Lífið

Býst við fjölda gesta á fyrsta dúkkuvændishús Rússlands

Samúel Karl Ólason skrifar
Vændishús sem þessi hafa verið opnuð víða um Evrópu á undanförnum árum en þau státa af latexdúkkum í raunstærð sem gestir geta leigt.
Vændishús sem þessi hafa verið opnuð víða um Evrópu á undanförnum árum en þau státa af latexdúkkum í raunstærð sem gestir geta leigt.
Dmitry Alexandrov, eigandi fyrsta dúkkuvændishúss Rússlands, býst við fjölda gesta á meðan Heimsmeistaramótið í fótbolta stendur yfir. Lumidolls Sex Hotel í Moskvu er auglýst sem fyrsta löglega vændishús Rússlands og þar kostar klukkustund með dúkku fimm þúsund rúblur sem samsvarar rúmum átta þúsund krónum. Vændishús sem þessi hafa verið opnuð víða um Evrópu á undanförnum árum en þau státa af latexdúkkum í raunstærð sem gestir geta leigt.

Sjá einnig: Kynlífsdúkkuhús opnar í Árósum

Dmitry, sem opnaði dúkkuhúsið í maí, segist geta boðið gestum upp á að setja dúkkurnar í landsliðsbúninga liða sem keppa á mótinu. Hann segir það skemmtilega tilviljun að hann hafi opnað svo skömmu fyrir mótið og líklega muni um helmingur gesta Rússlands koma án betri helminga sinna.

Hefðbundnar vændiskonur munu ekki vera áberandi í Rússlandi á meðan á mótinu stendur, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Vændiskonur segja lögregluna hafa varað þær sérstaklega við því að stunda vændi í þeim borgum þar sem leikir eru spilaðir. Aðgerðarsinnar segja það ekki í fyrsta sinn sem lögreglan grípur til róttækra aðgerða þegar mikið er um að vera í Rússlandi. Vændiskonur hafi til dæmis verið gert að greiða háar sektir eða fangelsaðar á meðan að Ólympíuleikarnir í Sochi stóðu yfir árið 2014.

Eigendur nektarstaða eru með svipaðar væntingar og Dmitry og búast við miklum viðskiptum í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×