Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2018 09:39 Norður-Kóreumenn hafa lofað afkjarnavopnun eins og þeir hafa áður gert. Óljóst er hvort þeir standi frekar við orð sín nú en áður. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti endurnýjaði refsiaðgerðir sem verið hafa í gildi gegn Norður-Kóreu með vísan til þess að enn stafi „gríðarleg ógn“ af kjarnavopnum stjórnvalda í Pjongjang í gær. Aðeins tíu dagar eru liðnir frá því að Trump sagði að engin ógn væri lengur af Norður-Kóreu eftir fund hans með Kim Jong-un einræðisherra landsins. Bandarísk stjórnvöld hafa þegar gripið til aðgerða til að þóknast stjórnvöldum í Norður-Kóreu eftir leiðtogafundinn. Þannig hafa þau fellt niður sameiginlegar heræfingar með Suður-Kóreu sem hafa lengi verið þyrnir í augum norðanmanna. Trump stærði sig mjög af einstöku sambandi sínu við Kim og að hann hefði fengið einræðisherrann til þess að fallast á algera afkjarnavopnun. Eftir fund þeirra Kim í Singapúr gekk Trump svo langt að lýsa því yfir á Twitter að „engin kjarnorkuhætta“ stafaði lengur af Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu sem hann sendi Bandaríkjaþingi í gær vegna endurnýjunar viðskiptaþvingana kvað hins vegar við allt annar tónn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í henni var vísað til ógnar af tilvist og dreifingu kjarnavopna á Kóreuskaga og aðgerða og stefnu stjórnvalda í Norður-Kóreu. Allt þetta ógni áfram þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og hagkerfi Bandaríkjanna. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir yfirlýsingu Trump nú grafa undan öllu því sem hann áður sagði. „Við verðum að nálgast þessar viðræður af miklu meiri alvöru en bara sem myndatækifæri. Það að segja að búið sé að leysa Norður-Kóreu-vandamálið gerir það ekki að veruleika,“ segir Schumer. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39 Segir enga kjarnorkuógn stafa lengur af Norður-Kóreu Sérfræðingar og bandamenn forsetans segja þó of snemmt að fagna og mikið verk sé fyrir höndum, það er að segja ef Kim Jong-un ætlar á annað borð að standa við stóru orðin. 13. júní 2018 11:46 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti endurnýjaði refsiaðgerðir sem verið hafa í gildi gegn Norður-Kóreu með vísan til þess að enn stafi „gríðarleg ógn“ af kjarnavopnum stjórnvalda í Pjongjang í gær. Aðeins tíu dagar eru liðnir frá því að Trump sagði að engin ógn væri lengur af Norður-Kóreu eftir fund hans með Kim Jong-un einræðisherra landsins. Bandarísk stjórnvöld hafa þegar gripið til aðgerða til að þóknast stjórnvöldum í Norður-Kóreu eftir leiðtogafundinn. Þannig hafa þau fellt niður sameiginlegar heræfingar með Suður-Kóreu sem hafa lengi verið þyrnir í augum norðanmanna. Trump stærði sig mjög af einstöku sambandi sínu við Kim og að hann hefði fengið einræðisherrann til þess að fallast á algera afkjarnavopnun. Eftir fund þeirra Kim í Singapúr gekk Trump svo langt að lýsa því yfir á Twitter að „engin kjarnorkuhætta“ stafaði lengur af Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu sem hann sendi Bandaríkjaþingi í gær vegna endurnýjunar viðskiptaþvingana kvað hins vegar við allt annar tónn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í henni var vísað til ógnar af tilvist og dreifingu kjarnavopna á Kóreuskaga og aðgerða og stefnu stjórnvalda í Norður-Kóreu. Allt þetta ógni áfram þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og hagkerfi Bandaríkjanna. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir yfirlýsingu Trump nú grafa undan öllu því sem hann áður sagði. „Við verðum að nálgast þessar viðræður af miklu meiri alvöru en bara sem myndatækifæri. Það að segja að búið sé að leysa Norður-Kóreu-vandamálið gerir það ekki að veruleika,“ segir Schumer.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39 Segir enga kjarnorkuógn stafa lengur af Norður-Kóreu Sérfræðingar og bandamenn forsetans segja þó of snemmt að fagna og mikið verk sé fyrir höndum, það er að segja ef Kim Jong-un ætlar á annað borð að standa við stóru orðin. 13. júní 2018 11:46 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39
Segir enga kjarnorkuógn stafa lengur af Norður-Kóreu Sérfræðingar og bandamenn forsetans segja þó of snemmt að fagna og mikið verk sé fyrir höndum, það er að segja ef Kim Jong-un ætlar á annað borð að standa við stóru orðin. 13. júní 2018 11:46
Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent