Uber fær aftur leyfi til að starfa í London Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2018 21:46 Uber sóttist eftir endurnýjun á starfsleyfi til fimm ára í september en var hafnað. Vísir/AFP Farveitan Uber hefur fengið tímabundið leyfi til að starfa í London. Fyrirtækinu hafði verið synjað um endurnýjun á starfsleyfi í september. Þrátt fyrir að dómari hafi úrskurðað að fyrirtækið gæti fengið leyfi á ný verður það á skilorði til fimmtán mánaða. Samgönguyfirvöld í London úrskurðuðu að Uber væri ekki hæft til að reka akstursþjónustu í borginni í haust. Dómari sneri þeirri niðurstöðu við í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrirtækið verður að uppfylla skilyrði samgönguyfirvalda til að halda leyfinu. Sadiq Khan, borgarstjóri í London, segir að niðurstaðan réttlæti afstöðu borgaryfirvalda. Uber hafi viðurkennt að samgönguyfirvöld hafi gert rétt með að synja fyrirtækinu um endurnýjun leyfisins vegna lélegra vinnubragða þess um árabil. Á meðal þess sem samgönguyfirvöld í London gerðu athugasemd við á sínum tíma var hvernig Uber tilkynnti um glæpi, hvernig það fengi læknisvottorð og bakgrunnsrannsóknir á ökumönnum. Skilyrði fyrir starfsemi Uber í London fela nú í sér að ökumenn megi aðeins nota snjallforrit Uber á svæðum þar sem þeir eru með leyfi til aksturs. Þá eru skilyrði um vinnutíma þeirra hert. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Farveitan Uber hefur fengið tímabundið leyfi til að starfa í London. Fyrirtækinu hafði verið synjað um endurnýjun á starfsleyfi í september. Þrátt fyrir að dómari hafi úrskurðað að fyrirtækið gæti fengið leyfi á ný verður það á skilorði til fimmtán mánaða. Samgönguyfirvöld í London úrskurðuðu að Uber væri ekki hæft til að reka akstursþjónustu í borginni í haust. Dómari sneri þeirri niðurstöðu við í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrirtækið verður að uppfylla skilyrði samgönguyfirvalda til að halda leyfinu. Sadiq Khan, borgarstjóri í London, segir að niðurstaðan réttlæti afstöðu borgaryfirvalda. Uber hafi viðurkennt að samgönguyfirvöld hafi gert rétt með að synja fyrirtækinu um endurnýjun leyfisins vegna lélegra vinnubragða þess um árabil. Á meðal þess sem samgönguyfirvöld í London gerðu athugasemd við á sínum tíma var hvernig Uber tilkynnti um glæpi, hvernig það fengi læknisvottorð og bakgrunnsrannsóknir á ökumönnum. Skilyrði fyrir starfsemi Uber í London fela nú í sér að ökumenn megi aðeins nota snjallforrit Uber á svæðum þar sem þeir eru með leyfi til aksturs. Þá eru skilyrði um vinnutíma þeirra hert.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent