Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2018 07:35 Hluti af forsíðu dagblaðsins The Capital Gazette í dag, 29. júní 2018. Mynd/The Capital Gazette Árásarmaður skaut fimm til bana á skrifstofu dagblaðsins The Capital Gazette í borginni Annapolis í Maryland-ríki í Bandaríkjunum í gær. Dagblaðið kom út í morgun, eins og venjulega, þrátt fyrir árásina. Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. The Capital Gazette birti mynd af föstudagsforsíðunni á Twitter-reikningi sínum í morgun. Forsíðufréttin ber fyrirsögnina „5 skotnir til bana hjá The Capital“ og myndum af hinum látnu er raðað fyrir ofan hana ásamt nöfnum: Wendi Winters, Rebecca Smith, John McNamara, Gerald Fischman og Rob Hiaasen. Þau störfuðu öll hjá blaðinu, ýmist sem blaðamenn, ritstjórar eða sinntu öðrum störfum á ritstjórninni.pic.twitter.com/dEiIgEd15K— Capital Gazette (@capgaznews) June 29, 2018 Chase Cook, blaðamaður The Capital Gazette, hét því stuttu eftir árásina að ritstjórnin gæfi út blað daginn eftir. Tíst Cook þess efnis vakti mikla athygli á Twitter í gær.I can tell you this: We are putting out a damn paper tomorrow.— Chase Cook (@chaseacook) June 28, 2018 Í frétt bandarísku fréttastofunnar CNN er haft eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að byssumaðurinn sé karlmaður að nafni Jarrod Warren Ramos, sem höfðaði meiðyrðamál gegn blaðinu árið 2012. Málið var látið niður falla. Þá er einnig haft eftir lögreglu að ritstjórn blaðsins hafi borist hótanir í gegnum samfélagsmiðla, síðast í gær. Hinn grunaði notaðist við haglabyssu og reyksprengjur í árásinni. Lögregla kom að honum að loknu voðaverkinu þar sem hann faldi sig undir skrifborði. Maðurinn hefur verið handtekinn. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti vottað fórnarlömbum árásarinnar og aðstandendum þeirra samúð sína. Í Twitter-færslu sem hann birti í gær þakkaði hann einnig viðbragðsaðilum á vettvangi. Trump hefur verið harðlega gagnrýninn á fjölmiðla allt frá því að hann bauð sig fyrst fram og hefur ítrekað lýst fjölmiðlum sem óvinum bandarísku þjóðarinnar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Árásarmaður skaut fimm til bana á skrifstofu dagblaðsins The Capital Gazette í borginni Annapolis í Maryland-ríki í Bandaríkjunum í gær. Dagblaðið kom út í morgun, eins og venjulega, þrátt fyrir árásina. Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. The Capital Gazette birti mynd af föstudagsforsíðunni á Twitter-reikningi sínum í morgun. Forsíðufréttin ber fyrirsögnina „5 skotnir til bana hjá The Capital“ og myndum af hinum látnu er raðað fyrir ofan hana ásamt nöfnum: Wendi Winters, Rebecca Smith, John McNamara, Gerald Fischman og Rob Hiaasen. Þau störfuðu öll hjá blaðinu, ýmist sem blaðamenn, ritstjórar eða sinntu öðrum störfum á ritstjórninni.pic.twitter.com/dEiIgEd15K— Capital Gazette (@capgaznews) June 29, 2018 Chase Cook, blaðamaður The Capital Gazette, hét því stuttu eftir árásina að ritstjórnin gæfi út blað daginn eftir. Tíst Cook þess efnis vakti mikla athygli á Twitter í gær.I can tell you this: We are putting out a damn paper tomorrow.— Chase Cook (@chaseacook) June 28, 2018 Í frétt bandarísku fréttastofunnar CNN er haft eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að byssumaðurinn sé karlmaður að nafni Jarrod Warren Ramos, sem höfðaði meiðyrðamál gegn blaðinu árið 2012. Málið var látið niður falla. Þá er einnig haft eftir lögreglu að ritstjórn blaðsins hafi borist hótanir í gegnum samfélagsmiðla, síðast í gær. Hinn grunaði notaðist við haglabyssu og reyksprengjur í árásinni. Lögregla kom að honum að loknu voðaverkinu þar sem hann faldi sig undir skrifborði. Maðurinn hefur verið handtekinn. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti vottað fórnarlömbum árásarinnar og aðstandendum þeirra samúð sína. Í Twitter-færslu sem hann birti í gær þakkaði hann einnig viðbragðsaðilum á vettvangi. Trump hefur verið harðlega gagnrýninn á fjölmiðla allt frá því að hann bauð sig fyrst fram og hefur ítrekað lýst fjölmiðlum sem óvinum bandarísku þjóðarinnar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46