Haraldur gleymdist við útskriftarathöfn hjá HÍ Sveinn Arnarsson skrifar 27. júní 2018 06:00 Haraldur Sigþórsson átti ekki góðan útskriftardag. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Haraldur Sigþórsson verkfræðingur segist niðurlægður og hafa sárnað mjög að Háskóli Íslands gleymdi honum við útskrift úr kvikmyndafræði við skólann síðastliðinn laugardag. „Mannleg mistök,“ segir forseti Hugvísindasviðs. Haraldur er doktor í verkfræði. Líf hans breyttist töluvert eftir að hann þurfti að venja sig við að nota hjólastól. „Mig langaði að prufa eitthvað nýtt og þessi litla endurmenntun vatt upp á sig með því að ég kláraði kvikmyndafræði til BA-prófs. Langaði að auðga andann með því að viða að mér þekkingu í hugvísindum ofan á verkfræðina,“ segir Haraldur. „En útskriftin var algjört klúður,“ segir hann. „Þeir sem eru í hjólastól eða þurfa aðstoð fá aðstoð við að komast upp ramp og skella sér svo inn í röðina með hinum kandídötunum. Ég er þarna kominn upp á svið og svo er ég ekkert lesinn upp með hinum,“ segir Haraldur.Jón Atli Benediktsson háskólarektor bað Harald Sigþórsson afsökunar.Kristinn Ingvarsson„Ég sit þarna eins og ég hafi ekkert verið að útskrifast. Ég þurfti því eiginlega að grípa fram í þegar átti að fara að byrja á að útskrifa listfræðinemana,“ segir hann. „Svo var nafnið mitt lesið upp og mér bara rétt eitthvað annað en prófskírteini til að þetta liti betur út.“ Haraldur segir þetta hafa verið niðurlægjandi lífsreynslu. „Ég mæti yfirleitt ekki í svona. Í þessu tilfelli var ég hins vegar búinn að gera allar þær ráðstafanir sem ég gat, senda tvo tölvupósta á sviðið til að tryggja að allt yrði í lagi. Svo bara varð þetta ekkert í lagi. Mig langaði helst að fara strax í burtu og yfirgefa samkomuna en það var erfitt því ég átti pantaðan bíl klukkutíma seinna. Venjulega hefði ég komið mér út strax.“ Guðmundur Hálfdánarson, forseti Hugvísindasviðs HÍ, segir þetta mannleg mistök. „Nafn hans gleymdist og við hörmum það. Starfsmaður sviðsins hafði samband við hann seinna um daginn og afhenti honum rétt prófskírteini og útskýrði fyrir honum mistökin,“ segir Guðmundur. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nærri 2.000 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag Háskóli Íslands brautskráir í dag nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi við tvær athafnir sem fara fram í Laugardalshöll. 23. júní 2018 09:30 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Haraldur Sigþórsson verkfræðingur segist niðurlægður og hafa sárnað mjög að Háskóli Íslands gleymdi honum við útskrift úr kvikmyndafræði við skólann síðastliðinn laugardag. „Mannleg mistök,“ segir forseti Hugvísindasviðs. Haraldur er doktor í verkfræði. Líf hans breyttist töluvert eftir að hann þurfti að venja sig við að nota hjólastól. „Mig langaði að prufa eitthvað nýtt og þessi litla endurmenntun vatt upp á sig með því að ég kláraði kvikmyndafræði til BA-prófs. Langaði að auðga andann með því að viða að mér þekkingu í hugvísindum ofan á verkfræðina,“ segir Haraldur. „En útskriftin var algjört klúður,“ segir hann. „Þeir sem eru í hjólastól eða þurfa aðstoð fá aðstoð við að komast upp ramp og skella sér svo inn í röðina með hinum kandídötunum. Ég er þarna kominn upp á svið og svo er ég ekkert lesinn upp með hinum,“ segir Haraldur.Jón Atli Benediktsson háskólarektor bað Harald Sigþórsson afsökunar.Kristinn Ingvarsson„Ég sit þarna eins og ég hafi ekkert verið að útskrifast. Ég þurfti því eiginlega að grípa fram í þegar átti að fara að byrja á að útskrifa listfræðinemana,“ segir hann. „Svo var nafnið mitt lesið upp og mér bara rétt eitthvað annað en prófskírteini til að þetta liti betur út.“ Haraldur segir þetta hafa verið niðurlægjandi lífsreynslu. „Ég mæti yfirleitt ekki í svona. Í þessu tilfelli var ég hins vegar búinn að gera allar þær ráðstafanir sem ég gat, senda tvo tölvupósta á sviðið til að tryggja að allt yrði í lagi. Svo bara varð þetta ekkert í lagi. Mig langaði helst að fara strax í burtu og yfirgefa samkomuna en það var erfitt því ég átti pantaðan bíl klukkutíma seinna. Venjulega hefði ég komið mér út strax.“ Guðmundur Hálfdánarson, forseti Hugvísindasviðs HÍ, segir þetta mannleg mistök. „Nafn hans gleymdist og við hörmum það. Starfsmaður sviðsins hafði samband við hann seinna um daginn og afhenti honum rétt prófskírteini og útskýrði fyrir honum mistökin,“ segir Guðmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nærri 2.000 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag Háskóli Íslands brautskráir í dag nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi við tvær athafnir sem fara fram í Laugardalshöll. 23. júní 2018 09:30 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Nærri 2.000 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag Háskóli Íslands brautskráir í dag nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi við tvær athafnir sem fara fram í Laugardalshöll. 23. júní 2018 09:30