Vonbrigði að Íslendingar hafi ekki þegið heimboðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2018 06:15 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur verið gagnrýndur fyrir stefnu sína í fíkniefnamálum. Vísir/AFP Fulltrúi Filippseyja á mannréttindaþingi Sameinuðu þjóðanna fór hörðum orðum um Íslendinga og þær 37 aðrar þjóðir sem gagnrýndu ástand mannréttindamála á eyjunum á þinginu. Þetta er í annað sinn á undanförnum 9 mánuðum sem stjórnvöld í Manilla senda Íslendingum tóninn vegna gagnrýni sinnar. Í yfirlýsingu sem fulltrúi Íslands las upp á mannréttindaþinginu, sem haldið var í New York í liðinni viku, var stefna filippeyskra stjórnvalda í fíkniefnamálum hörmuð. Þúsundir vímuefnaneytenda hafa verið teknir af lífi án dóms og laga á því rúma ári sem forseti eyjanna, Rodrigo Duterte, hefur rekið harða stefnu sína í málaflokknum. Í yfirlýsingunni er kallað eftir því að stefnunni verði breytt, þannig að hún taki mið af alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, og rannsóknir á dauðsföllum neytendanna verði til lykta leiddar.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sendinefnd Íslands á mannréttaþinginu beinir spjótum sínum að Filippseyjum. Það gerði hún einnig þegar þingið var haldið í Genf í september í fyrra, eins og Vísir greindi frá á sínum tíma.Á þinginu um helgina, rétt eins og í Genf á síðasta ári, sagði fulltrúi Filippseyja að afstaða Íslendinga væri mikil vonbrigði, hlutdræg og tilhæfulaus. Stjórnvöld í Manilla hefðu boðið Íslendingum til landsins þannig að þeir gætu sjálfir gengið úr skugga um stöðu mannréttindamála á Filippseyja. Það boð hefðu íslensk stjórnvöld ekki þegið.Sjá einnig: Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna„Því miður virðast vinir okkar ekki hafa mikinn áhuga á sannleikanum og vilja heldur reiða sig á villand upplýsingar,“ er haft eftir utanríkisráðherra Filippseyja, Alan Peter Cayetano, á vef kínverska ríkismiðilsins Xinhua. Í andsvari sínu benti fulltrúi Filippseyja á að ferill Íslendinga í mannréttindamálum væri ekki flekklaus - og nefndi móttöku flóttamanna máli sínu til stuðnings. Það væri niðurlægjandi fyrir hin þróuðu ríki heimsins að þriðji heimurinn tæki á móti um 80% allra flóttamanna heimsins.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherrVísir/egillEftir gagnrýnina Íslendinga í Genf í fyrra beindu Filippseyjar kastljósi sínu að fóstureyðingum á Íslandi. Þá hafði CBS-sjónvarpsstöðin nýlega birt umtalaða umfjöllun sína um Downs-heilkennið á Íslandi, en fá börn fæðast hér á landi með heilkennið. Í samtali við mbl segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, að viðbrögð Filippseyinga komi sér ekki á óvart. Þeir hafi áður hnýtt í Íslendinga, sem fyrr segir. Hann segir að sama skapi að viðbrögð þeirra muni ekki verða til þess að Íslendingar breyti stefnu sinni í málaflokknum á alþjóðavettvangi. Þar að auki segir Guðlaugur að heimboð stjórnvalda í Manilla skipti engu máli. Gagnrýnin lúti að því að þau starfi með alþjóðasamtökum og veiti þeim aðgengi að landinu. Það sé hreinlega of mikið af mannréttindabrotum í heiminum til að einn ráðherra Íslands geti tekið þau öll út. Filippseyjar Tengdar fréttir Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02 Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56 „Verum Bandaríkin, ekki Ísland“ Talsmaður samtaka sem berjast fyrir réttindum fólks með Downs-heilkenni flutti tilfinningaþrungna ræðu fyrir bandarískri þingnefnd á dögunum 28. október 2017 08:14 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Fulltrúi Filippseyja á mannréttindaþingi Sameinuðu þjóðanna fór hörðum orðum um Íslendinga og þær 37 aðrar þjóðir sem gagnrýndu ástand mannréttindamála á eyjunum á þinginu. Þetta er í annað sinn á undanförnum 9 mánuðum sem stjórnvöld í Manilla senda Íslendingum tóninn vegna gagnrýni sinnar. Í yfirlýsingu sem fulltrúi Íslands las upp á mannréttindaþinginu, sem haldið var í New York í liðinni viku, var stefna filippeyskra stjórnvalda í fíkniefnamálum hörmuð. Þúsundir vímuefnaneytenda hafa verið teknir af lífi án dóms og laga á því rúma ári sem forseti eyjanna, Rodrigo Duterte, hefur rekið harða stefnu sína í málaflokknum. Í yfirlýsingunni er kallað eftir því að stefnunni verði breytt, þannig að hún taki mið af alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, og rannsóknir á dauðsföllum neytendanna verði til lykta leiddar.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sendinefnd Íslands á mannréttaþinginu beinir spjótum sínum að Filippseyjum. Það gerði hún einnig þegar þingið var haldið í Genf í september í fyrra, eins og Vísir greindi frá á sínum tíma.Á þinginu um helgina, rétt eins og í Genf á síðasta ári, sagði fulltrúi Filippseyja að afstaða Íslendinga væri mikil vonbrigði, hlutdræg og tilhæfulaus. Stjórnvöld í Manilla hefðu boðið Íslendingum til landsins þannig að þeir gætu sjálfir gengið úr skugga um stöðu mannréttindamála á Filippseyja. Það boð hefðu íslensk stjórnvöld ekki þegið.Sjá einnig: Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna„Því miður virðast vinir okkar ekki hafa mikinn áhuga á sannleikanum og vilja heldur reiða sig á villand upplýsingar,“ er haft eftir utanríkisráðherra Filippseyja, Alan Peter Cayetano, á vef kínverska ríkismiðilsins Xinhua. Í andsvari sínu benti fulltrúi Filippseyja á að ferill Íslendinga í mannréttindamálum væri ekki flekklaus - og nefndi móttöku flóttamanna máli sínu til stuðnings. Það væri niðurlægjandi fyrir hin þróuðu ríki heimsins að þriðji heimurinn tæki á móti um 80% allra flóttamanna heimsins.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherrVísir/egillEftir gagnrýnina Íslendinga í Genf í fyrra beindu Filippseyjar kastljósi sínu að fóstureyðingum á Íslandi. Þá hafði CBS-sjónvarpsstöðin nýlega birt umtalaða umfjöllun sína um Downs-heilkennið á Íslandi, en fá börn fæðast hér á landi með heilkennið. Í samtali við mbl segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, að viðbrögð Filippseyinga komi sér ekki á óvart. Þeir hafi áður hnýtt í Íslendinga, sem fyrr segir. Hann segir að sama skapi að viðbrögð þeirra muni ekki verða til þess að Íslendingar breyti stefnu sinni í málaflokknum á alþjóðavettvangi. Þar að auki segir Guðlaugur að heimboð stjórnvalda í Manilla skipti engu máli. Gagnrýnin lúti að því að þau starfi með alþjóðasamtökum og veiti þeim aðgengi að landinu. Það sé hreinlega of mikið af mannréttindabrotum í heiminum til að einn ráðherra Íslands geti tekið þau öll út.
Filippseyjar Tengdar fréttir Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02 Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56 „Verum Bandaríkin, ekki Ísland“ Talsmaður samtaka sem berjast fyrir réttindum fólks með Downs-heilkenni flutti tilfinningaþrungna ræðu fyrir bandarískri þingnefnd á dögunum 28. október 2017 08:14 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02
Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56
„Verum Bandaríkin, ekki Ísland“ Talsmaður samtaka sem berjast fyrir réttindum fólks með Downs-heilkenni flutti tilfinningaþrungna ræðu fyrir bandarískri þingnefnd á dögunum 28. október 2017 08:14