Sósíalisti sópaði vonarstjörnu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júní 2018 06:57 Alexandria Ocasio-Cortez rak ódýra en öfluga grasrótarbaráttu. Vísir/getty Hinn þaulsetni Joe Crowley, sem margir bjuggust við að myndi taka við sem leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, hlaut ekki endurkjör í kosningum flokksins í New York-ríki í gærkvöldi. Sú sem skákaði honum var hin 28 ára gamla Alexandria Ocasio-Cortez, fyrrum sjálfboðaliði í kosningabaráttu Bernie Sanders og yfirlýstur sósíalisti. Þegar búið er að telja um 98% atkvæða hefur Ocasio-Cortez hlotið um 57.5% atkvæða gegn 42.5% Crowley. Stjórnmálaskýrendur lýsa úrslitunum sem einhverjum þeim óvæntustu í nútímasögu bandarískra stjórnmála. Ocasio-Cortez á rætur að rekja til Púertó-Ríkó. Hún gangrýndi Crowley harðlega í kosningabaráttunni fyrir tengsl hans við auðvaldið á Wall Street og sagði hún hann ekki í neinum tengslum við umbjóðendur sína. Þeir eru margir hverjir, ekki síst í Queens og Bronx, af erlendum uppruna - rétt eins og Ocasio-Cortez. Crowley hefur lengi verið háttsettur innan Demókrataflokksins og bjuggust margir við því að hann myndi taka við leiðtogastöðu áður en langt um liði. Í samtali við Guardian segja starfsmenn flokksins að Crowley hafi fyrir vikið verið nokkuð sigurviss. Hann hafi því rekið nokkuð lágstemmda kosningabaráttu, þrátt fyrir að hafa safnað tífalt meira fjármagni en Ocasio-Cortez. Kosningabaráttu Ocasio-Cortez er lýst sem grasrótarbaráttu sem reiddi sig á töluverðan fjölda sjálfboðaliða. Hún heimsótti landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó á dögunum og kallaði eftir því að aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í innflyjendamálum yrði hætt. Crowley hefur lýst yfir ósigri og óskað Ocasio-Cortez til hamingju. Hann muni áfram vinna að því að koma Repúblikanaflokknum úr Hvíta húsinu - því „ríkisstjórn Trump er ógn við allt það sem við í Queens og Bronx stöndum fyrir.“ Donald Trump var sjálfur kampakátur með úrslitin, enda hefur hann lengi haft horn í síðu Crowley. „Kannski hefði hann átt að vera vingjarnlegri við forsetann sinn,“ skrifaði Trump á Twitter eftir að úrslitin lágu fyrir.Wow! Big Trump Hater Congressman Joe Crowley, who many expected was going to take Nancy Pelosi's place, just LOST his primary election. In other words, he's out! That is a big one that nobody saw happening. Perhaps he should have been nicer, and more respectful, to his President!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2018 Bandaríkin Mexíkó Púertó Ríkó Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Hinn þaulsetni Joe Crowley, sem margir bjuggust við að myndi taka við sem leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, hlaut ekki endurkjör í kosningum flokksins í New York-ríki í gærkvöldi. Sú sem skákaði honum var hin 28 ára gamla Alexandria Ocasio-Cortez, fyrrum sjálfboðaliði í kosningabaráttu Bernie Sanders og yfirlýstur sósíalisti. Þegar búið er að telja um 98% atkvæða hefur Ocasio-Cortez hlotið um 57.5% atkvæða gegn 42.5% Crowley. Stjórnmálaskýrendur lýsa úrslitunum sem einhverjum þeim óvæntustu í nútímasögu bandarískra stjórnmála. Ocasio-Cortez á rætur að rekja til Púertó-Ríkó. Hún gangrýndi Crowley harðlega í kosningabaráttunni fyrir tengsl hans við auðvaldið á Wall Street og sagði hún hann ekki í neinum tengslum við umbjóðendur sína. Þeir eru margir hverjir, ekki síst í Queens og Bronx, af erlendum uppruna - rétt eins og Ocasio-Cortez. Crowley hefur lengi verið háttsettur innan Demókrataflokksins og bjuggust margir við því að hann myndi taka við leiðtogastöðu áður en langt um liði. Í samtali við Guardian segja starfsmenn flokksins að Crowley hafi fyrir vikið verið nokkuð sigurviss. Hann hafi því rekið nokkuð lágstemmda kosningabaráttu, þrátt fyrir að hafa safnað tífalt meira fjármagni en Ocasio-Cortez. Kosningabaráttu Ocasio-Cortez er lýst sem grasrótarbaráttu sem reiddi sig á töluverðan fjölda sjálfboðaliða. Hún heimsótti landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó á dögunum og kallaði eftir því að aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í innflyjendamálum yrði hætt. Crowley hefur lýst yfir ósigri og óskað Ocasio-Cortez til hamingju. Hann muni áfram vinna að því að koma Repúblikanaflokknum úr Hvíta húsinu - því „ríkisstjórn Trump er ógn við allt það sem við í Queens og Bronx stöndum fyrir.“ Donald Trump var sjálfur kampakátur með úrslitin, enda hefur hann lengi haft horn í síðu Crowley. „Kannski hefði hann átt að vera vingjarnlegri við forsetann sinn,“ skrifaði Trump á Twitter eftir að úrslitin lágu fyrir.Wow! Big Trump Hater Congressman Joe Crowley, who many expected was going to take Nancy Pelosi's place, just LOST his primary election. In other words, he's out! That is a big one that nobody saw happening. Perhaps he should have been nicer, and more respectful, to his President!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2018
Bandaríkin Mexíkó Púertó Ríkó Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira