Tíu tíma fundur skilaði samkomulagi Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júní 2018 05:47 Fundarmenn funduðu í 10 klukkustundir í þessu litríka herbergi. EU Council press Leiðtogar Evrópusambandsins náðu í morgun samkomulagi um framtíðarskipulag flóttamannamála í álfunni. Mikil spenna var á fundinum og hótuðu fulltrúar Ítalíu, sem tekið hafa við þúsundum flóttamanna á árinu, að fella allar tillögur sem kæmu upp á leiðtogafundinum ef ríki þeirra fengi ekki aðstoð í málaflokknum. Þá höfðu Póland, Ungverjaland og önnur ríki Mið-Evrópu þvertekið fyrir að axla aukna ábyrgð í flóttamannamálum. Umræðurnar um flóttamannamálin stóðu alls yfir í um 10 klukkustundir og lauk ekki fyrr en á fjórða tímanum í morgun - með samkomulagi sem fyrr segir. Það er meðal annars sagt kveða á um að auka gæslu á ytri landamærum Evrópusambandsins, sem og að létta álaginu af löndum eins og Grikklandi, Spáni og Ítalíu sem eru fyrsti áfangastaður flestra flóttamanna.EU28 leaders have agreed on #euco conclusions incl. migration.— Donald Tusk (@eucopresident) June 29, 2018 Lítið hefur lekið út um nákvæm efnisatriði samningsins. Blaðamenn Guardian telja þó að hann feli í sér uppsetningu landamærastöðva í Norður-Afríku, þangað sem flóttamenn skulu leita til að sjá hvort þeir uppfylli skilyrði um hælisumsókn í Evrópu. Sjóðir Evrópusambandsins verði notaðir til að greiða fyrir uppsetninguna, sem og til að „sannfæra“ ríki Norður-Afríku um ágæti fyrirkomulagsins. Ekkert hefur komið fram sem bendir til samstarfsvilja ríkjanna á þessari stundu. Samkomulagið á einnig að fela í sér uppsetningu sambærilegra stöðva í ríkjum sambandsins. Stjórnvöldum ríkjanna er þó í sjálfsvald sett hvort þeim verði komið á laggirnar en sveigjanleikinn er talinn verið svar við andstöðu fyrrnefndra ríkja.Sjá einnig: Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Þar að auki er samningurinn sagður fela í sér aukna þátttöku annarra ríkja ESB í björgun flóttamanna á Miðjarðarhafi. Nákvæm útlistun á því hvernig þau skuli gert liggur þó ekki fyrir. Að sama skapi eigi að reyna að leysa upp smyglhringina, sem margir hverjir flytja flóttamenn á hriplekum kænum yfir Miðjarðarhafið.Breska ríkisútvarpið segir jafnframt að samningurinn kveði á um takmarkanir á ferðafrelsi flóttamanna milli Evrópusambandsríkja. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði eftir fundinn að enn væri mikil vinna framundan. Engu að síður gæfu niðurstöður fundarins góð fyrirheit. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, sagði að hin samevrópska hugsjón hafi staðið upp sem sigurvegari eftir nóttina. Markaðir tóku að sama skapi vel í fregnir af samkomulagi, en evran styrktist um 0,6 prósent eftir að fundinum var slitið. Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Alþjóðadagur flóttafólks haldinn hátíðlegur í dag Í dag, 20. júní, er Alþjóðadagur flóttafólks. Til að vekja athygli á stöðu flóttamanna býður Rauði krossinn á Íslandi upp á ókeypis kvikmyndasýningu í Bíói Paradís. 20. júní 2018 07:00 220 flóttamenn hafa drukknað undan ströndum Líbíu Einungis fimm komust lífs af þegar bátur með um hundrað manns hvolfdi á hafi úti á þriðjudag. 