Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. júní 2018 08:00 Færeyingarnir sem fylgdust með leiknum á "trappunni“ lifðu sig mjög inn í leikinn. Portalurinn.fo/sverri egholm Færeyingar eru spenntir fyrir leikjum Íslands á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi um þessar mundir. Leikur liðsins í dag gegn Nígeríu verður sýndur með íslenskri lýsingu Guðmundar Benediktssonar í stað þess að danskur lýsandi tali yfir leikinn. „Það er gífurleg stemning hérna. Það var gerð skoðanakönnun hérna á hvaða liði menn héldu með á mótinu og þá var Ísland langefst með ríflega fjörutíu prósent svara. Bretar komu næst með um fimmtán prósent og yfirvaldið í Danmörku var í þriðja sæti með rúm tíu,“ segir Birnir S. Hauksson. Birnir hefur búið og starfað í Færeyjum í um áratug. Ástæðan fyrir því að Færeyingar eru svo hallir undir Englendinga segir Birnir vera að Bretar hernámu eyjarnar í síðari heimsstyrjöldinni. Eftir það hafi íbúar eyjanna haft nokkuð sterkar taugar til Englands. Það séu hins vegar ekki allir hrifnir af Dönum og það fari illa í marga Færeyinga séu þeir kallaðir Danir.Það eru líka tilfinningar í spilinu í Færeyjum.Portalurinn.fo/sverri egholmLeikur Íslands og Argentínu var sýndur á stórum skjá á „trappunni“ í höfuðstaðnum Þórshöfn. Áætlað er að hátt í átta hundruð manns hafi verið þar komin saman. Flestir studdu Ísland og lifðu sig mjög inn í leikinn. Ein argentínsk treyja sást í fjöldanum en sá sem henni klæddist gat ekki annað en klappað Íslendingum lof í lófa eftir leik. „Leikurinn í dag verður sýndur þar aftur. Við vitum náttúrulega ekki hve margir mæta en það mun fara eftir veðri. Að þessu sinni verður það Gummi Ben sem mun hljóma í kerfinu en ekki danskur þulur,“ segir Birnir. Birnir segir að á Evrópumótinu fyrir tveimur árum hafi ávallt verið danskur lýsandi og það hafi valdið því að stemningin var ekki eins mikil og hún hefði getað orðið. Æsingurinn í þeim danska hafi ekki verið jafn mikill og hjá íslenska þulnum.Íslenski fáninn var auðvitað við höndina í Þórshöfn.Portalurinn.fo/sverri egholm„Danir eru með smá minnimáttarkennd gagnvart löndum sem eru fámennari en þeir og finnst þeir hafa rétt á að tala niður til þeirra. Danski lýsandinn er til að mynda ekki að hrósa íslenska liðinu fyrir hvernig það spilar. Þess í stað eru hann oft að gera lítið úr því hvað það er oft varnarsinnað og heldur því fram að það geti ekki neitt annað en að spila vörn. Það er leiðinlegt að hlusta á,“ segir Birnir. Ísland er, eins og kunnugt er, fámennasta þjóðin sem hefur spilað sig inn á lokakeppni stórmóts. Færeyingar eiga hins vegar raunhæfan möguleika á að slá það met með tilkomu Þjóðadeildar UEFA. Liðið leikur í D-deild keppninnar og er í riðli með Möltu, Kósóvó og Aserbaídsjan. Sigurvegari deildarinnar vinnur sig beint inn á lokakeppni EM 2020. Í síðustu undankeppnum hefur liðið meðal annars lagt Grikkland í tvígang. „Þegar ég kom hingað fyrir rúmum tíu árum þá var hugarfarið það að þeir ætluðu ekki að tapa of stórt. Nú hugsa þeir öðruvísi og að þeir eigi séns. Framganga Íslands á EM 2016 fannst mér gefa þeim smá „búst“,“ segir Birnir. Argentína Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Norðurlönd Tengdar fréttir Færeyingar fjölmenntu á Tröppurnar til þess að fylgjast með Íslandi - myndir Mikill fjöldi Færeyinga fylgdist með íslenska landsliðinu spila við Argentínu, en leikurinn var sýndur á risaskjá í miðbæ Þórshafnar. 16. júní 2018 16:35 Búið í Færeyjum í 28 ár og ætlar með landsliðinu í úrslitaleikinn Færeyingar styðja strákana okkar hvort sem er í Þórshöfn eða hér í Rússlandi. 21. júní 2018 22:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira
Færeyingar eru spenntir fyrir leikjum Íslands á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi um þessar mundir. Leikur liðsins í dag gegn Nígeríu verður sýndur með íslenskri lýsingu Guðmundar Benediktssonar í stað þess að danskur lýsandi tali yfir leikinn. „Það er gífurleg stemning hérna. Það var gerð skoðanakönnun hérna á hvaða liði menn héldu með á mótinu og þá var Ísland langefst með ríflega fjörutíu prósent svara. Bretar komu næst með um fimmtán prósent og yfirvaldið í Danmörku var í þriðja sæti með rúm tíu,“ segir Birnir S. Hauksson. Birnir hefur búið og starfað í Færeyjum í um áratug. Ástæðan fyrir því að Færeyingar eru svo hallir undir Englendinga segir Birnir vera að Bretar hernámu eyjarnar í síðari heimsstyrjöldinni. Eftir það hafi íbúar eyjanna haft nokkuð sterkar taugar til Englands. Það séu hins vegar ekki allir hrifnir af Dönum og það fari illa í marga Færeyinga séu þeir kallaðir Danir.Það eru líka tilfinningar í spilinu í Færeyjum.Portalurinn.fo/sverri egholmLeikur Íslands og Argentínu var sýndur á stórum skjá á „trappunni“ í höfuðstaðnum Þórshöfn. Áætlað er að hátt í átta hundruð manns hafi verið þar komin saman. Flestir studdu Ísland og lifðu sig mjög inn í leikinn. Ein argentínsk treyja sást í fjöldanum en sá sem henni klæddist gat ekki annað en klappað Íslendingum lof í lófa eftir leik. „Leikurinn í dag verður sýndur þar aftur. Við vitum náttúrulega ekki hve margir mæta en það mun fara eftir veðri. Að þessu sinni verður það Gummi Ben sem mun hljóma í kerfinu en ekki danskur þulur,“ segir Birnir. Birnir segir að á Evrópumótinu fyrir tveimur árum hafi ávallt verið danskur lýsandi og það hafi valdið því að stemningin var ekki eins mikil og hún hefði getað orðið. Æsingurinn í þeim danska hafi ekki verið jafn mikill og hjá íslenska þulnum.Íslenski fáninn var auðvitað við höndina í Þórshöfn.Portalurinn.fo/sverri egholm„Danir eru með smá minnimáttarkennd gagnvart löndum sem eru fámennari en þeir og finnst þeir hafa rétt á að tala niður til þeirra. Danski lýsandinn er til að mynda ekki að hrósa íslenska liðinu fyrir hvernig það spilar. Þess í stað eru hann oft að gera lítið úr því hvað það er oft varnarsinnað og heldur því fram að það geti ekki neitt annað en að spila vörn. Það er leiðinlegt að hlusta á,“ segir Birnir. Ísland er, eins og kunnugt er, fámennasta þjóðin sem hefur spilað sig inn á lokakeppni stórmóts. Færeyingar eiga hins vegar raunhæfan möguleika á að slá það met með tilkomu Þjóðadeildar UEFA. Liðið leikur í D-deild keppninnar og er í riðli með Möltu, Kósóvó og Aserbaídsjan. Sigurvegari deildarinnar vinnur sig beint inn á lokakeppni EM 2020. Í síðustu undankeppnum hefur liðið meðal annars lagt Grikkland í tvígang. „Þegar ég kom hingað fyrir rúmum tíu árum þá var hugarfarið það að þeir ætluðu ekki að tapa of stórt. Nú hugsa þeir öðruvísi og að þeir eigi séns. Framganga Íslands á EM 2016 fannst mér gefa þeim smá „búst“,“ segir Birnir.
Argentína Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Norðurlönd Tengdar fréttir Færeyingar fjölmenntu á Tröppurnar til þess að fylgjast með Íslandi - myndir Mikill fjöldi Færeyinga fylgdist með íslenska landsliðinu spila við Argentínu, en leikurinn var sýndur á risaskjá í miðbæ Þórshafnar. 16. júní 2018 16:35 Búið í Færeyjum í 28 ár og ætlar með landsliðinu í úrslitaleikinn Færeyingar styðja strákana okkar hvort sem er í Þórshöfn eða hér í Rússlandi. 21. júní 2018 22:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira
Færeyingar fjölmenntu á Tröppurnar til þess að fylgjast með Íslandi - myndir Mikill fjöldi Færeyinga fylgdist með íslenska landsliðinu spila við Argentínu, en leikurinn var sýndur á risaskjá í miðbæ Þórshafnar. 16. júní 2018 16:35
Búið í Færeyjum í 28 ár og ætlar með landsliðinu í úrslitaleikinn Færeyingar styðja strákana okkar hvort sem er í Þórshöfn eða hér í Rússlandi. 21. júní 2018 22:00