Strembið ár en nýtur hverrar stundar og pínir stelpurnar áfram Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 21. júní 2018 13:30 Kærustur og eiginkonur gerðu sér glaðan dag í Moskvu og fóru út að borða á einum flottasta veitingastað borgarinnar. Úr einkasafni Kristbjörg Jónasdóttir er komin 30 vikur á leið. Hún er á ferðalagi um Rússland eins og fjöldi annarra Íslendinga en hennar ferðalag er nokkuð öðruvísi. Hún er ein af stelpunum á bak við strákana okkar. Eiginkona Arons Einars Gunnarssonar til rúmlega eins árs og fór með honum í gegnum tilfinningarússíbana undanfarið hálft ár þar sem fram á síðustu stundu var óvíst hvort landsliðsfyrirliðinn gæti spilað draumaleikinn gegn Argentínu. Leikinn sem varð að sögulegu jafntefli sem vonandi hefur gefið landsliðinu byr undir báða vængi fyrir leikinn gegn Nígeríu á morgun. Stelpurnar í Sendiráði Íslands í Moskvu. Lengst til hægri er sendiherrann Berglind Ásgeirsdóttir.Úr einkasafniMikill munur að vera allir saman Kristbjörg var að sjálfsögðu í Frakklandi fyrir tveimur árum, í Evrópuævintýri okkar manna. Þá dvaldi Kristbjörg ásamt stórfjölskyldu Arons Einars í stóru sumarhúsi við Annecy, franska alpabænum þar sem landsliðið hafði bækistöð. Þangað gat Aron heimsótt fjölskylduna þegar færi gafst. Allt voðalega næs og kósý. „Þetta er dálítið öðruvísi núna,“ segir Kristbjörg sem flakkar nú um Rússland með kærustum, eiginkonum og aðstandendum leikmanna. Hún útskýrir að Knattspyrnusamband Íslands og Vita ferðir hafi tekið sig saman um að plana sem þægilegustu ferð fyrir fjölskyldur leikmanna. „Það eru ekki margir sem hafa komið til Rússlands og öllum fannst flóknara að græja hina og þessa hluti sjálfur. Í Frakklandi var svo auðvelt að ferðast á milli staða, að geta hoppað út á einn og einn leik, en þetta er flóknara hér,“ segir Kristbjörg. Því hafi verið hent í pakkaferð. „Allar fjölskyldurnar og aðstandendur eru saman á hóteli sem hefur búið til mjög skemmtilega stemmningu í kringum þetta allt saman. Maður finnur fyrir því hvað það er mikill munur að vera svona allir saman,“ segir Kristbjörg.Kristbjörg, lengst til vinstri ásamt nokkrum kærustum og eiginkonum sem mættu í ræktina þann daginn. Frá vinstri: Guðlaug Elísa (Gulla), Sibba Hjörleifs, Jóna Vestfjörð og Ása Reginsdóttir.Úr einkasafniÚt að borða á geggjuðum stað Stelpurnar hafa þétt hópinn og gert ýmislegt saman. Í Moskvu fóru þær meðal annars í boð í Sendiráð Íslands í Moskvu til sendiherrans Berglindar Ásgeirsdóttur. „Þetta var smá kaffiboð í sendiráðinu,“ segir Kristbjörg og ekki er annað að sjá en stelpurnar hafi notið sín í heimsókninni ef marka má færslur þeirra á samfélagsmiðlum. Líkt og leikmenn landsliðsins eru þær flestar öflugar á samfélagsmiðlum, sérstaklega Instagram, og mátti sjá margar myndir úr boðinu þar. „Svo fórum við stelpurnar út að borða í fyrrakvöld. Við áttum pantað borð á Cafe Pushkin. Á heimasíðu veitingarstaðarins kemur fram að ekki sé hægt að bóka borð fyrr en eftir 16. júlí. Hann er sem sagt nokkuð vinsæll. „Svo höfum við verið rosalega duglegar að kíkja á æfingar saman á morgnana, fara saman að borða í hádeginu og í skoðunarferðir.“Stebbi sjúkraþjálfari með Rúrik Gíslason í nuddi á hóteli strákanna í Kabardinka. Af fylgjendafjölda Rúriks er það að frétta að þeir, eða öllu heldur þær, eru orðnar rúmlega 700 þúsund.Þorgrímur ÞráinssonAldrei vitað annað eins og með Rúrik Þegar kemur að líkamsrækt og æfingum stendur Kristbjörg vel að vígi. Hún er afrekskona í fitness og er einkaþjálfari. Svo vel gengur í þjálfuninni að hún hefur tjáð áhugasömum fylgjendum á Instagram, sem eru fjölmargir, að engin pláss séu laus í augnablikinu. Eins og margir sem njóta vinsælda á Instagram svarar hún stundum spurningum á miðlinum þegar hún hefur ekki tök á að svara hverjum og einum í skilaboðum. „Það hefur bæst vel við af fylgjendum upp á síðkastið. Kannski fólk sem veit ekkert mikið um mann en skoðar myndir og sér hvað maður hefur verið að gera áður,“ segir Kristbjörg. Fylgjendurnir virðast forvitnir um árangur hennar í fitness og hvort hún ætli að keppa aftur í greininni. Hún efast um það en útilokar ekki neitt.Að neðan má sjá frá keppni Kristbjargar í fitness fyrir nokkrum árum. „Það er alltaf slatti af spurningum sem maður nær ekkert alltaf að svara þótt maður reyni eftir fremsta megni. En það hefur verið mikil eftirspurn eftir þjálfuninni hjá mér. Því miður er allt fullbókað þar og ég get ekki tekið fleiri að mér fyrr en í haust.“ Spurð um áreiti saman borið við Rúrik Gíslason sem stefnir í milljón fylgjendur á Instagram á næstu dögum skellir Kristbjörg upp úr. „Þetta er náttúrulega rosalegt dæmi með Rúrik. Ég hef aldrei vitað annað eins.“Jóna Vestfjörð er lögfræðingur og býr í Búlgaríu ásamt Hólmari Erni.Úr einkasafniPínir hinar stelpurnar í ræktinni Vinkonur hennar, kærustur og eiginkonur í landsliðinu, njóta góðs af samverunni með Kristbjörgu í Rússlandi. Kristbjörg býður upp á þjálfun á hverjum morgni í líkamsræktarstöð hótelsins og hrósar stelpunum.Ég er búin að vera ansi heppin að fá að pína þær svolítið áfram segir Kristbjörg sem sjálf er gengin 30 vikur með annan son þeirra Arons Einars. „Það er ótrúlega gaman að því. Þær eru allar hörkuduglegar og klárar í svona áskorun. Ég hef rosalega gaman af því.“ Kristbjörg er á ferðinni með foreldrum Arons þeim Jónu Arnórsdóttur og Gunnari Malmquist hér í Rússlandi. Þá á hún von á góðri vinkonu í dag sem hún hlakkar mikið til að hitta. Kveðjukoss fyrir brottför. Kristbjörg Jónasdóttir smellir einum á landsliðsfyrirliðann laugardaginn 9. júní.Vísir/EgillTilfinningaþrungin stund Óhætt er að segja að stundin hafi verið tilfinningaþrunin þegar Aron Einar gekk inn á völlinn gegn Argentínu. Hann hefur sjálfur líst því hvernig hann þerraði tárin fyrir leik áður en hann gekk með dreng í hjólastól inn á Spartak-leikvanginn. Hann fór strax í návígi, hristi úr sér skrekkinn og spilaði stórvel í 75 mínútur. „Það er svo mikið af tilfinningum í gangi að maður veit ekki hvað er hvað,“ segir KristbjörgÞetta hefur verið frekar strembið ár. Kristbjörg rifjar upp að Aron Einar hafi fyrst farið í aðgerð í desember þegar hálft ár var í heimsmeistaramótið. En svo kom áfallið í lok apríl og önnur aðgerð. Klukkan tifaði. „Það varð að okkar sameiginlega markmiði að koma honum í gang, eftir hvaða leiðum sem er, svo hann myndi ekki missa af þessu. Og það gekk eftir,“ segir Kristbjörg. „Þegar hann gekk inn á völlinn var þetta rosalega tilfinningaþrungin stund,“ segir Kristbjörg sem sat í hafi íslenskra stuðningsmanna þangað sem leikmenn komu eftir leik og kysstu og knúsuðu sína heittelskuðu. Markmiðum náð og gott betur.Kristbjörg og Aron geisluðu í Hallgrímskirkju í fyrra.Vísir/Andri MarinóÖllu vön þegar kemur að einkalífi og landsliðinu Þann 17. júní fögnuðu Aron og Kristbjörg svo eins árs brúðkaupsafmæli. Þau gengu í það heilaga í Hallgrímskirkju þjóðhátíðardaginn í fyrra í brúðkaupi sem vakti eðli málsins samkvæmt töluverða athygli. Hálft landsliðið mætt í veisluna og líklega fáir sem mótmæla því að þarna fari ein flottustu hjón landsins. „Það er allt að gerast á sama tíma. En ég er öllu vön þegar kemur að landsliðinu og mínu einkalífi,“ segir Kristbjörg. Sem fyrr segir er Kristbjörg kominn 30 vikur á leið en fyrir eiga þau Aron soninn Óliver Breka sem er þriggja ára. Hann er heima á Íslandi hjá foreldrum Kristbjargar. Hún taldi það skynsamlegra að hafa hann í rútínunni en að draga hann fram og til baka um Rússland.Ása Reginsdóttir, eiginkona Emils Hallfreðssonar, tekur á því í ræktina. Hér er hún með teygju sem Kristbjörg er með til sölu.Úr einkasafniAmma og afi til bjargar „Mamma og pabbi tóku það á sig að vera heima með Óliver litla. Þau urðu eftir heima í þetta skiptið en það er aldrei að vita, þegar strákarnir komast áfram, nema við fljúgum þeim út,“ segir Kristbjörg. Strákarnir hennar eru því báðir fjarri henni sem er einkennileg staða. „Maður er farinn að sakna þeirra,“ segir Kristbjörg sem fær þó að hitta Aron Einar í Volgograd í dag þegar leikmenn fá stund með sínu nánast. „Sem að verður mjög skemmtilegt.“Kristbjörg er með tengdaforeldrunum í Rússlandi.Vísir/Kolbeinn TumiÁkveðið frí fyrir mömmuna Fjarvera frá strákunum sé skrýtin en Kristbjörg kann þá list betur en flestir að líta á björtu hliðarnar. „Þetta er frekar skrýtið og mjög erfitt en þetta er líka bara ákveðið frí fyrir mig,“ segir Kristbjörg. „Ég er að reyna að njóta eftir fremsta megni,“ bætir hún við. Greinilegt að hún lifir í núinu. „Maður veit aldrei hvenær maður kemst á svona stóran viðburð aftur. Ég er ótrúlega ánægð fyrir hönd Arons og verð bara að styðja hann alla leið.“ Að loknum tveggja klukkstunda hittingi með strákunum í dag ætlar Kristbjörg að slappa af. „Kannski förum við í skoðunarferð. Það fer svolítið eftir flugunum hvort maður hangi inni á hóteli eða ekki.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kristbjörg frumsýnir nýtt, stórt og glæsilegt ugluhúðflúr Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, sýndi fylgjendum sínum á Instagram nýtt húðflúr sem hún fékk sér á dögunum. 22. nóvember 2017 12:30 Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14 Aron Einar og Kristbjörg tilkynntu um kynið með krúttlegu myndbandi Aron Einar Gunnarsson, atvinnumaður í knattspyrnu og fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og eiginkona hans, Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, eiga von á strák. 8. apríl 2018 18:04 Emil tók lagið með Páli Óskari í eigin brúðkaupi: „Hann syngur eins og engill“ "Já, hann kom mér á óvart með því að syngja, hann syngur eins og engill,“ sagði Ása María Reginsdóttir, eiginkona knattspyrnumannsins Emils Hallfreðssonar, sem var til umfjöllunar í þættinum Atvinnumennirnir okkar í umsjón Auðuns Blöndal á Stöð 2 í gærkvöldi. 11. janúar 2016 15:15 Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Sjá meira
Kristbjörg Jónasdóttir er komin 30 vikur á leið. Hún er á ferðalagi um Rússland eins og fjöldi annarra Íslendinga en hennar ferðalag er nokkuð öðruvísi. Hún er ein af stelpunum á bak við strákana okkar. Eiginkona Arons Einars Gunnarssonar til rúmlega eins árs og fór með honum í gegnum tilfinningarússíbana undanfarið hálft ár þar sem fram á síðustu stundu var óvíst hvort landsliðsfyrirliðinn gæti spilað draumaleikinn gegn Argentínu. Leikinn sem varð að sögulegu jafntefli sem vonandi hefur gefið landsliðinu byr undir báða vængi fyrir leikinn gegn Nígeríu á morgun. Stelpurnar í Sendiráði Íslands í Moskvu. Lengst til hægri er sendiherrann Berglind Ásgeirsdóttir.Úr einkasafniMikill munur að vera allir saman Kristbjörg var að sjálfsögðu í Frakklandi fyrir tveimur árum, í Evrópuævintýri okkar manna. Þá dvaldi Kristbjörg ásamt stórfjölskyldu Arons Einars í stóru sumarhúsi við Annecy, franska alpabænum þar sem landsliðið hafði bækistöð. Þangað gat Aron heimsótt fjölskylduna þegar færi gafst. Allt voðalega næs og kósý. „Þetta er dálítið öðruvísi núna,“ segir Kristbjörg sem flakkar nú um Rússland með kærustum, eiginkonum og aðstandendum leikmanna. Hún útskýrir að Knattspyrnusamband Íslands og Vita ferðir hafi tekið sig saman um að plana sem þægilegustu ferð fyrir fjölskyldur leikmanna. „Það eru ekki margir sem hafa komið til Rússlands og öllum fannst flóknara að græja hina og þessa hluti sjálfur. Í Frakklandi var svo auðvelt að ferðast á milli staða, að geta hoppað út á einn og einn leik, en þetta er flóknara hér,“ segir Kristbjörg. Því hafi verið hent í pakkaferð. „Allar fjölskyldurnar og aðstandendur eru saman á hóteli sem hefur búið til mjög skemmtilega stemmningu í kringum þetta allt saman. Maður finnur fyrir því hvað það er mikill munur að vera svona allir saman,“ segir Kristbjörg.Kristbjörg, lengst til vinstri ásamt nokkrum kærustum og eiginkonum sem mættu í ræktina þann daginn. Frá vinstri: Guðlaug Elísa (Gulla), Sibba Hjörleifs, Jóna Vestfjörð og Ása Reginsdóttir.Úr einkasafniÚt að borða á geggjuðum stað Stelpurnar hafa þétt hópinn og gert ýmislegt saman. Í Moskvu fóru þær meðal annars í boð í Sendiráð Íslands í Moskvu til sendiherrans Berglindar Ásgeirsdóttur. „Þetta var smá kaffiboð í sendiráðinu,“ segir Kristbjörg og ekki er annað að sjá en stelpurnar hafi notið sín í heimsókninni ef marka má færslur þeirra á samfélagsmiðlum. Líkt og leikmenn landsliðsins eru þær flestar öflugar á samfélagsmiðlum, sérstaklega Instagram, og mátti sjá margar myndir úr boðinu þar. „Svo fórum við stelpurnar út að borða í fyrrakvöld. Við áttum pantað borð á Cafe Pushkin. Á heimasíðu veitingarstaðarins kemur fram að ekki sé hægt að bóka borð fyrr en eftir 16. júlí. Hann er sem sagt nokkuð vinsæll. „Svo höfum við verið rosalega duglegar að kíkja á æfingar saman á morgnana, fara saman að borða í hádeginu og í skoðunarferðir.“Stebbi sjúkraþjálfari með Rúrik Gíslason í nuddi á hóteli strákanna í Kabardinka. Af fylgjendafjölda Rúriks er það að frétta að þeir, eða öllu heldur þær, eru orðnar rúmlega 700 þúsund.Þorgrímur ÞráinssonAldrei vitað annað eins og með Rúrik Þegar kemur að líkamsrækt og æfingum stendur Kristbjörg vel að vígi. Hún er afrekskona í fitness og er einkaþjálfari. Svo vel gengur í þjálfuninni að hún hefur tjáð áhugasömum fylgjendum á Instagram, sem eru fjölmargir, að engin pláss séu laus í augnablikinu. Eins og margir sem njóta vinsælda á Instagram svarar hún stundum spurningum á miðlinum þegar hún hefur ekki tök á að svara hverjum og einum í skilaboðum. „Það hefur bæst vel við af fylgjendum upp á síðkastið. Kannski fólk sem veit ekkert mikið um mann en skoðar myndir og sér hvað maður hefur verið að gera áður,“ segir Kristbjörg. Fylgjendurnir virðast forvitnir um árangur hennar í fitness og hvort hún ætli að keppa aftur í greininni. Hún efast um það en útilokar ekki neitt.Að neðan má sjá frá keppni Kristbjargar í fitness fyrir nokkrum árum. „Það er alltaf slatti af spurningum sem maður nær ekkert alltaf að svara þótt maður reyni eftir fremsta megni. En það hefur verið mikil eftirspurn eftir þjálfuninni hjá mér. Því miður er allt fullbókað þar og ég get ekki tekið fleiri að mér fyrr en í haust.“ Spurð um áreiti saman borið við Rúrik Gíslason sem stefnir í milljón fylgjendur á Instagram á næstu dögum skellir Kristbjörg upp úr. „Þetta er náttúrulega rosalegt dæmi með Rúrik. Ég hef aldrei vitað annað eins.“Jóna Vestfjörð er lögfræðingur og býr í Búlgaríu ásamt Hólmari Erni.Úr einkasafniPínir hinar stelpurnar í ræktinni Vinkonur hennar, kærustur og eiginkonur í landsliðinu, njóta góðs af samverunni með Kristbjörgu í Rússlandi. Kristbjörg býður upp á þjálfun á hverjum morgni í líkamsræktarstöð hótelsins og hrósar stelpunum.Ég er búin að vera ansi heppin að fá að pína þær svolítið áfram segir Kristbjörg sem sjálf er gengin 30 vikur með annan son þeirra Arons Einars. „Það er ótrúlega gaman að því. Þær eru allar hörkuduglegar og klárar í svona áskorun. Ég hef rosalega gaman af því.“ Kristbjörg er á ferðinni með foreldrum Arons þeim Jónu Arnórsdóttur og Gunnari Malmquist hér í Rússlandi. Þá á hún von á góðri vinkonu í dag sem hún hlakkar mikið til að hitta. Kveðjukoss fyrir brottför. Kristbjörg Jónasdóttir smellir einum á landsliðsfyrirliðann laugardaginn 9. júní.Vísir/EgillTilfinningaþrungin stund Óhætt er að segja að stundin hafi verið tilfinningaþrunin þegar Aron Einar gekk inn á völlinn gegn Argentínu. Hann hefur sjálfur líst því hvernig hann þerraði tárin fyrir leik áður en hann gekk með dreng í hjólastól inn á Spartak-leikvanginn. Hann fór strax í návígi, hristi úr sér skrekkinn og spilaði stórvel í 75 mínútur. „Það er svo mikið af tilfinningum í gangi að maður veit ekki hvað er hvað,“ segir KristbjörgÞetta hefur verið frekar strembið ár. Kristbjörg rifjar upp að Aron Einar hafi fyrst farið í aðgerð í desember þegar hálft ár var í heimsmeistaramótið. En svo kom áfallið í lok apríl og önnur aðgerð. Klukkan tifaði. „Það varð að okkar sameiginlega markmiði að koma honum í gang, eftir hvaða leiðum sem er, svo hann myndi ekki missa af þessu. Og það gekk eftir,“ segir Kristbjörg. „Þegar hann gekk inn á völlinn var þetta rosalega tilfinningaþrungin stund,“ segir Kristbjörg sem sat í hafi íslenskra stuðningsmanna þangað sem leikmenn komu eftir leik og kysstu og knúsuðu sína heittelskuðu. Markmiðum náð og gott betur.Kristbjörg og Aron geisluðu í Hallgrímskirkju í fyrra.Vísir/Andri MarinóÖllu vön þegar kemur að einkalífi og landsliðinu Þann 17. júní fögnuðu Aron og Kristbjörg svo eins árs brúðkaupsafmæli. Þau gengu í það heilaga í Hallgrímskirkju þjóðhátíðardaginn í fyrra í brúðkaupi sem vakti eðli málsins samkvæmt töluverða athygli. Hálft landsliðið mætt í veisluna og líklega fáir sem mótmæla því að þarna fari ein flottustu hjón landsins. „Það er allt að gerast á sama tíma. En ég er öllu vön þegar kemur að landsliðinu og mínu einkalífi,“ segir Kristbjörg. Sem fyrr segir er Kristbjörg kominn 30 vikur á leið en fyrir eiga þau Aron soninn Óliver Breka sem er þriggja ára. Hann er heima á Íslandi hjá foreldrum Kristbjargar. Hún taldi það skynsamlegra að hafa hann í rútínunni en að draga hann fram og til baka um Rússland.Ása Reginsdóttir, eiginkona Emils Hallfreðssonar, tekur á því í ræktina. Hér er hún með teygju sem Kristbjörg er með til sölu.Úr einkasafniAmma og afi til bjargar „Mamma og pabbi tóku það á sig að vera heima með Óliver litla. Þau urðu eftir heima í þetta skiptið en það er aldrei að vita, þegar strákarnir komast áfram, nema við fljúgum þeim út,“ segir Kristbjörg. Strákarnir hennar eru því báðir fjarri henni sem er einkennileg staða. „Maður er farinn að sakna þeirra,“ segir Kristbjörg sem fær þó að hitta Aron Einar í Volgograd í dag þegar leikmenn fá stund með sínu nánast. „Sem að verður mjög skemmtilegt.“Kristbjörg er með tengdaforeldrunum í Rússlandi.Vísir/Kolbeinn TumiÁkveðið frí fyrir mömmuna Fjarvera frá strákunum sé skrýtin en Kristbjörg kann þá list betur en flestir að líta á björtu hliðarnar. „Þetta er frekar skrýtið og mjög erfitt en þetta er líka bara ákveðið frí fyrir mig,“ segir Kristbjörg. „Ég er að reyna að njóta eftir fremsta megni,“ bætir hún við. Greinilegt að hún lifir í núinu. „Maður veit aldrei hvenær maður kemst á svona stóran viðburð aftur. Ég er ótrúlega ánægð fyrir hönd Arons og verð bara að styðja hann alla leið.“ Að loknum tveggja klukkstunda hittingi með strákunum í dag ætlar Kristbjörg að slappa af. „Kannski förum við í skoðunarferð. Það fer svolítið eftir flugunum hvort maður hangi inni á hóteli eða ekki.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kristbjörg frumsýnir nýtt, stórt og glæsilegt ugluhúðflúr Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, sýndi fylgjendum sínum á Instagram nýtt húðflúr sem hún fékk sér á dögunum. 22. nóvember 2017 12:30 Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14 Aron Einar og Kristbjörg tilkynntu um kynið með krúttlegu myndbandi Aron Einar Gunnarsson, atvinnumaður í knattspyrnu og fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og eiginkona hans, Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, eiga von á strák. 8. apríl 2018 18:04 Emil tók lagið með Páli Óskari í eigin brúðkaupi: „Hann syngur eins og engill“ "Já, hann kom mér á óvart með því að syngja, hann syngur eins og engill,“ sagði Ása María Reginsdóttir, eiginkona knattspyrnumannsins Emils Hallfreðssonar, sem var til umfjöllunar í þættinum Atvinnumennirnir okkar í umsjón Auðuns Blöndal á Stöð 2 í gærkvöldi. 11. janúar 2016 15:15 Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Sjá meira
Kristbjörg frumsýnir nýtt, stórt og glæsilegt ugluhúðflúr Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, sýndi fylgjendum sínum á Instagram nýtt húðflúr sem hún fékk sér á dögunum. 22. nóvember 2017 12:30
Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14
Aron Einar og Kristbjörg tilkynntu um kynið með krúttlegu myndbandi Aron Einar Gunnarsson, atvinnumaður í knattspyrnu og fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og eiginkona hans, Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, eiga von á strák. 8. apríl 2018 18:04
Emil tók lagið með Páli Óskari í eigin brúðkaupi: „Hann syngur eins og engill“ "Já, hann kom mér á óvart með því að syngja, hann syngur eins og engill,“ sagði Ása María Reginsdóttir, eiginkona knattspyrnumannsins Emils Hallfreðssonar, sem var til umfjöllunar í þættinum Atvinnumennirnir okkar í umsjón Auðuns Blöndal á Stöð 2 í gærkvöldi. 11. janúar 2016 15:15