Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2018 17:05 Sum börnin hafa þurft að dvelja vikum saman í flóttamannabúðum við landamærin. Vísir/EPA Barnageðlæknum sem eru með börn í meðferð, sem hafa verið skilin að frá foreldrum sínum vegna innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar, er vandi á höndum vegna þess að skjólstæðingar þeirra glíma við nær fordæmalausar aðstæður sem ekki sér fyrir endann á. Geðlæknarnir vita varla hvernig þeir eiga að snúa sér í þessum óvanalegu aðstæðum vegna þess að í áfallameðferð er sá háttur vanalega hafður á að skjólstæðingurinn er kominn í örugga höfn og áfallið liðið hjá áður en meðferð er hafin að sögn Dr. Ruth Gerson, yfirlæknis við Bellevue barnaspítalans sem tjáði sig um ástandið á spítalanum við New York Times. Þetta sé aftur á móti langt því frá að vera tilfellið hjá þeim börnum sem voru skilin að frá foreldrum sínum á síðustu vikum. Þau búi enn við hörmungarástand, áföllin haldi áfram að dynja yfir þau og þá viti mörg þeirra ekki hvernig komið er fyrir fjölskyldum þeirra. „Við sem geðlæknar erum í erfiðari stöðu en venjulega vegna þess að við vitum ekki hvernig við eigum að hjálpa þeim. Við erum ekki með allar staðreyndir málsins á hreinu og það gerir áfallameðferðina mun flóknari en ella,“ segir Dr. Gerson sem lýsir yfir áhyggjum sínum af börnunum.Fjölskyldur eiga skilið að vera saman, segir á kröfuspjaldi í mótmælum gegn innflytjendastefnu Trump forseta. Byrjað var að skilja að fjölskyldur eftir að ríkisstjórn hans ákvað að ákæra alla sem koma ólöglega til landsins.Vísir/EPAHún segir að áföll í æsku geti haft hamlandi áhrif á þroska. Börn geti jafnvel glatað hæfileikum sem þau hafi þróað með sér og tileinkað sér. Hún segir líka að afleiðingar af áfallinu geti brotist út í skapofsaköstum og svefnröskunum. „Það er mikilvægt fyrir fólk að hafa í huga að börn geta líka veikst af alvarlegu þunglyndi og sjálfsvígshugsanir geta jafnvel sótt á þau, jafnvel á leikskólabörn.“ Hún biðlar til fósturforeldra að taka allri tjáningu, í þá veruna frá börnum, alvarlega. Hún segir að ófaglært fólk geti mistúlkað einkenni þeirra barna sem eru með áfallastreituröskun. Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar hvað varðar andlega heilsu þeirra. Það er ekki aðeins andleg heilsa sem læknarnir hafa áhyggjur af, þeir hafa líka áhyggjur af líkamlegu ástandi þeirra þar sem mörg börn séu um þessar mundir í umsjá fósturforeldra sem þekki ekki til sjúkrasögu þeirra. Fósturforeldrar að minnsta kosti tólf barna hafa þurft að leita til spítalans með börnin vegna þess að þau hafi ekki vitað hvað amaði að þeim. Fósturforeldrarnir hafi þó staðið sig afar vel í erfiðum aðstæðum. Sum barnanna glíma við astma en sökum þess að foreldrar þeirra voru sendir í burtu hafi verið erfitt að átta sig á sjúkrasögu þeirra. Nokkrir læknar brugðu á það ráð að spyrja systkini barnanna, sem sjálf voru börn, um sjúkrasöguna. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óljóst hvenær fjölskyldur verða sameinaðar Bandarískar alríkisstofnanir vita ekki í hvorn fótinn þær eiga að stíga eftir tilskipun Trump forseta í vikunni. Ríkisstjórnir reynir að nota hugtakið um aðskilnað fjölskyldna sem vopn gegn innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 23. júní 2018 11:35 Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira
Barnageðlæknum sem eru með börn í meðferð, sem hafa verið skilin að frá foreldrum sínum vegna innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar, er vandi á höndum vegna þess að skjólstæðingar þeirra glíma við nær fordæmalausar aðstæður sem ekki sér fyrir endann á. Geðlæknarnir vita varla hvernig þeir eiga að snúa sér í þessum óvanalegu aðstæðum vegna þess að í áfallameðferð er sá háttur vanalega hafður á að skjólstæðingurinn er kominn í örugga höfn og áfallið liðið hjá áður en meðferð er hafin að sögn Dr. Ruth Gerson, yfirlæknis við Bellevue barnaspítalans sem tjáði sig um ástandið á spítalanum við New York Times. Þetta sé aftur á móti langt því frá að vera tilfellið hjá þeim börnum sem voru skilin að frá foreldrum sínum á síðustu vikum. Þau búi enn við hörmungarástand, áföllin haldi áfram að dynja yfir þau og þá viti mörg þeirra ekki hvernig komið er fyrir fjölskyldum þeirra. „Við sem geðlæknar erum í erfiðari stöðu en venjulega vegna þess að við vitum ekki hvernig við eigum að hjálpa þeim. Við erum ekki með allar staðreyndir málsins á hreinu og það gerir áfallameðferðina mun flóknari en ella,“ segir Dr. Gerson sem lýsir yfir áhyggjum sínum af börnunum.Fjölskyldur eiga skilið að vera saman, segir á kröfuspjaldi í mótmælum gegn innflytjendastefnu Trump forseta. Byrjað var að skilja að fjölskyldur eftir að ríkisstjórn hans ákvað að ákæra alla sem koma ólöglega til landsins.Vísir/EPAHún segir að áföll í æsku geti haft hamlandi áhrif á þroska. Börn geti jafnvel glatað hæfileikum sem þau hafi þróað með sér og tileinkað sér. Hún segir líka að afleiðingar af áfallinu geti brotist út í skapofsaköstum og svefnröskunum. „Það er mikilvægt fyrir fólk að hafa í huga að börn geta líka veikst af alvarlegu þunglyndi og sjálfsvígshugsanir geta jafnvel sótt á þau, jafnvel á leikskólabörn.“ Hún biðlar til fósturforeldra að taka allri tjáningu, í þá veruna frá börnum, alvarlega. Hún segir að ófaglært fólk geti mistúlkað einkenni þeirra barna sem eru með áfallastreituröskun. Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar hvað varðar andlega heilsu þeirra. Það er ekki aðeins andleg heilsa sem læknarnir hafa áhyggjur af, þeir hafa líka áhyggjur af líkamlegu ástandi þeirra þar sem mörg börn séu um þessar mundir í umsjá fósturforeldra sem þekki ekki til sjúkrasögu þeirra. Fósturforeldrar að minnsta kosti tólf barna hafa þurft að leita til spítalans með börnin vegna þess að þau hafi ekki vitað hvað amaði að þeim. Fósturforeldrarnir hafi þó staðið sig afar vel í erfiðum aðstæðum. Sum barnanna glíma við astma en sökum þess að foreldrar þeirra voru sendir í burtu hafi verið erfitt að átta sig á sjúkrasögu þeirra. Nokkrir læknar brugðu á það ráð að spyrja systkini barnanna, sem sjálf voru börn, um sjúkrasöguna.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óljóst hvenær fjölskyldur verða sameinaðar Bandarískar alríkisstofnanir vita ekki í hvorn fótinn þær eiga að stíga eftir tilskipun Trump forseta í vikunni. Ríkisstjórnir reynir að nota hugtakið um aðskilnað fjölskyldna sem vopn gegn innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 23. júní 2018 11:35 Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira
Óljóst hvenær fjölskyldur verða sameinaðar Bandarískar alríkisstofnanir vita ekki í hvorn fótinn þær eiga að stíga eftir tilskipun Trump forseta í vikunni. Ríkisstjórnir reynir að nota hugtakið um aðskilnað fjölskyldna sem vopn gegn innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 23. júní 2018 11:35
Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36
Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00
Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26