Borga 8 milljarða króna fyrir að fá að baða sig í Bláa lóninu Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. júní 2018 07:15 Starfsmenn Bláa lónsins voru 627 talsins um síðustu áramót og á síðasta ári var tekið á móti 1,3 milljónum gesta, samkvæmt ársreikningi. Launakostnaður er stærstur hluti rekstrarkostnaðar fyrirtækisins. Fréttablaðið/GVA „Við vorum að fjölga gestum og gera betur á öllum sviðum,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. Tekjur Bláa lónsins af sölu á aðgangi að lóninu jukust um tæplega 41 prósent í fyrra. Þær fóru úr 44,5 milljónum evra upp í 62,6 milljónir evra (7,9 milljarða króna). Samkvæmt ársreikningi fyrir síðasta ár jukust heildartekjur af starfsemi fyrirtækisins úr 77,2 milljónum evra (9,7 milljörðum króna) í 102,3 milljónir evra (12,9 milljarða króna). Hagnaður félagsins jókst um tæpar átta milljónir evra, fór úr 23,5 (2,96 milljörðum króna) í rúmlega 31 milljón evra (3,9 milljarða króna). Fyrirtækið greiðir hluthöfum 16 milljónir evra í arð vegna síðasta árs, eða um tvo milljarða króna. Grímur segir að á tíu ára tímabili hafi ekki verið greiddur arður. „En við höfum verið að greiða út arð undanfarin ár og við borguðum út 13 milljónir evra í fyrra í arð,“ segir hann. Grímur segir að reksturinn á yfirstandandi ári hafi gengið samkvæmt áætlunum sem höfðu verið gerðar. „Tekjurnar eru vel á pari við það sem þær voru í fyrra. Að vísu er rekstrarkostnaðurinn okkar meiri vegna þess að við vorum að opna nýju hótelbygginguna okkar og nýja upplifunarsvæðið. Þannig að kostnaður hefur líka aukist,“ segir Grímur. Í tilkynningu sem send var fjölmiðlum vegna ársreikningsins kemur fram að í upphafi síðasta árs voru gerðar umbætur á baðsvæði Bláa lónsins, unnið var að stækkun skrifstofuhúsnæðis og mötuneytis starfsmanna og lokahnykkurinn var settur á byggingaframkvæmdir á nýju hóteli og upplifunarsvæði, The Retreat at Blue Lagoon Iceland. Þar kemur líka fram að starfsmenn fyrirtækisins voru 627 í lok síðasta árs, Grímur segir að nú að lokinni þessari uppbyggingu sé ekki útilokað að stjórnendur Bláa lónsins fari að huga að skráningu fyrirtækisins á markað. „Við erum eins og önnur fyrirtæki alltaf með auga á því og það er ekkert útilokað að við förum að huga frekar að því núna,“ segir hann. Grímur útilokar ekki að fyrirtækið yrði þá skráð á markað erlendis. „Það hefur ekki verið tekin nein formleg ákvörðun um það en það er eitt af þeim verkefnum sem við höfum með höndum sem stjórnendur félagsins, að velta því fyrir okkur á hverjum tíma hvað er best fyrir hluthafa félagsins.“vísir/pjetur Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
„Við vorum að fjölga gestum og gera betur á öllum sviðum,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. Tekjur Bláa lónsins af sölu á aðgangi að lóninu jukust um tæplega 41 prósent í fyrra. Þær fóru úr 44,5 milljónum evra upp í 62,6 milljónir evra (7,9 milljarða króna). Samkvæmt ársreikningi fyrir síðasta ár jukust heildartekjur af starfsemi fyrirtækisins úr 77,2 milljónum evra (9,7 milljörðum króna) í 102,3 milljónir evra (12,9 milljarða króna). Hagnaður félagsins jókst um tæpar átta milljónir evra, fór úr 23,5 (2,96 milljörðum króna) í rúmlega 31 milljón evra (3,9 milljarða króna). Fyrirtækið greiðir hluthöfum 16 milljónir evra í arð vegna síðasta árs, eða um tvo milljarða króna. Grímur segir að á tíu ára tímabili hafi ekki verið greiddur arður. „En við höfum verið að greiða út arð undanfarin ár og við borguðum út 13 milljónir evra í fyrra í arð,“ segir hann. Grímur segir að reksturinn á yfirstandandi ári hafi gengið samkvæmt áætlunum sem höfðu verið gerðar. „Tekjurnar eru vel á pari við það sem þær voru í fyrra. Að vísu er rekstrarkostnaðurinn okkar meiri vegna þess að við vorum að opna nýju hótelbygginguna okkar og nýja upplifunarsvæðið. Þannig að kostnaður hefur líka aukist,“ segir Grímur. Í tilkynningu sem send var fjölmiðlum vegna ársreikningsins kemur fram að í upphafi síðasta árs voru gerðar umbætur á baðsvæði Bláa lónsins, unnið var að stækkun skrifstofuhúsnæðis og mötuneytis starfsmanna og lokahnykkurinn var settur á byggingaframkvæmdir á nýju hóteli og upplifunarsvæði, The Retreat at Blue Lagoon Iceland. Þar kemur líka fram að starfsmenn fyrirtækisins voru 627 í lok síðasta árs, Grímur segir að nú að lokinni þessari uppbyggingu sé ekki útilokað að stjórnendur Bláa lónsins fari að huga að skráningu fyrirtækisins á markað. „Við erum eins og önnur fyrirtæki alltaf með auga á því og það er ekkert útilokað að við förum að huga frekar að því núna,“ segir hann. Grímur útilokar ekki að fyrirtækið yrði þá skráð á markað erlendis. „Það hefur ekki verið tekin nein formleg ákvörðun um það en það er eitt af þeim verkefnum sem við höfum með höndum sem stjórnendur félagsins, að velta því fyrir okkur á hverjum tíma hvað er best fyrir hluthafa félagsins.“vísir/pjetur
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira