Íslendingur handtekinn í Moskvu en náði leiknum gegn Argentínu Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 20. júní 2018 17:04 Knattspyrnukempan fyrrverandi Stan Collymore fer yfir málin með íslenskum lögregluþjónum í Moskvu um helgina. Ríkislögreglustjóri Íslenskur stuðningsmaður karlalandsliðsins í knattspyrnu var handtekinn í aðdraganda leiks Argentínu og Íslands í Moskvu fyrir óspektir. Hann var hluti af skipulagðri ferð frá Íslandi á leikinn. Snör handtök fararstjóra og aðstoð frá sendiráði Íslands í Moskvu urðu til þess að hann náði hinum sögulega leik. Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra er annar tveggja íslenskra lögregulmanna í stjórnstöðinni í Moskvu. Þar eru fulltrúar allra þjóðanna sem keppa á HM, skiptast á upplýsingum og vinna saman að því að tryggja öryggi fólks í Rússlandi.Þessi stuðningsmaður Argentínu var ekki í neinu sérstöku stuði fyrir myndatöku.Ríkislögreglustjóri„Þetta er með svipuðu sniði og í Frakklandi,“ segir Tjörvi sem var í sambærilegri stjórnstöð í París á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Auk þeirra þriggja eru þrjú sem fara til borganna þar sem íslenska liðið keppir, þ.e. Moskvu, Volgograd og Rostov við Don. Alls samanlagt þrjár konur og tveir karlar í teymi íslenskra lögreglumanna í Rússlandi. Blaðamaður ræddi við Tjörva á sunnudaginn og sagði hann þá ekkert meiriháttar hafa komið upp, ef frá væri talin handtakan. „Auðvitað hafa komið upp mál sem snúa að miðasvikum og þjófnaði,“ segir Tjörvi. Engin tilfelli um Íslendinga hafi þó borist á hans borð. Tilkynningar um þjófnað til rússnesku lögreglunnar berist þó ekki endilega á hans borð þótt um Íslendinga hafi verið að ræða.Íslenska lögreglan á leiknum i Moskvu.RíkislögreglustjóriMesti munurinn á því sem var í Frakklandi segir Tjörvi að þá hafi mun fleiri verið á eigin vegum. Stór hluti í Rússlandi sé í skipulögðum hópferðum. Fólk komi út rétt fyrir leik og haldi svo heim stuttu eftir leik. „Það er ekki eins mikil samsöfnun af Íslendingum í Rússlandi eins og í Frakklandi,“ segir hann. Þar hafi fólk dvalið lengur, leigt sér hús og verið með fjölskylduna í sumarfríi. Hann segir allt hafa gengið ótrúlega smurt fyrir sig. Í stjórnstöðinni situr íslenska lögreglufólkið einmitt við hliðina á því argentínska. Þau skiptust á upplýsingum fyrir leikinn á laugardaginn.Tjöri Einarsson í stjórnstöðinni í Moskvu.Ríkislögreglustjórinn„Vorum í stöðugum samskiptum. Þeir vissu hvar íslenska stuðningsfólki yrði og við hvar þeir argentínsku myndu safnast saman. Þetta er vinalegt samstarf og mjög gagnlegt.“ Á meðan á leiknum stóð voru miklar tilfinningar, líka hjá lögreglufólki. „Ég varð sjálfum mér aftur að athlægi á þessu móti með viðbrögðum við leik í stjórnstöðinni, hoppandi og gargandi,“ segir Tjörvi léttur. Flestir séu spenntir fyrir sínu landi og það sjáist vel að fólki sé ekki sama þegar þjóðin sín spili. „En auðvitað er allt í bróðerni og vináttu.“ HM 2018 í Rússlandi Lögreglumál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Íslenskur stuðningsmaður karlalandsliðsins í knattspyrnu var handtekinn í aðdraganda leiks Argentínu og Íslands í Moskvu fyrir óspektir. Hann var hluti af skipulagðri ferð frá Íslandi á leikinn. Snör handtök fararstjóra og aðstoð frá sendiráði Íslands í Moskvu urðu til þess að hann náði hinum sögulega leik. Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra er annar tveggja íslenskra lögregulmanna í stjórnstöðinni í Moskvu. Þar eru fulltrúar allra þjóðanna sem keppa á HM, skiptast á upplýsingum og vinna saman að því að tryggja öryggi fólks í Rússlandi.Þessi stuðningsmaður Argentínu var ekki í neinu sérstöku stuði fyrir myndatöku.Ríkislögreglustjóri„Þetta er með svipuðu sniði og í Frakklandi,“ segir Tjörvi sem var í sambærilegri stjórnstöð í París á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Auk þeirra þriggja eru þrjú sem fara til borganna þar sem íslenska liðið keppir, þ.e. Moskvu, Volgograd og Rostov við Don. Alls samanlagt þrjár konur og tveir karlar í teymi íslenskra lögreglumanna í Rússlandi. Blaðamaður ræddi við Tjörva á sunnudaginn og sagði hann þá ekkert meiriháttar hafa komið upp, ef frá væri talin handtakan. „Auðvitað hafa komið upp mál sem snúa að miðasvikum og þjófnaði,“ segir Tjörvi. Engin tilfelli um Íslendinga hafi þó borist á hans borð. Tilkynningar um þjófnað til rússnesku lögreglunnar berist þó ekki endilega á hans borð þótt um Íslendinga hafi verið að ræða.Íslenska lögreglan á leiknum i Moskvu.RíkislögreglustjóriMesti munurinn á því sem var í Frakklandi segir Tjörvi að þá hafi mun fleiri verið á eigin vegum. Stór hluti í Rússlandi sé í skipulögðum hópferðum. Fólk komi út rétt fyrir leik og haldi svo heim stuttu eftir leik. „Það er ekki eins mikil samsöfnun af Íslendingum í Rússlandi eins og í Frakklandi,“ segir hann. Þar hafi fólk dvalið lengur, leigt sér hús og verið með fjölskylduna í sumarfríi. Hann segir allt hafa gengið ótrúlega smurt fyrir sig. Í stjórnstöðinni situr íslenska lögreglufólkið einmitt við hliðina á því argentínska. Þau skiptust á upplýsingum fyrir leikinn á laugardaginn.Tjöri Einarsson í stjórnstöðinni í Moskvu.Ríkislögreglustjórinn„Vorum í stöðugum samskiptum. Þeir vissu hvar íslenska stuðningsfólki yrði og við hvar þeir argentínsku myndu safnast saman. Þetta er vinalegt samstarf og mjög gagnlegt.“ Á meðan á leiknum stóð voru miklar tilfinningar, líka hjá lögreglufólki. „Ég varð sjálfum mér aftur að athlægi á þessu móti með viðbrögðum við leik í stjórnstöðinni, hoppandi og gargandi,“ segir Tjörvi léttur. Flestir séu spenntir fyrir sínu landi og það sjáist vel að fólki sé ekki sama þegar þjóðin sín spili. „En auðvitað er allt í bróðerni og vináttu.“
HM 2018 í Rússlandi Lögreglumál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira