New York í mál við Bandaríkjastjórn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júní 2018 14:06 New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. Vísir/getty New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá ákvörðuninni á vef borgarinnar. Cuomo er verulega gagnrýninn á stjórnvöld fyrir harðneskjulega framgöngu í garð innflytjenda við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó en ný stefna í innflytjendamálum sem ber heitir „ekkert umburðarlyndi“ felur í sér að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið.Sum börnin hafa þurft að dvelja vikum saman í flóttamannabúðum við landamærin.Vísir/EPACuomo byggir málsóknina á grundvelli þess að Bandaríkjastjórn brjóti á stjórnarskrárvörðum rétti þeirra barna og foreldra sem hafa verið aðskilin við landamærin. Hann segist vita til þess að um sjötíu börn séu vistuð á ríkisreknum stofnunum víðs vegar um New York ríki og talið er að þeim muni fjölga. New York ríki höfði málið til þess að tryggja heilsu og velferð barnanna. Á vef New York ríkis gerir ríkisstjórinn grein fyrir ákvörðuninni. Hann segir að Trump-stjórnin sýni af sér alvarlegan siðferðisbrest með nýju stefnunni og að framfylgd hennar sé í raun mannlegur harmleikur. „Það skal ekki líðast að yfirvöld brjóti á stjórnarskrárvörðum rétti barna og foreldra þeirra. New York-ríki mun beita sér í þeirra þágu og höfða mál til þess að stöðva þessa harðvítugu og úthugsuðu árás á samfélög innflytjenda og binda enda á þessa miskunnarlausu stefnu í eitt skipti fyrir allt.“The Trump administration's policy to tear apart families is a moral failing and a human tragedy. We will not tolerate the Constitutional rights of children and their parents being violated by our federal government. This heartless policy must end once and for all.— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) June 19, 2018 Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24 Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira
New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá ákvörðuninni á vef borgarinnar. Cuomo er verulega gagnrýninn á stjórnvöld fyrir harðneskjulega framgöngu í garð innflytjenda við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó en ný stefna í innflytjendamálum sem ber heitir „ekkert umburðarlyndi“ felur í sér að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið.Sum börnin hafa þurft að dvelja vikum saman í flóttamannabúðum við landamærin.Vísir/EPACuomo byggir málsóknina á grundvelli þess að Bandaríkjastjórn brjóti á stjórnarskrárvörðum rétti þeirra barna og foreldra sem hafa verið aðskilin við landamærin. Hann segist vita til þess að um sjötíu börn séu vistuð á ríkisreknum stofnunum víðs vegar um New York ríki og talið er að þeim muni fjölga. New York ríki höfði málið til þess að tryggja heilsu og velferð barnanna. Á vef New York ríkis gerir ríkisstjórinn grein fyrir ákvörðuninni. Hann segir að Trump-stjórnin sýni af sér alvarlegan siðferðisbrest með nýju stefnunni og að framfylgd hennar sé í raun mannlegur harmleikur. „Það skal ekki líðast að yfirvöld brjóti á stjórnarskrárvörðum rétti barna og foreldra þeirra. New York-ríki mun beita sér í þeirra þágu og höfða mál til þess að stöðva þessa harðvítugu og úthugsuðu árás á samfélög innflytjenda og binda enda á þessa miskunnarlausu stefnu í eitt skipti fyrir allt.“The Trump administration's policy to tear apart families is a moral failing and a human tragedy. We will not tolerate the Constitutional rights of children and their parents being violated by our federal government. This heartless policy must end once and for all.— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) June 19, 2018
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24 Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira
Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24
Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30
Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28
Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51