21. júní 2018 21:17 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins náðu í morgun samkomulagi um framtíðarskipulag flóttamannamála í álfunni. Mikil spenna var á fundinum og hótuðu fulltrúar Ítalíu, sem tekið hafa við þúsundum flóttamanna á árinu, að fella allar tillögur sem kæmu upp á leiðtogafundinum ef ríki þeirra fengi ekki aðstoð í málaflokknum. Þá höfðu Póland, Ungverjaland og önnur ríki Mið-Evrópu þvertekið fyrir að axla aukna ábyrgð í flóttamannamálum. Umræðurnar um flóttamannamálin stóðu alls yfir í um 10 klukkustundir og lauk ekki fyrr en á fjórða tímanum í morgun - með samkomulagi sem fyrr segir. Það er meðal annars sagt kveða á um að auka gæslu á ytri landamærum Evrópusambandsins, sem og að létta álaginu af löndum eins og Grikklandi, Spáni og Ítalíu sem eru fyrsti áfangastaður flestra flóttamanna.EU28 leaders have agreed on #euco conclusions incl. migration.— Donald Tusk (@eucopresident) June 29, 2018 Lítið hefur lekið út um nákvæm efnisatriði samningsins. Blaðamenn Guardian telja þó að hann feli í sér uppsetningu landamærastöðva í Norður-Afríku, þangað sem flóttamenn skulu leita til að sjá hvort þeir uppfylli skilyrði um hælisumsókn í Evrópu. Sjóðir Evrópusambandsins verði notaðir til að greiða fyrir uppsetninguna, sem og til að „sannfæra“ ríki Norður-Afríku um ágæti fyrirkomulagsins. Ekkert hefur komið fram sem bendir til samstarfsvilja ríkjanna á þessari stundu. Samkomulagið á einnig að fela í sér uppsetningu sambærilegra stöðva í ríkjum sambandsins. Stjórnvöldum ríkjanna er þó í sjálfsvald sett hvort þeim verði komið á laggirnar en sveigjanleikinn er talinn verið svar við andstöðu fyrrnefndra ríkja.Sjá einnig: Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Þar að auki er samningurinn sagður fela í sér aukna þátttöku annarra ríkja ESB í björgun flóttamanna á Miðjarðarhafi. Nákvæm útlistun á því hvernig þau skuli gert liggur þó ekki fyrir. Að sama skapi eigi að reyna að leysa upp smyglhringina, sem margir hverjir flytja flóttamenn á hriplekum kænum yfir Miðjarðarhafið.Breska ríkisútvarpið segir jafnframt að samningurinn kveði á um takmarkanir á ferðafrelsi flóttamanna milli Evrópusambandsríkja. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði eftir fundinn að enn væri mikil vinna framundan. Engu að síður gæfu niðurstöður fundarins góð fyrirheit. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, sagði að hin samevrópska hugsjón hafi staðið upp sem sigurvegari eftir nóttina. Markaðir tóku að sama skapi vel í fregnir af samkomulagi, en evran styrktist um 0,6 prósent eftir að fundinum var slitið.
Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Alþjóðadagur flóttafólks haldinn hátíðlegur í dag Í dag, 20. júní, er Alþjóðadagur flóttafólks. Til að vekja athygli á stöðu flóttamanna býður Rauði krossinn á Íslandi upp á ókeypis kvikmyndasýningu í Bíói Paradís. 20. júní 2018 07:00 220 flóttamenn hafa drukknað undan ströndum Líbíu Einungis fimm komust lífs af þegar bátur með um hundrað manns hvolfdi á hafi úti á þriðjudag. 21. júní 2018 21:17 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30
Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45
Alþjóðadagur flóttafólks haldinn hátíðlegur í dag Í dag, 20. júní, er Alþjóðadagur flóttafólks. Til að vekja athygli á stöðu flóttamanna býður Rauði krossinn á Íslandi upp á ókeypis kvikmyndasýningu í Bíói Paradís. 20. júní 2018 07:00
220 flóttamenn hafa drukknað undan ströndum Líbíu Einungis fimm komust lífs af þegar bátur með um hundrað manns hvolfdi á hafi úti á þriðjudag. 21. júní 2018 21:17