Umdeildum breytingum á fjármálakerfi Sviss líklegast hafnað Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2018 10:57 Ólíklegt þykir að tillagan verði samþykkt en fyrstu tölur gefa í skyn að þrír fjórðu þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hafi hafnað breytingunum. Vísir/Getty Svisslendingar ganga í dag til atkvæðagreiðslu um umdeilda tillögu um breytingar á fjármálakerfi landsins. Breytingarnar ganga út á að banna fjármálastofnunum að lána meiri peninga en þeir eiga innistæðu fyrir. Verði tillagan, sem gengur undir nafninu Vollgeld, samþykkt munu bankar ekki lengur geta búið peninga til, ef svo má að orði komast. Ólíklegt þykir að tillagan verði samþykkt en fyrstu tölur gefa í skyn að þrír fjórðu þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hafi hafnað breytingunum. Atkvæðagreiðslan er til komin vegna þess að fleiri en hundrað þúsund manns skrifuðu undir að halda skyldi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Samkvæmt svissneskum lögum eru öll málefni sem ná hundrað þúsund undirskriftum tekin fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslum. Stuðningsmenn Vollgeld héldu því fram að breytingarnar myndu koma í veg fyrir bólumyndun í hagkerfi landsins. Seðlabanki landsins gæti stýrt fjármagni í umferð með mikilli nákvæmni. Ríkisstjórn Sviss og samtök fjármálafyrirtækja börðust þó gegn tillögunni af miklum krafti og sögðu hana geta lamað efnahag ríkisins. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Svisslendingar ganga í dag til atkvæðagreiðslu um umdeilda tillögu um breytingar á fjármálakerfi landsins. Breytingarnar ganga út á að banna fjármálastofnunum að lána meiri peninga en þeir eiga innistæðu fyrir. Verði tillagan, sem gengur undir nafninu Vollgeld, samþykkt munu bankar ekki lengur geta búið peninga til, ef svo má að orði komast. Ólíklegt þykir að tillagan verði samþykkt en fyrstu tölur gefa í skyn að þrír fjórðu þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hafi hafnað breytingunum. Atkvæðagreiðslan er til komin vegna þess að fleiri en hundrað þúsund manns skrifuðu undir að halda skyldi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Samkvæmt svissneskum lögum eru öll málefni sem ná hundrað þúsund undirskriftum tekin fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslum. Stuðningsmenn Vollgeld héldu því fram að breytingarnar myndu koma í veg fyrir bólumyndun í hagkerfi landsins. Seðlabanki landsins gæti stýrt fjármagni í umferð með mikilli nákvæmni. Ríkisstjórn Sviss og samtök fjármálafyrirtækja börðust þó gegn tillögunni af miklum krafti og sögðu hana geta lamað efnahag ríkisins.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira