Doncic endaði í Dallas - Ayton valinn fyrstur Arnar Geir Halldórsson skrifar 22. júní 2018 07:21 Doncic var valinn af Atlanta Hawks en mun spila fyrir Dallas Mavericks vísir/getty Nýliðavalið í NBA deildinni fór fram í New York í nótt. Var þess beðið með mikilli eftirvæntingu hér á landi þar sem Tryggvi Snær Hlinason var á meðal þátttakenda. Hann var ekki valinn en þrátt fyrir það lifir NBA draumurinn enn góðu lífi hjá Tryggva. Phoenix Suns átti fyrsta valrétt í ár og var það Bahama-maðurinn Deandre Ayton sem varð fyrir valinu. Hann er 216 sentimetra miðherji sem lék fyrir Arizona háskólann og er talinn eiga afar bjarta framtíð í NBA. Marvin Bagley III var valinn annar af Sacramento Kings en hann kemur úr Duke háskólanum. Þriðja valrétt átti Atlanta Hawks og þeir völdu slóvenska undrabarnið Luka Doncic sem kemur úr Evrópuboltanum en hann hefur verið í lykilhlutverki hjá Real Madrid undanfarin ár. Doncic mun þó ekki leika fyrir Hawks því þeir skiptu Doncic til Dallas Mavericks; fyrir Trae Young sem Dallas valdi númer fimm. Hawks fær einnig fyrstu umferðar valrétt á næsta ári í skiptum og mun Doncic því leika fyrir Mavericks. Nokkrir aðrir Evrópumenn koma inn í NBA deildina í gegnum nýliðavalið. Einn af þeim er Grikkinn Kostas Antetokounmpo, yngsti bróðir Giannis Antetokounmpo sem er ein skærasta stjarna deildarinnar um þessar mundir og leikur fyrir Milwaukee Bucks. Kostas var valinn síðastur, af Philadelphia 76ers, en var svo skipt yfir til Dallas og verður hann því liðsfélagi Doncic.Smelltu hér til að sjá valið í heild sinni.Thank you Legend!! https://t.co/mv7fNZyJ9K— Luka Doncic (@luka7doncic) June 22, 2018 NBA Tengdar fréttir Tryggvi ekki valinn: „Mín körfuboltavegferð er rétt nýhafin“ Nýliðaval NBA fór fram í nótt í New York í Bandaríkjunum. 22. júní 2018 06:19 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Nýliðavalið í NBA deildinni fór fram í New York í nótt. Var þess beðið með mikilli eftirvæntingu hér á landi þar sem Tryggvi Snær Hlinason var á meðal þátttakenda. Hann var ekki valinn en þrátt fyrir það lifir NBA draumurinn enn góðu lífi hjá Tryggva. Phoenix Suns átti fyrsta valrétt í ár og var það Bahama-maðurinn Deandre Ayton sem varð fyrir valinu. Hann er 216 sentimetra miðherji sem lék fyrir Arizona háskólann og er talinn eiga afar bjarta framtíð í NBA. Marvin Bagley III var valinn annar af Sacramento Kings en hann kemur úr Duke háskólanum. Þriðja valrétt átti Atlanta Hawks og þeir völdu slóvenska undrabarnið Luka Doncic sem kemur úr Evrópuboltanum en hann hefur verið í lykilhlutverki hjá Real Madrid undanfarin ár. Doncic mun þó ekki leika fyrir Hawks því þeir skiptu Doncic til Dallas Mavericks; fyrir Trae Young sem Dallas valdi númer fimm. Hawks fær einnig fyrstu umferðar valrétt á næsta ári í skiptum og mun Doncic því leika fyrir Mavericks. Nokkrir aðrir Evrópumenn koma inn í NBA deildina í gegnum nýliðavalið. Einn af þeim er Grikkinn Kostas Antetokounmpo, yngsti bróðir Giannis Antetokounmpo sem er ein skærasta stjarna deildarinnar um þessar mundir og leikur fyrir Milwaukee Bucks. Kostas var valinn síðastur, af Philadelphia 76ers, en var svo skipt yfir til Dallas og verður hann því liðsfélagi Doncic.Smelltu hér til að sjá valið í heild sinni.Thank you Legend!! https://t.co/mv7fNZyJ9K— Luka Doncic (@luka7doncic) June 22, 2018
NBA Tengdar fréttir Tryggvi ekki valinn: „Mín körfuboltavegferð er rétt nýhafin“ Nýliðaval NBA fór fram í nótt í New York í Bandaríkjunum. 22. júní 2018 06:19 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Tryggvi ekki valinn: „Mín körfuboltavegferð er rétt nýhafin“ Nýliðaval NBA fór fram í nótt í New York í Bandaríkjunum. 22. júní 2018 06:19