Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: KA 0-0 Breiðablik | Markalaust á Greifavellinum Arnar Geir Halldórsson skrifar 1. júlí 2018 19:15 Cristian Martínez var maður leiksins í dag. Hann kom til KA frá Víkingi Ólafsvík fyrir tímabilið vísir/andri marinó KA og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust á Akureyrarvelli, sem nú heitir reyndar Greifavöllur, í 11.umferð Pepsi-deildar karla í dag. KA-menn urðu fyrir áfalli strax á 19.mínútu þegar Hallgrímur Jónasson þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Þrátt fyrir það náðu Blikar ekki að opna vörn heimamanna í fyrri hálfleik þrátt fyrir að gestirnir hafi verið mun meira með boltann. Hvort lið komst einu sinni mjög nálægt því að skora í fyrri hálfleik. Viktor Örn Margeirsson fékk algjört dauðafæri á 38.mínútu þegar boltinn barst til hans í teignum eftir aukaspyrnu Jonathan Hendrickx. Afgreiðsla Viktors hins vegar slök og hátt yfir markið. Skömmu síðar komst Ásgeir Sigurgeirsson nálægt því að skora fyrir KA en Gunnleifur Gunnleifsson sá við honum og varði skalla Ásgeirs frábærlega. Markalaust í leikhléi. Snemma í síðari hálfleik verður svo atvik sem breytir gangi leiksins umtalsvert. Aleksandar Trninic, á gulu spjaldi, ákveður að sparka aftan í Gísla Eyjólfsson og fær réttilega sitt annað gula spjald og þar með rautt. Virkilega heimskulegt, sér í lagi hjá jafn reynslumiklum leikmanni. Í kjölfarið lögðust KA-menn í skotgrafirnar og tókst að halda aftur af Blikum út leikinn. KA-menn fengu líklega besta færi leiksins á 63.mínútu þegar boltinn barst til Bjarna Mark Antonssonar í vítateig Blika. Afgreiðsla Bjarna hins vegar arfaslök og hafnaði framhjá markinu. Af hverju varð jafntefli?Fyrri hálfleikur var einfaldlega slakur hjá báðum liðum. Blikarnir héldu boltanum innan liðsins án þess að skapa mikið og KA-menn voru ekki að ógna með skyndisóknum eins og þeir gera svo oft, mjög vel, þegar þeir liggja til baka. Eftir að Aleksandar Trninic er svo rekinn útaf í upphafi síðari hálfleiks leggjast KA-menn enn neðar á völlinn og hugsa fyrst og fremst um að halda marki sínu hreinu. KA-menn hefðu þó getað stolið sigrinum enda fengu þeir líklega tvö bestu færi leiksins. Blikar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn til að opna vörn KA og ógnuðu aðallega með langskotum sem Cristian Martinez, markvörður KA, leysti frábærlega margsinnis. Þá varði hann einu sinni frábærlega frá Viktori Erni Margeirssyni en sá síðarnefndi fékk tvö frábær færi í leiknum.Hverjir stóðu upp úr?Markverðir liðanna. Cristian Martinez er án nokkurs vafa maður leiksins. Hans besti leikur í KA treyjunni og hann varði fjöldann allan af skotum. Flest þeirra vissulega langskot en margar góðar tilraunir engu að síður. Gunnleifur hefur oft haft meira að gera en hann verður að fá að vera hérna fyrir frábæra vörslu þegar Ásgeir átti mjög góðan skalla. Gísli Eyjólfsson var bestur útileikmanna. Hann lék sér oft að tíðum að varnarmönnum KA sem áttu engan kost á öðru en að sparka Gísla niður til að stöðva hann. Gísli vann fjölda aukaspyrna fyrir Blika og átti sömuleiðis bestu skottilraunirnar. Einkunnir má sjá með að smella á Liðin efst í greininni.Hvað gekk illa?Aleksandar Trninic fær að eiga þennan lið einn og sér. Svosem ekkert við hans frammistöðu að athuga þar til hann er rekinn af velli í upphafi síðari hálfleiks. Algjört dómgreindarleysi verður til þess að hann fær að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Í kjölfarið neyðast KA-menn til leggjast aftar á völlinn og fara að verja stigið. Hann hlýtur að hafa beðið liðsfélaga sína afsökunar að leik loknum.Hvað gerist næst?Blikar halda á annan erfiðan útivöll í næstu umferð þar sem þeir þurfa að heimsækja Eyjamenn á Hásteinsvöll. KA-manna bíður hinsvegar annar heimaleikur; fallbaráttuslagur gegn Fjölni á Greifavellinum næstkomandi fimmtudag. Gústi Gylfa: Tvö stig töpuðÁgúst Gylfasonvísir/antonÁgúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var svekktur með markaleysið. „Ég lít á þetta sem tvö stig töpuð í ljósi þess hvernig leikurinn þróaðist. Við komum hingað og ætluðum okkur að halda hreinu. Við gerðum það og gerðum það vel, þeir sköpuðu sér ekki mikið. Auðvitað eigum við að klára þetta þegar við erum einum fleiri svona lengi. Við sköpuðum okkur einhver færi en hann varði vel í markinu hjá þeim, stóð sig frábærlega,“ sagði Ágúst. Hann hrósar andstæðingum í hástert fyrir að hafa náð að halda marki sínu hreinu út leikinn. „Þetta var eiginlega bara sigur KA-manna. Þeir lögðu sig 100% fram og náðu að halda hreinu. KA er með hörku varnarlið og markvörðurinn átti frábæran leik. Þeir stóðu sig frábærlega í að koma boltanum í burtu og góður karakter hjá þeim að ná í þetta stig. Ég tek hattinn ofan fyrir þeim að hafa náð að halda hreinu. Það vantaði smá hugmyndafræði hjá okkur en allt kredit til KA-manna,“ sagði Ágúst. Hart var barist í leiknum og fóru alls níu spjöld á loft. Ágúst hrósaði Vilhjálmi Alvari, dómara leiksins, fyrir frammistöðuna. „Þetta var vel dæmdur leikur. Sumarið er búið að vera dálítið þannig að okkar menn eru mikið sparkaðir niður. Það var eitt rautt í dag og mér fannst hann taka fínt á þessu,“ sagði Ágúst. Túfa: Fyrra spjaldið var algjört grínSrdjan Tufegdzic, þjálfari KA.visir/stefánTúfa, þjálfari KA, var mjög jákvæður í leikslok og hrósaði liði sínu í hástert. „Ég er mjög stoltur af mínu liði í dag. Að spila 40-45 mínútur einum færri gegn Breiðablik. Menn gáfu allt í þetta og voru að henda sér fyrir boltann. Allt sem við höfum verið að gera undanfarnar vikur skilaði sér í dag. Ég er pínu svekktur að við skyldum ekki skora mark í fyrri hálfleik. Mér fannst við fá betri færi, 11 á móti 11.“ Hann segir Trninic hafa tekið heimskulega ákvörðun en var ekki sammála fyrra spjaldinu sem Trninic fékk. „Þetta var heimskulegt. Maður sem er á gulu spjaldi á ekki að brjóta svona. Mér fannst samt fyrra spjaldið sem hann fékk algjört grín. Hann var ekki maðurinn sem braut þar. Hann var bara nálægt brotinu og Gísli lenti á honum í kjölfarið,“ sagði Túfa og hélt áfram. „Hann er með þetta orðspor sem gerir það að verkum að hann fær alltaf spjald fyrir fyrsta brot.“ KA-menn eru að berjast í neðri hluta deildarinnar og telur Túfa að liðið geti tekið margt gott með sér úr þessum leik. „Varnarleikurinn og skipulagið á liðinu var upp á tíu, algjörlega til fyrirmyndar. 11 á móti 11 vantaði bara herslumun til að við myndum skora mark. Andinn í liðinu var frábær og mikil barátta. Við tökum það með okkur í næstu leiki. Pepsi Max-deild karla
KA og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust á Akureyrarvelli, sem nú heitir reyndar Greifavöllur, í 11.umferð Pepsi-deildar karla í dag. KA-menn urðu fyrir áfalli strax á 19.mínútu þegar Hallgrímur Jónasson þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Þrátt fyrir það náðu Blikar ekki að opna vörn heimamanna í fyrri hálfleik þrátt fyrir að gestirnir hafi verið mun meira með boltann. Hvort lið komst einu sinni mjög nálægt því að skora í fyrri hálfleik. Viktor Örn Margeirsson fékk algjört dauðafæri á 38.mínútu þegar boltinn barst til hans í teignum eftir aukaspyrnu Jonathan Hendrickx. Afgreiðsla Viktors hins vegar slök og hátt yfir markið. Skömmu síðar komst Ásgeir Sigurgeirsson nálægt því að skora fyrir KA en Gunnleifur Gunnleifsson sá við honum og varði skalla Ásgeirs frábærlega. Markalaust í leikhléi. Snemma í síðari hálfleik verður svo atvik sem breytir gangi leiksins umtalsvert. Aleksandar Trninic, á gulu spjaldi, ákveður að sparka aftan í Gísla Eyjólfsson og fær réttilega sitt annað gula spjald og þar með rautt. Virkilega heimskulegt, sér í lagi hjá jafn reynslumiklum leikmanni. Í kjölfarið lögðust KA-menn í skotgrafirnar og tókst að halda aftur af Blikum út leikinn. KA-menn fengu líklega besta færi leiksins á 63.mínútu þegar boltinn barst til Bjarna Mark Antonssonar í vítateig Blika. Afgreiðsla Bjarna hins vegar arfaslök og hafnaði framhjá markinu. Af hverju varð jafntefli?Fyrri hálfleikur var einfaldlega slakur hjá báðum liðum. Blikarnir héldu boltanum innan liðsins án þess að skapa mikið og KA-menn voru ekki að ógna með skyndisóknum eins og þeir gera svo oft, mjög vel, þegar þeir liggja til baka. Eftir að Aleksandar Trninic er svo rekinn útaf í upphafi síðari hálfleiks leggjast KA-menn enn neðar á völlinn og hugsa fyrst og fremst um að halda marki sínu hreinu. KA-menn hefðu þó getað stolið sigrinum enda fengu þeir líklega tvö bestu færi leiksins. Blikar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn til að opna vörn KA og ógnuðu aðallega með langskotum sem Cristian Martinez, markvörður KA, leysti frábærlega margsinnis. Þá varði hann einu sinni frábærlega frá Viktori Erni Margeirssyni en sá síðarnefndi fékk tvö frábær færi í leiknum.Hverjir stóðu upp úr?Markverðir liðanna. Cristian Martinez er án nokkurs vafa maður leiksins. Hans besti leikur í KA treyjunni og hann varði fjöldann allan af skotum. Flest þeirra vissulega langskot en margar góðar tilraunir engu að síður. Gunnleifur hefur oft haft meira að gera en hann verður að fá að vera hérna fyrir frábæra vörslu þegar Ásgeir átti mjög góðan skalla. Gísli Eyjólfsson var bestur útileikmanna. Hann lék sér oft að tíðum að varnarmönnum KA sem áttu engan kost á öðru en að sparka Gísla niður til að stöðva hann. Gísli vann fjölda aukaspyrna fyrir Blika og átti sömuleiðis bestu skottilraunirnar. Einkunnir má sjá með að smella á Liðin efst í greininni.Hvað gekk illa?Aleksandar Trninic fær að eiga þennan lið einn og sér. Svosem ekkert við hans frammistöðu að athuga þar til hann er rekinn af velli í upphafi síðari hálfleiks. Algjört dómgreindarleysi verður til þess að hann fær að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Í kjölfarið neyðast KA-menn til leggjast aftar á völlinn og fara að verja stigið. Hann hlýtur að hafa beðið liðsfélaga sína afsökunar að leik loknum.Hvað gerist næst?Blikar halda á annan erfiðan útivöll í næstu umferð þar sem þeir þurfa að heimsækja Eyjamenn á Hásteinsvöll. KA-manna bíður hinsvegar annar heimaleikur; fallbaráttuslagur gegn Fjölni á Greifavellinum næstkomandi fimmtudag. Gústi Gylfa: Tvö stig töpuðÁgúst Gylfasonvísir/antonÁgúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var svekktur með markaleysið. „Ég lít á þetta sem tvö stig töpuð í ljósi þess hvernig leikurinn þróaðist. Við komum hingað og ætluðum okkur að halda hreinu. Við gerðum það og gerðum það vel, þeir sköpuðu sér ekki mikið. Auðvitað eigum við að klára þetta þegar við erum einum fleiri svona lengi. Við sköpuðum okkur einhver færi en hann varði vel í markinu hjá þeim, stóð sig frábærlega,“ sagði Ágúst. Hann hrósar andstæðingum í hástert fyrir að hafa náð að halda marki sínu hreinu út leikinn. „Þetta var eiginlega bara sigur KA-manna. Þeir lögðu sig 100% fram og náðu að halda hreinu. KA er með hörku varnarlið og markvörðurinn átti frábæran leik. Þeir stóðu sig frábærlega í að koma boltanum í burtu og góður karakter hjá þeim að ná í þetta stig. Ég tek hattinn ofan fyrir þeim að hafa náð að halda hreinu. Það vantaði smá hugmyndafræði hjá okkur en allt kredit til KA-manna,“ sagði Ágúst. Hart var barist í leiknum og fóru alls níu spjöld á loft. Ágúst hrósaði Vilhjálmi Alvari, dómara leiksins, fyrir frammistöðuna. „Þetta var vel dæmdur leikur. Sumarið er búið að vera dálítið þannig að okkar menn eru mikið sparkaðir niður. Það var eitt rautt í dag og mér fannst hann taka fínt á þessu,“ sagði Ágúst. Túfa: Fyrra spjaldið var algjört grínSrdjan Tufegdzic, þjálfari KA.visir/stefánTúfa, þjálfari KA, var mjög jákvæður í leikslok og hrósaði liði sínu í hástert. „Ég er mjög stoltur af mínu liði í dag. Að spila 40-45 mínútur einum færri gegn Breiðablik. Menn gáfu allt í þetta og voru að henda sér fyrir boltann. Allt sem við höfum verið að gera undanfarnar vikur skilaði sér í dag. Ég er pínu svekktur að við skyldum ekki skora mark í fyrri hálfleik. Mér fannst við fá betri færi, 11 á móti 11.“ Hann segir Trninic hafa tekið heimskulega ákvörðun en var ekki sammála fyrra spjaldinu sem Trninic fékk. „Þetta var heimskulegt. Maður sem er á gulu spjaldi á ekki að brjóta svona. Mér fannst samt fyrra spjaldið sem hann fékk algjört grín. Hann var ekki maðurinn sem braut þar. Hann var bara nálægt brotinu og Gísli lenti á honum í kjölfarið,“ sagði Túfa og hélt áfram. „Hann er með þetta orðspor sem gerir það að verkum að hann fær alltaf spjald fyrir fyrsta brot.“ KA-menn eru að berjast í neðri hluta deildarinnar og telur Túfa að liðið geti tekið margt gott með sér úr þessum leik. „Varnarleikurinn og skipulagið á liðinu var upp á tíu, algjörlega til fyrirmyndar. 11 á móti 11 vantaði bara herslumun til að við myndum skora mark. Andinn í liðinu var frábær og mikil barátta. Við tökum það með okkur í næstu leiki.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti