Samdráttur hjá Tesla kemur niður á sólarorku Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2018 08:26 Tesla eignaðist SolarCity fyrir tveimur árum. Fyrirtækið setur upp sólarsellur fyrir heimili. Vísir/EPA Ákvörðun rafbílaframleiðandans Tesla um að segja upp 9% starfsmanna fyrirtækisins í síðustu viku mun koma hart niður á sólarorkufyrirtæki sem það keypti fyrir tveimur árum. Á annan tug uppsetningarstaða fyrir sólasellur verður meðal annars lokað. Tesla keypti sölu- og uppsetningarfyrirtækið SolarCity fyrir 2,6 milljarða dollara fyrir tveimur árum. Kaupin voru umdeild á sínum tíma. Sumir hluthafar töldu að með henni væri Elon Musk, stofnandi og forstjóri Tesla, að bjarga sólarorkufyrirtækinu á kostnað hluthafa Tesla. Tveir frændur Musk stofnuðu SolarCity. Nú segir Reuters-fréttastofan að fjórtán starfsstöðva þeirrar deildar Tesla sem var áður SolarCity verði lokað og að smásölusamningi við búsáhaldaverslunarkeðjuna Home Depot. Um helmingur sölunnar er sögð hafa komið í gegnum þann samning. Ekki liggur fyrir hversu mörgum starfsmönnum sólarorkudeildarinnar verður sagt upp. Tesla segist eiga von á að hlutfallið verði í samræmi við 9% heildarfækkun starfsfólks fyrirtækisins. Samdráttur hefur orðið í uppsetningum á sólarsellum eftir að SolarCity gekk inn í Tesla. Þannig setti Tesla upp 76 megavött af sólarorku á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, borið saman við 200 megavött á sama ársfjórðungi árið 2016 þegar SolarCity var leiðandi á markaðinum. Tesla hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, ekki síst vegna erfiðleika fyrirtækisins við að auka framleiðslu sína og fylla pantanir. Tesla Tengdar fréttir Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01 Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Ákvörðun rafbílaframleiðandans Tesla um að segja upp 9% starfsmanna fyrirtækisins í síðustu viku mun koma hart niður á sólarorkufyrirtæki sem það keypti fyrir tveimur árum. Á annan tug uppsetningarstaða fyrir sólasellur verður meðal annars lokað. Tesla keypti sölu- og uppsetningarfyrirtækið SolarCity fyrir 2,6 milljarða dollara fyrir tveimur árum. Kaupin voru umdeild á sínum tíma. Sumir hluthafar töldu að með henni væri Elon Musk, stofnandi og forstjóri Tesla, að bjarga sólarorkufyrirtækinu á kostnað hluthafa Tesla. Tveir frændur Musk stofnuðu SolarCity. Nú segir Reuters-fréttastofan að fjórtán starfsstöðva þeirrar deildar Tesla sem var áður SolarCity verði lokað og að smásölusamningi við búsáhaldaverslunarkeðjuna Home Depot. Um helmingur sölunnar er sögð hafa komið í gegnum þann samning. Ekki liggur fyrir hversu mörgum starfsmönnum sólarorkudeildarinnar verður sagt upp. Tesla segist eiga von á að hlutfallið verði í samræmi við 9% heildarfækkun starfsfólks fyrirtækisins. Samdráttur hefur orðið í uppsetningum á sólarsellum eftir að SolarCity gekk inn í Tesla. Þannig setti Tesla upp 76 megavött af sólarorku á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, borið saman við 200 megavött á sama ársfjórðungi árið 2016 þegar SolarCity var leiðandi á markaðinum. Tesla hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, ekki síst vegna erfiðleika fyrirtækisins við að auka framleiðslu sína og fylla pantanir.
Tesla Tengdar fréttir Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01 Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01
Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13