkast. Hann kenndi manni hvorttveggja að tala enga tæpitungu og reyna aldrei að þóknast valdsmönnum. Þetta voru einkenni hans fram á síðustu stund og verða mér persónulega ævinlega efst í huga. „Blaðamaður á enga vini,“ sagði Jónas en ég votta fjölskyldu hans innilega samúð,“ segir Illugi. Andlát Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Fjölmargir hafa minnst Jónasar Kristjánssonar blaðamanns og ritstjóra, á samfélagsmiðlum í dag. Jónas lést á hjartadeild Landspítalans í gær, 78 ára að aldri.„Þar fór einn af okkar bestu sonum of snemma. Mesti blaðamaður sem ég vann með,“ segir blaðamaðurinn Ómar Valdimarsson á Facebook-síðu sinni í dag. Óðinn Jónsson, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV, minnist Jónasar sem merkilegs frumkvöðuls í íslenskri fjölmiðlasögu og að hann hafi verið beittur penni og þjóðfélagsrýnir. „Takk fyrir allt, Jónas.“ Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, segir Jónas hafa verið snilling þegar kom að stuttum og hnitmiðuðum texta. „Það voru forréttindi að taka sín fyrstu skref í blaðamennsku undir handleiðslu hans. Ég votta aðstandendum samuð mína,“ segir Kristín.Einstaklega skarpur Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður segist hafa hitt Jónas nokkrum sinnum og að í öll skiptin hafi þeir rætt blaðamennsku. Jóhannes lýsir Jónasi sem einstaklega skörpum og að hann hafi kveikt áhuga sinn á ýmsum málum til að skoða. „Ég fylgdist miklu lengur með ferli Jónasar sem ritstjóra en hann mér sem fréttamanni og hef ávallt borið mikla virðingu fyrir honum. Jónas skrifaði mjög beitta pistla um blaðamennsku og spillingu í íslensku samfélagi um árabil. Þetta voru stuttir og hnitmiðaðir pistlar þar sem hann hrósaði og gagnrýndi blaðamennsku og benti ítrekað á hve góð blaðamennska er mikilvæg í öllum samfélögum – pistlar sem eru mikilvæg heimild um sögu blaðamennsku á Íslandi. Námskeið Jónasar um blaðamennsku sem finna má á vefsíðunni hans eru líka mikilvæg fyrir upprennandi blaðamenn og íslenska blaðamennsku um ókomin ár. Eitt mesta hrós sem ég hef fengið fyrir mín störf kom frá Jónasi, þessum merka mentor margra íslenskra blaðamanna og íslenskrar blaðamennsku. Það þykir mér óendanlega vænt um og mikill heiður,“ segir Jóhannes.Jónas var blaðamaður og ritstjóri og sinnti fjölmörgum ritstjórnarstörfum. Mynd/FréttablaðiðMargbrotinn maður Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, minnist sömuleiðis Jónasar. „Hvíl í friði kæri Jónas. Mikið sem það var auðgandi og skemmtilegt að fá að kynnast þessum margbrotna manni.“ Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir einn beittasta og skarpasta penna landsins nú hafa fallið frá. „Ég var ekki alltaf sammála honum, en oftast þó. Hann var magnaður þjóðfélagsrýnir og kunni að beita knöppu stílbragði sem ég lærði mikið af. Ég efa ekki að hann hafi skólað marga núlifandi blaðamenn í grunnþáttum blaðamennsku. Hvíl í friði. Ég mun sakna örskrifa þinna Jónas sem ég las við hvert tækifæri.“Fáir skilið eftir sig stærri spor Illugi Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, segir í Facebook-færslu sinni að fáir, ef nokkrir, íslenskir blaðamenn hafi skilið eftir sig stærri spor í faginu en Jónas Kristjánsson sem nú er fallinn frá. „Um áhrif hans á sögu hinna ýmsu fjölmiðla má margt skrifa en fyrir ungan blaðamann fyrir nokkrum áratugum var afdráttarleysi hans lærdómsríkast. Hann kenndi manni hvorttveggja að tala enga tæpitungu og reyna aldrei að þóknast valdsmönnum. Þetta voru einkenni hans fram á síðustu stund og verða mér persónulega ævinlega efst í huga. „Blaðamaður á enga vini,“ sagði Jónas en ég votta fjölskyldu hans innilega samúð,“ segir Illugi.
Andlát Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira