Hvergi betra að vera á sumrin en á Íslandi Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. júní 2018 06:00 Stemmingin í fyrra var nánast óbærilega kósí eins og sjá má hér. Sigurður Guðmundsson Hljómsveitin GÓSS bregður undir sig gönguskónum og stingur stráinu í munninn og ætlar að ferðast um landið annað árið í röð. „Við förum bara nokkuð góðan hring og tökum nokkur gigg. Þetta er endurtekning frá því í fyrra en þá tókum við aðeins færri gigg, líklega um fjórtán. Við verðum á einhverjum sömu stöðum. Við ætlum að keyra hringinn, stilla upp á hverjum stað og halda tónleika. Þetta er bara einfalt,“ segir Sigríður Thorlacius en ásamt henni eru það Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Óskar sem skipa GÓSS. „Það var aðeins styttri atrenna í fyrra – við ákváðum þetta einhvern veginn og keyrðum bara af stað. Við fengum Steinþór Helga til að hjálpa okkur við að hafa samband við staði og búa til lógískan rúnt. Svo vorum við með gott fólk með okkur, fjölskyldur voru að stökkva inn og út og koma með í parta af túrnum. Þetta er svona sumarfrí?… með smá vinnu. Reyndar aðeins meiri vinna en frí en eins ljúfur vinnutími og hægt er að fá og auðvitað geggjað að fara á nýja staði og hitta nýtt fólk. Það er vonandi að veðrið verði gott í þetta sinn en ef ekki þá skiptir það engu máli – ég er á því að það sé hvergi betra að vera á sumrin en á Íslandi, ég er svo gamaldags – ég er bara með strá í munninum og í gönguskóm.“Það virðist vera orðið smá trend hjá tónlistarmönnum að ferðast innanlands og spila á tónleikum á kaffihúsum og matsölustöðum úti á landi – sveitaballið gamla góða virðist vera liðið undir lok og hafa verið andvana í svolítinn tíma. „Gamla góða sveitaballið, það er svolítið dáið – þessi gamli sveitaballarúntur sem hljómsveitir tóku hér einu sinni. Fólk var kannski búið að sjá að ballið væri búið og fann sér annan „platform“ – fólk fór að halda tónleika í staðinn fyrir ball.“ Sigríður samsinnir því að þetta sé auðvitað ekki bara frábær afsökun fyrir þau til að ferðast innanlands heldur líka borgarbúa og landsmenn alla, til að ferðast um landið og elta GÓSS, að minnsta kosti hluta af ferðinni. „Já, endilega, henda tjaldi í bílinn og stígvélunum og svo bara keyra af stað! Það væri auðvitað frábært að fá einhverja með okkur í lestina.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Hljómsveitin GÓSS bregður undir sig gönguskónum og stingur stráinu í munninn og ætlar að ferðast um landið annað árið í röð. „Við förum bara nokkuð góðan hring og tökum nokkur gigg. Þetta er endurtekning frá því í fyrra en þá tókum við aðeins færri gigg, líklega um fjórtán. Við verðum á einhverjum sömu stöðum. Við ætlum að keyra hringinn, stilla upp á hverjum stað og halda tónleika. Þetta er bara einfalt,“ segir Sigríður Thorlacius en ásamt henni eru það Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Óskar sem skipa GÓSS. „Það var aðeins styttri atrenna í fyrra – við ákváðum þetta einhvern veginn og keyrðum bara af stað. Við fengum Steinþór Helga til að hjálpa okkur við að hafa samband við staði og búa til lógískan rúnt. Svo vorum við með gott fólk með okkur, fjölskyldur voru að stökkva inn og út og koma með í parta af túrnum. Þetta er svona sumarfrí?… með smá vinnu. Reyndar aðeins meiri vinna en frí en eins ljúfur vinnutími og hægt er að fá og auðvitað geggjað að fara á nýja staði og hitta nýtt fólk. Það er vonandi að veðrið verði gott í þetta sinn en ef ekki þá skiptir það engu máli – ég er á því að það sé hvergi betra að vera á sumrin en á Íslandi, ég er svo gamaldags – ég er bara með strá í munninum og í gönguskóm.“Það virðist vera orðið smá trend hjá tónlistarmönnum að ferðast innanlands og spila á tónleikum á kaffihúsum og matsölustöðum úti á landi – sveitaballið gamla góða virðist vera liðið undir lok og hafa verið andvana í svolítinn tíma. „Gamla góða sveitaballið, það er svolítið dáið – þessi gamli sveitaballarúntur sem hljómsveitir tóku hér einu sinni. Fólk var kannski búið að sjá að ballið væri búið og fann sér annan „platform“ – fólk fór að halda tónleika í staðinn fyrir ball.“ Sigríður samsinnir því að þetta sé auðvitað ekki bara frábær afsökun fyrir þau til að ferðast innanlands heldur líka borgarbúa og landsmenn alla, til að ferðast um landið og elta GÓSS, að minnsta kosti hluta af ferðinni. „Já, endilega, henda tjaldi í bílinn og stígvélunum og svo bara keyra af stað! Það væri auðvitað frábært að fá einhverja með okkur í lestina.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira