Öryggissveitir Venesúela hafi myrt hundruð á síðustu árum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. júní 2018 18:02 Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. Vísir/Getty Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Í henni eru lýsingar af gerræðislegum aðgerðum öryggissveitarinnar frá síðustu þremur árum. Sveitarnir, sem oftast athafnað sig í fátækari hverfum landsins, hafi ráðist til atlögu gegn fólki af handahófi, að því er segir í skýrslu. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, um umfang og afleiðingar aðgerða öryggissveita Venesúela, kemur fram að enn hafi enginn verið dreginn til ábyrgðar fyrir framgöngu lögreglunnar í fátækari hverfum sem gefi þá til kynna að lög og reglur séu virtar að vettugi í landinu. Að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins gefa ráðamenn í Venesúela lítið fyrir skýrsluna og segja staðhæfingar skýrslunnar vera lygar.Skýrslan byggir á frásögnum hundrað og fimmtíu vitna og aðstandenda.Vísir/GettyÍ skýrslunni segir að liðsmenn öryggissveitarinnar, sem hafi myrt saklausa borgara, hafi tengst samtökum sem bera heitið „Aðgerðir til handa frelsunar fólksins“ sem er framtak til höfuðs glæpagengjum í Venesúela. Talið er að liðsmennirnir hafi myrt hátt í 500 manns síðan í júlí 2015 til þess að sýna að yfirvöldum hafi orðið ágengt í baráttunni gegn glæpum í landinu. Liðsmönnunum er gefið að sök að hafa hróflað við sönnungargögnum á vettvangi og látið líta svo út sem fórnarlömbin hafi dáið í skotbardaga við lögregluyfirvöld. Fulltrúum Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinaður aðgangur að Venesúela. Skýrslan byggir á frásögnum hundrað og fimmtíu vitna og aðstandenda.Hann var manneskja, ekki hundurEin þeirra sem sagði frá reynslu sinni var amma manns sem var myrtur í lögreglurassíu í mars á þessu ári. Hún segir frá því að fimmtíu svartklæddir liðsmenn öryggissveitarinnar hafi ruðst inn á heimili þeirra og handtekið 23 ára sonarson sinn sem lá sofandi þegar liðsmenn báru að garði. Þeir teimdu manninn með sér út fyrir húsið og stuttu síðar heyrði fjölskyldan skothvelli. Eftir réttarmeinarrannsókn kom það í ljós að hann hefði fengið á sig tvö skot í bringuna og að hann hefði þá einnig hlotið alvarlegt höfuðhögg. „Í lögreglurannsókn er sagt að sonarsonur minn hefði borið skotvopn og að hann hafi skotið á öryggissveitina, sem er hrein hlygi. Ég krefst réttlætis. Hann var manneskja, ekki hundur,“ segir konan. Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01 Sautján ungmenni létust í troðningi á skemmtistað Upptök atviksins eru rakin til táragassprengju sem sprengd var í kjölfar ryskinga milli manna á staðnum. 16. júní 2018 18:21 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Í henni eru lýsingar af gerræðislegum aðgerðum öryggissveitarinnar frá síðustu þremur árum. Sveitarnir, sem oftast athafnað sig í fátækari hverfum landsins, hafi ráðist til atlögu gegn fólki af handahófi, að því er segir í skýrslu. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, um umfang og afleiðingar aðgerða öryggissveita Venesúela, kemur fram að enn hafi enginn verið dreginn til ábyrgðar fyrir framgöngu lögreglunnar í fátækari hverfum sem gefi þá til kynna að lög og reglur séu virtar að vettugi í landinu. Að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins gefa ráðamenn í Venesúela lítið fyrir skýrsluna og segja staðhæfingar skýrslunnar vera lygar.Skýrslan byggir á frásögnum hundrað og fimmtíu vitna og aðstandenda.Vísir/GettyÍ skýrslunni segir að liðsmenn öryggissveitarinnar, sem hafi myrt saklausa borgara, hafi tengst samtökum sem bera heitið „Aðgerðir til handa frelsunar fólksins“ sem er framtak til höfuðs glæpagengjum í Venesúela. Talið er að liðsmennirnir hafi myrt hátt í 500 manns síðan í júlí 2015 til þess að sýna að yfirvöldum hafi orðið ágengt í baráttunni gegn glæpum í landinu. Liðsmönnunum er gefið að sök að hafa hróflað við sönnungargögnum á vettvangi og látið líta svo út sem fórnarlömbin hafi dáið í skotbardaga við lögregluyfirvöld. Fulltrúum Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinaður aðgangur að Venesúela. Skýrslan byggir á frásögnum hundrað og fimmtíu vitna og aðstandenda.Hann var manneskja, ekki hundurEin þeirra sem sagði frá reynslu sinni var amma manns sem var myrtur í lögreglurassíu í mars á þessu ári. Hún segir frá því að fimmtíu svartklæddir liðsmenn öryggissveitarinnar hafi ruðst inn á heimili þeirra og handtekið 23 ára sonarson sinn sem lá sofandi þegar liðsmenn báru að garði. Þeir teimdu manninn með sér út fyrir húsið og stuttu síðar heyrði fjölskyldan skothvelli. Eftir réttarmeinarrannsókn kom það í ljós að hann hefði fengið á sig tvö skot í bringuna og að hann hefði þá einnig hlotið alvarlegt höfuðhögg. „Í lögreglurannsókn er sagt að sonarsonur minn hefði borið skotvopn og að hann hafi skotið á öryggissveitina, sem er hrein hlygi. Ég krefst réttlætis. Hann var manneskja, ekki hundur,“ segir konan.
Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01 Sautján ungmenni létust í troðningi á skemmtistað Upptök atviksins eru rakin til táragassprengju sem sprengd var í kjölfar ryskinga milli manna á staðnum. 16. júní 2018 18:21 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30
Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01
Sautján ungmenni létust í troðningi á skemmtistað Upptök atviksins eru rakin til táragassprengju sem sprengd var í kjölfar ryskinga milli manna á staðnum. 16. júní 2018 18:21