Víkingar fyrstir til að vinna ÍA Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. júní 2018 21:11 Úr leik ÍA og Víkings síðasta sumar Vísir/Hanna Andrésdóttir Víkingur Ólafsvík varð fyrsta liðið til þess að vinna ÍA í Inkasso deild karla þetta sumarið. Leiknir sigraði Þrótt í Reykjavíkurslag og Haukar burstuðu ÍR. ÍA og Víkingur féllu úr Pepsi deild karla síðasta haust. ÍA hefur byrjað mótið í Inkassodeildinni frábærlega og er í harðri baráttu við HK um toppsætið. Vikingar blönduðu sér heldur betur í baráttuna með sigri í Ólafsvík í kvöld. Alexander Helgi Sigurðarson kom heimamönnum yfir strax á 15. mínútu með glæsimarki fyrir utan teiginn. Seinna mark Víkings var ekki verra, Gonzalo Zamaro lyfti boltanum yfir Árna Snæ Ólafsson í marki ÍA. Gonzalo var svo hársbreidd frá því að bæta við þegar skot hans fór í slánna og niður örfáum mínútum seinna. Í uppbótartíma seinni hálfleiks náðu Skagamenn að minnka muninn með marki frá Steinari Þorsteinssyni. Það dugði hins vegar ekki til og 2-1 sigur Víkings raunin. Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis sem sótti Þrótt heim á Eimskipsvöllinn í Laugardal. Fyrra markið kom á 18. mínútu eftir sendingu frá Sólon Breka Leifssyni. Það seinna gerði Sævar þegar liðið var á seinni hálfleik þegar hann skaut á milli fóta varnarmanns Þróttar og í netið. Leikurinn fór úr öskunni í eldinn fyrir Þrótt undir lokinn þegar Aron Þórður Albertsson fékk að líta rauða spjaldið að því virtist fyrir munnsöfnuð. Með sigrinum fer Leiknir fjórum stigum frá fallsæti þar sem ÍR situr sem fastast eftir stórtap fyrir Haukum í Breiðholtinu. Haukar gerðu tvö mörk strax í upphafi leiks sem gerðu ÍR-ingum erfitt fyrir. Haukur Ásberg Hilmarsson gerði fyrsta markið á 15. mínútu og Elton Barros tvöfaldaði forystuna úr víti þremur mínútum seinna. Arnar Aðalgeirsson bætti við á 64. mínútu og Alexander Helgason gerði svo út um leikinn á 74. mínútu. Lokatölur 4-0 sigur Hauka. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Íslenski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Víkingur Ólafsvík varð fyrsta liðið til þess að vinna ÍA í Inkasso deild karla þetta sumarið. Leiknir sigraði Þrótt í Reykjavíkurslag og Haukar burstuðu ÍR. ÍA og Víkingur féllu úr Pepsi deild karla síðasta haust. ÍA hefur byrjað mótið í Inkassodeildinni frábærlega og er í harðri baráttu við HK um toppsætið. Vikingar blönduðu sér heldur betur í baráttuna með sigri í Ólafsvík í kvöld. Alexander Helgi Sigurðarson kom heimamönnum yfir strax á 15. mínútu með glæsimarki fyrir utan teiginn. Seinna mark Víkings var ekki verra, Gonzalo Zamaro lyfti boltanum yfir Árna Snæ Ólafsson í marki ÍA. Gonzalo var svo hársbreidd frá því að bæta við þegar skot hans fór í slánna og niður örfáum mínútum seinna. Í uppbótartíma seinni hálfleiks náðu Skagamenn að minnka muninn með marki frá Steinari Þorsteinssyni. Það dugði hins vegar ekki til og 2-1 sigur Víkings raunin. Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis sem sótti Þrótt heim á Eimskipsvöllinn í Laugardal. Fyrra markið kom á 18. mínútu eftir sendingu frá Sólon Breka Leifssyni. Það seinna gerði Sævar þegar liðið var á seinni hálfleik þegar hann skaut á milli fóta varnarmanns Þróttar og í netið. Leikurinn fór úr öskunni í eldinn fyrir Þrótt undir lokinn þegar Aron Þórður Albertsson fékk að líta rauða spjaldið að því virtist fyrir munnsöfnuð. Með sigrinum fer Leiknir fjórum stigum frá fallsæti þar sem ÍR situr sem fastast eftir stórtap fyrir Haukum í Breiðholtinu. Haukar gerðu tvö mörk strax í upphafi leiks sem gerðu ÍR-ingum erfitt fyrir. Haukur Ásberg Hilmarsson gerði fyrsta markið á 15. mínútu og Elton Barros tvöfaldaði forystuna úr víti þremur mínútum seinna. Arnar Aðalgeirsson bætti við á 64. mínútu og Alexander Helgason gerði svo út um leikinn á 74. mínútu. Lokatölur 4-0 sigur Hauka. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Íslenski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira