Íslenskir tónleikahaldarar hljóta styrk Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. júní 2018 06:00 Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson halda úti tónleikastaðnum Havarí sem hlaut styrk í ár. fréttablaðið/valli Norræni menningarsjóðurinn hefur úthlutað styrkjum í svokallaðri Púls-áætlun. Um er að ræða styrki til skipuleggjenda tónleika og hljóta að þessu sinni tíu íslenskir skipuleggjendur styrkinn. „Norræni menningarsjóðurinn er að gera þetta til að byggja upp tónlistarstaði á Norðurlöndunum og stuðla að því að tónleikastaðir geti almennt bókað fleiri bönd af Norðurlöndunum. Þetta opnar á möguleikann á að fá bönd af öllum stærðargráðum til landsins að spila, ekki bara þau stærstu eins og vill oft verða,“ segir María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur. „Þetta er gert þannig að skipuleggjendur sækja um með sinn tónleikastað – þeir gera fjárhagsáætlun, setja upp dagsetningar og hvaða tónleika þeir ætla að halda – og svo ef þeir komast inn borgar sjóðurinn 50 prósent. Staðirnir sjálfir sjá svo um að greiða rest. Þannig að þetta er mjög veglegt.“ Styrkirnir eru í heild 4,8 milljónir danskra króna og dreifast þeir í ár á 62 skipuleggjendur um öll Norðurlöndin. Verkefnið hefur vaxið töluvert á milli ára – til að mynda hér á landi.Eistnaflug hljóta styrkinn í ár, en hátíðin var sú eina til að hljóta hann á síðasta ári.„Við vorum með þetta í fyrra og þá var Eistnaflug eini skipuleggjandinn sem fór inn í þetta prógramm en núna í ár smöluðum við saman fullt af tónleikastöðum alls staðar að af landinu og tíu þeirra komust í gegn. Þannig að nú eru tíu tónleikastaðir komnir í gegn og fá helming af kostnaði við að fá norræna listamenn til landsins greiddan.“Norrænn þríhyrningur um landið Meðal skipuleggjenda sem hljóta styrkinn í ár eru Húrra í miðbæ Reykjavíkur, Græni hatturinn á Akureyri og Havarí í Berufirði. Þessir þrír staðir munu nýta styrkinn þannig að þeir norrænu listamenn sem koma til þeirra munu taka tónleikaferðalag á milli staðanna og þar með ná að stoppa við á Suður-, Austur- og Norðurlandi í sömu ferðinni – fara eins konar þríhyrning um landið. Eistnaflug, Myrkir músíkdagar og Iceland Airwaves eru þær íslensku tónlistarhátíðir sem hljóta styrkinn og munu því geta boðið upp á enn fjölbreyttara úrval efnilegs norræns tónlistarfólks á næstu hátíðum. Svo eru það Mengi, Iðnó, Salurinn og Norræna húsið sem hljóta veglega styrki en allir þessir skipuleggjendur hafa lengi boðið upp á tónleika frá norrænum, oft minna þekktum, listamönnum. Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Norræni menningarsjóðurinn hefur úthlutað styrkjum í svokallaðri Púls-áætlun. Um er að ræða styrki til skipuleggjenda tónleika og hljóta að þessu sinni tíu íslenskir skipuleggjendur styrkinn. „Norræni menningarsjóðurinn er að gera þetta til að byggja upp tónlistarstaði á Norðurlöndunum og stuðla að því að tónleikastaðir geti almennt bókað fleiri bönd af Norðurlöndunum. Þetta opnar á möguleikann á að fá bönd af öllum stærðargráðum til landsins að spila, ekki bara þau stærstu eins og vill oft verða,“ segir María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur. „Þetta er gert þannig að skipuleggjendur sækja um með sinn tónleikastað – þeir gera fjárhagsáætlun, setja upp dagsetningar og hvaða tónleika þeir ætla að halda – og svo ef þeir komast inn borgar sjóðurinn 50 prósent. Staðirnir sjálfir sjá svo um að greiða rest. Þannig að þetta er mjög veglegt.“ Styrkirnir eru í heild 4,8 milljónir danskra króna og dreifast þeir í ár á 62 skipuleggjendur um öll Norðurlöndin. Verkefnið hefur vaxið töluvert á milli ára – til að mynda hér á landi.Eistnaflug hljóta styrkinn í ár, en hátíðin var sú eina til að hljóta hann á síðasta ári.„Við vorum með þetta í fyrra og þá var Eistnaflug eini skipuleggjandinn sem fór inn í þetta prógramm en núna í ár smöluðum við saman fullt af tónleikastöðum alls staðar að af landinu og tíu þeirra komust í gegn. Þannig að nú eru tíu tónleikastaðir komnir í gegn og fá helming af kostnaði við að fá norræna listamenn til landsins greiddan.“Norrænn þríhyrningur um landið Meðal skipuleggjenda sem hljóta styrkinn í ár eru Húrra í miðbæ Reykjavíkur, Græni hatturinn á Akureyri og Havarí í Berufirði. Þessir þrír staðir munu nýta styrkinn þannig að þeir norrænu listamenn sem koma til þeirra munu taka tónleikaferðalag á milli staðanna og þar með ná að stoppa við á Suður-, Austur- og Norðurlandi í sömu ferðinni – fara eins konar þríhyrning um landið. Eistnaflug, Myrkir músíkdagar og Iceland Airwaves eru þær íslensku tónlistarhátíðir sem hljóta styrkinn og munu því geta boðið upp á enn fjölbreyttara úrval efnilegs norræns tónlistarfólks á næstu hátíðum. Svo eru það Mengi, Iðnó, Salurinn og Norræna húsið sem hljóta veglega styrki en allir þessir skipuleggjendur hafa lengi boðið upp á tónleika frá norrænum, oft minna þekktum, listamönnum.
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira