Harden valinn bestur í NBA og þessir fengu hin verðlaunin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2018 09:30 James Harden með verðlaunin sín. James Harden var í nótt kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu leiktíð en hann átti frábært tímabil með liði Houston Rockets. Við sama tilefni voru verðlaunaðir þjálfari ársins, nýliði ársins, varnarmaður ársins, besti sjötti maður ársins og sá leikmaður sem bætti sinn leik mest. Harden var stigahæsti leikmaður deildarinnar með 30,4 stig í leik og lið hans Houston Rockets vann 65 leiki. Harden var aðeins fjórði leikmaðurinn í NBA-sögunni til að skora að 30 stig í leik og hjálpa um leið liði að vinna 65 leiki. Hinir eru Stephen Curry, Michael Jordan (tvisvar) og Kareem Abdul-Jabbar. Harden hafði verið tvisvar sinnum í öðru sæti á síðustu þremur árum en nú var ekki hægt að ganga framhjá honum. Auk stiganna (30,4 í leik) þá var hann með 8,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Ég hef verið að banka stanslaust á dyrnar síðustu fjögur árin. Nú rann þessi stund loksins upp. Á hverju ári hef ég reynt að bæta minn leik og það skiptir mig miklu máli að fá að halda þessum bikar,“ sagði James Harden á verðlaunaafhendingunni. Harden hafði betur en LeBron James sem varð annar í kjörinu. James átti magnað tímabil þar sem hann var með 27,5 stig, 9,1 stoðsendingu og 8,6 fráköst að meðaltali í leik. Harden vann yfirburðarsigur í kosningunni en 86 blaðamenn settu hann í fyrsta sætið en „aðeins“ fimmtán voru með James efstan.Who is your MVP? Lebron #RT Harden #FAVpic.twitter.com/eXrg47TNo3 — NFL Draft Diamonds (@DraftDiamonds) June 26, 2018 MOST. VALUABLE. PLAYER. Congrats, @JHarden13!#Rockets | #NBAAwardspic.twitter.com/2kNFWAgUBx — Houston Rockets (@HoustonRockets) June 26, 2018 Í þriðja sæti varð síðan Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans sem fór á flug eftir að liðsfélagi hans DeMarcus Cousins meiddist. Davis var með 30,2 stig, 11,9 fráköst, 3,2 varin skot og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik eftir 28. janúar. Russell Westbrook var með þrennu að meðaltali í leik en komst ekki inn á topp þrjú. Hér fyrir neðan má sjá hverjir fengu hin verðlaunin.Dwane Casey var kosinn þjálfari ársins en lið hans Toronto Raptors rak hann eftir tímabili. Casey fékk strax aftur starf hjá Detroit Pistons.Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers var kosinn besti nýliði tímabilsins en hann hafði betur gegn þeim Donovan Mitchell hjá Utah Jazz og Jayson Tatum hjá Boston Celtics.Rudy Gobert hjá Utah Jazz var valinn besti varnarmaður deildarinnar en hann hafði betur á móti þeim Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans og Joel Embiid hjá Philadelphia 76ers.Lou Williams hjá LA Clippers var valinn besti sjötti maðurinn en hann vann þessi verðlaun einnig 2015 sem leikmaður Toronto Raptors.Victor Oladipo hjá Indiana Pacers þótti hafa sýnt mestar framfarir á milli tímabila.Check out Dwane Casey's acceptance speech from tonight. #NBAAwards Can't wait for next season, Coach! pic.twitter.com/NkmkhxRLuB — Detroit Pistons (@DetroitPistons) June 26, 2018“I’d like to thank my family … my teammates, my great coach and the city of Philadelphia for really embracing me.”#HereTheyCome x #NBAAwardspic.twitter.com/uR9GSdScQS — Philadelphia 76ers (@sixers) June 26, 2018.@rudygobert27 dedicates #KiaDPOY Award to @utahjazz and family. #NBAAwardspic.twitter.com/HrmXjVcwty — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018"Shout out to the Pacers organization for believing in me. It's only the beginning for us." - @VicOladipo after winning 2017-2018 #KiaMIP#NBAAwardspic.twitter.com/scpBs5M91D — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018"I want to thank the Clippers organization for giving me an opportunity to be myself." - @TeamLou23 on winning #KiaSixth Man of the Year#NBAAwardspic.twitter.com/fDCeS2yob2 — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018 NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
