Súperstjarna Breiðholtsins með sitt fyrsta lag Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. júní 2018 08:00 Birgir Hákon er algjör stjarna í Breiðholtinu að sögn leikstjóra myndbandsins og hann ákvað að fanga stemminguna sem því fylgir í myndbandinu. Rapparinn Birgir Hákon sendi frá sér lagið og myndbandið Sending á fimmtudaginn síðasta. Lagið og myndbandið hefur vakið töluverða athygli og farið víða – mátti sjá brot úr því Instagram-aðgöngum elítu íslensks rapps og víðar. Glöggir kannast kannski við Birgi Hákon úr myndböndum nokkurra íslenskra rappara, til dæmis Já ég veit myndbandinu með Birni og Herra Hnetusmjöri og fleirum. Jafnvel hafa einhverjir enn gleggri lesendur sem eru með eyrun á götunni heyrt af því að tónlistar væri að vænta frá Birgi, jafnvel séð hann taka lagið á Prikinu. Hvort sem það er, þá er hann allavegana búinn að senda frá sér sitt fyrsta lag. „Ég er búinn að vera að fikta við það að rappa síðan ég var svona ellefu ára gamall, eða að skrifa texta allavegana,“ segir Birgir en hann hefur verið að vinna tónlist í svolítinn tíma með pródúsernum BnGrbOy, en hann hefur unnið með mörgum af stærstu röppurum landsins, til að mynda GKR, en Birgir hefur líka verið að gera rapp með Tiny. „Ég er með einhver fimm til tíu lög til, ókláruð. Ég er ekki alveg viss hvenær þetta fær að heyrast – ég er samt að vinna í þessu eins og ég get og ætla svo að sjá til með það. Ég stefni á plötu bráðlega og það kemur líklegast eitthvað út á meðan.“ Aðspurður út í það hvernig viðbrögðin við laginu hafi verið segir Birgir að þau hafi verið mjög góð. „Það er allt að verða vitlaust sko. Fólk er að fíla þetta.“ Birgir Hákon spilaði á Solstice-hátíðinni nú um helgina en hann segist ekki vera með neitt planað í framhaldinu annað en að einbeita sér að plötunni sinni og gera meiri tónlist.Ghetto Superstar „Birgir er uppalinn í 111 og er í raun súperstjarna í Breiðholtinu. Allir þekkja hann. „Ghetto superstar“ með sanni. Svo það kom ekkert annað til greina en að taka upp mest af vídeóinu þar. Allar senur í því eru bara spuni og við fórum ekki eftir hefðbundnar leiðir í gerð svona myndbanda. Venjulegur tökudagur var þannig að hann pikkaði mig upp og svo tókum við einhverjar rispur í upptökum, smá spuni og alveg „random“. Meira að „observa“ hans lífsstíl en að gera einhvern gerviveruleika með handriti. Svo vídeóið er í heimildarmyndastíl ef hægt er að segja það og þannig sker það sig úr nánast öllu sem er verið að vinna með í hefðbundnum tónlistarmyndböndum,“ segir Þórsteinn Sigurðsson eða Xdeathrow, leikstjóri myndbandsins við Sending, en eins og hann segir frá sökkti hann sér að segja má niður í líf Birgis til að ná fram réttri stemmingu í myndbandinu sem gerist að stórum hluta í Breiðholtinu. Ásamt Þórsteini komu þau Sigurður Ýmir og Eyrún Helga að myndbandinu – Sigurður gerði grafík og Eyrún klippti herlegheitin. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Rapparinn Birgir Hákon sendi frá sér lagið og myndbandið Sending á fimmtudaginn síðasta. Lagið og myndbandið hefur vakið töluverða athygli og farið víða – mátti sjá brot úr því Instagram-aðgöngum elítu íslensks rapps og víðar. Glöggir kannast kannski við Birgi Hákon úr myndböndum nokkurra íslenskra rappara, til dæmis Já ég veit myndbandinu með Birni og Herra Hnetusmjöri og fleirum. Jafnvel hafa einhverjir enn gleggri lesendur sem eru með eyrun á götunni heyrt af því að tónlistar væri að vænta frá Birgi, jafnvel séð hann taka lagið á Prikinu. Hvort sem það er, þá er hann allavegana búinn að senda frá sér sitt fyrsta lag. „Ég er búinn að vera að fikta við það að rappa síðan ég var svona ellefu ára gamall, eða að skrifa texta allavegana,“ segir Birgir en hann hefur verið að vinna tónlist í svolítinn tíma með pródúsernum BnGrbOy, en hann hefur unnið með mörgum af stærstu röppurum landsins, til að mynda GKR, en Birgir hefur líka verið að gera rapp með Tiny. „Ég er með einhver fimm til tíu lög til, ókláruð. Ég er ekki alveg viss hvenær þetta fær að heyrast – ég er samt að vinna í þessu eins og ég get og ætla svo að sjá til með það. Ég stefni á plötu bráðlega og það kemur líklegast eitthvað út á meðan.“ Aðspurður út í það hvernig viðbrögðin við laginu hafi verið segir Birgir að þau hafi verið mjög góð. „Það er allt að verða vitlaust sko. Fólk er að fíla þetta.“ Birgir Hákon spilaði á Solstice-hátíðinni nú um helgina en hann segist ekki vera með neitt planað í framhaldinu annað en að einbeita sér að plötunni sinni og gera meiri tónlist.Ghetto Superstar „Birgir er uppalinn í 111 og er í raun súperstjarna í Breiðholtinu. Allir þekkja hann. „Ghetto superstar“ með sanni. Svo það kom ekkert annað til greina en að taka upp mest af vídeóinu þar. Allar senur í því eru bara spuni og við fórum ekki eftir hefðbundnar leiðir í gerð svona myndbanda. Venjulegur tökudagur var þannig að hann pikkaði mig upp og svo tókum við einhverjar rispur í upptökum, smá spuni og alveg „random“. Meira að „observa“ hans lífsstíl en að gera einhvern gerviveruleika með handriti. Svo vídeóið er í heimildarmyndastíl ef hægt er að segja það og þannig sker það sig úr nánast öllu sem er verið að vinna með í hefðbundnum tónlistarmyndböndum,“ segir Þórsteinn Sigurðsson eða Xdeathrow, leikstjóri myndbandsins við Sending, en eins og hann segir frá sökkti hann sér að segja má niður í líf Birgis til að ná fram réttri stemmingu í myndbandinu sem gerist að stórum hluta í Breiðholtinu. Ásamt Þórsteini komu þau Sigurður Ýmir og Eyrún Helga að myndbandinu – Sigurður gerði grafík og Eyrún klippti herlegheitin.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira