Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2018 12:26 McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. Vísir/AP Skipaður verjandi foreldra, sem undir stefnunni „ekkert umburðarlyndi“ voru skilin að frá börnum sínum, segir að skjólstæðingum sínum hafi ekki verið sagt hvar börnin eru niðurkomin. Þrátt fyrir að Bandaríkjastjórn hafi tilkynnt um að börnin færu aftur til foreldra sinna sé skorturinn á upplýsingum algjör. Þetta segir Shane McMahon, verjandi í El Paso, sem gagnrýnir orð Donalds Trump harðlega fyrir að segja að frásagnir af aðskilnaðinum hefðu verið ýktar. Hann býður forsetanum að koma að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að verða vitni að sorginni frá fyrstu hendi. „Þessar frásagnir eru engar ýkjusögur,“ segir McMahon sem segist vita dæmi þess að foreldrar viti ekki hvar börnin, allt niður í fjögurra ára gömul, séu niðurkomin.Fólk hefur hópað sig saman við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó til að mótmæla.vísir/apÍ tilkynningu frá Heimavörnum í Bandaríkjunum segir að þau viti hvar öll börnin eru en það sem taki tíma sé ferlið sem nú sé í gangi sem er fólgið í því að staðfesta, svo ekki verði um villst, að fólkið sem óskar eftir að fá að komast í samband við börnin séu raunverulegir foreldrar eða forráðamenn þeirra. Unnið er að því að koma foreldrum í samband við börnin en ekki er vitað hversu langan tíma allt ferlið mun taka. Í skoðanakönnun sem fréttastofa CBS gerði kemur í ljós að 75% þeirra sem kjósa Demókrataflokkinn telja að yfirvöld eigi að setja ferlið í algjöran forgang en aðeins 23% þeirra sem kjósa Repúblikanaflokkinn eru sama sinnis. Hundruð mótmælenda standa enn við landamærin og hrópa endurtekið „frelsum börnin“. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36 Trump líkir flóttafólki við innrásarher Í dag sagði forsetinn að réttast væri að senda flóttafólk rakleiðis tilbaka án þess að mál þeirra komi til kasta dómstóla. 24. júní 2018 23:34 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira
Skipaður verjandi foreldra, sem undir stefnunni „ekkert umburðarlyndi“ voru skilin að frá börnum sínum, segir að skjólstæðingum sínum hafi ekki verið sagt hvar börnin eru niðurkomin. Þrátt fyrir að Bandaríkjastjórn hafi tilkynnt um að börnin færu aftur til foreldra sinna sé skorturinn á upplýsingum algjör. Þetta segir Shane McMahon, verjandi í El Paso, sem gagnrýnir orð Donalds Trump harðlega fyrir að segja að frásagnir af aðskilnaðinum hefðu verið ýktar. Hann býður forsetanum að koma að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að verða vitni að sorginni frá fyrstu hendi. „Þessar frásagnir eru engar ýkjusögur,“ segir McMahon sem segist vita dæmi þess að foreldrar viti ekki hvar börnin, allt niður í fjögurra ára gömul, séu niðurkomin.Fólk hefur hópað sig saman við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó til að mótmæla.vísir/apÍ tilkynningu frá Heimavörnum í Bandaríkjunum segir að þau viti hvar öll börnin eru en það sem taki tíma sé ferlið sem nú sé í gangi sem er fólgið í því að staðfesta, svo ekki verði um villst, að fólkið sem óskar eftir að fá að komast í samband við börnin séu raunverulegir foreldrar eða forráðamenn þeirra. Unnið er að því að koma foreldrum í samband við börnin en ekki er vitað hversu langan tíma allt ferlið mun taka. Í skoðanakönnun sem fréttastofa CBS gerði kemur í ljós að 75% þeirra sem kjósa Demókrataflokkinn telja að yfirvöld eigi að setja ferlið í algjöran forgang en aðeins 23% þeirra sem kjósa Repúblikanaflokkinn eru sama sinnis. Hundruð mótmælenda standa enn við landamærin og hrópa endurtekið „frelsum börnin“.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36 Trump líkir flóttafólki við innrásarher Í dag sagði forsetinn að réttast væri að senda flóttafólk rakleiðis tilbaka án þess að mál þeirra komi til kasta dómstóla. 24. júní 2018 23:34 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira
Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36
Trump líkir flóttafólki við innrásarher Í dag sagði forsetinn að réttast væri að senda flóttafólk rakleiðis tilbaka án þess að mál þeirra komi til kasta dómstóla. 24. júní 2018 23:34
Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33