James Harden var í nótt kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu leiktíð en hann átti frábært tímabil með liði Houston Rockets. Við sama tilefni voru verðlaunaðir þjálfari ársins, nýliði ársins, varnarmaður ársins, besti sjötti maður ársins og sá leikmaður sem bætti sinn leik mest. Harden var stigahæsti leikmaður deildarinnar með 30,4 stig í leik og lið hans Houston Rockets vann 65 leiki. Harden var aðeins fjórði leikmaðurinn í NBA-sögunni til að skora að 30 stig í leik og hjálpa um leið liði að vinna 65 leiki. Hinir eru Stephen Curry, Michael Jordan (tvisvar) og Kareem Abdul-Jabbar. Harden hafði verið tvisvar sinnum í öðru sæti á síðustu þremur árum en nú var ekki hægt að ganga framhjá honum. Auk stiganna (30,4 í leik) þá var hann með 8,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Ég hef verið að banka stanslaust á dyrnar síðustu fjögur árin. Nú rann þessi stund loksins upp. Á hverju ári hef ég reynt að bæta minn leik og það skiptir mig miklu máli að fá að halda þessum bikar,“ sagði James Harden á verðlaunaafhendingunni. Harden hafði betur en LeBron James sem varð annar í kjörinu. James átti magnað tímabil þar sem hann var með 27,5 stig, 9,1 stoðsendingu og 8,6 fráköst að meðaltali í leik. Harden vann yfirburðarsigur í kosningunni en 86 blaðamenn settu hann í fyrsta sætið en „aðeins“ fimmtán voru með James efstan.Who is your MVP? Lebron #RT Harden #FAVpic.twitter.com/eXrg47TNo3 — NFL Draft Diamonds (@DraftDiamonds) June 26, 2018 MOST. VALUABLE. PLAYER. Congrats, @JHarden13!#Rockets | #NBAAwardspic.twitter.com/2kNFWAgUBx — Houston Rockets (@HoustonRockets) June 26, 2018 Í þriðja sæti varð síðan Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans sem fór á flug eftir að liðsfélagi hans DeMarcus Cousins meiddist. Davis var með 30,2 stig, 11,9 fráköst, 3,2 varin skot og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik eftir 28. janúar. Russell Westbrook var með þrennu að meðaltali í leik en komst ekki inn á topp þrjú. Hér fyrir neðan má sjá hverjir fengu hin verðlaunin.Dwane Casey var kosinn þjálfari ársins en lið hans Toronto Raptors rak hann eftir tímabili. Casey fékk strax aftur starf hjá Detroit Pistons.Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers var kosinn besti nýliði tímabilsins en hann hafði betur gegn þeim Donovan Mitchell hjá Utah Jazz og Jayson Tatum hjá Boston Celtics.Rudy Gobert hjá Utah Jazz var valinn besti varnarmaður deildarinnar en hann hafði betur á móti þeim Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans og Joel Embiid hjá Philadelphia 76ers.Lou Williams hjá LA Clippers var valinn besti sjötti maðurinn en hann vann þessi verðlaun einnig 2015 sem leikmaður Toronto Raptors.Victor Oladipo hjá Indiana Pacers þótti hafa sýnt mestar framfarir á milli tímabila.Check out Dwane Casey's acceptance speech from tonight. #NBAAwards Can't wait for next season, Coach! pic.twitter.com/NkmkhxRLuB — Detroit Pistons (@DetroitPistons) June 26, 2018“I’d like to thank my family … my teammates, my great coach and the city of Philadelphia for really embracing me.”#HereTheyCome x #NBAAwardspic.twitter.com/uR9GSdScQS — Philadelphia 76ers (@sixers) June 26, 2018.@rudygobert27 dedicates #KiaDPOY Award to @utahjazz and family. #NBAAwardspic.twitter.com/HrmXjVcwty — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018"Shout out to the Pacers organization for believing in me. It's only the beginning for us." - @VicOladipo after winning 2017-2018 #KiaMIP#NBAAwardspic.twitter.com/scpBs5M91D — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018"I want to thank the Clippers organization for giving me an opportunity to be myself." - @TeamLou23 on winning #KiaSixth Man of the Year#NBAAwardspic.twitter.com/fDCeS2yob2 — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018
NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira