Lífið

Sögulegt tap Stjörnustríðs

Bergþór Másson skrifar
Aðalpersónur myndarinnar.
Aðalpersónur myndarinnar. Lucasfilm/Disney
„Solo: A Star Wars Story“ er dýrasta Stjörnustríðs mynd frá upphafi, og einnig sú fyrsta í sögunni sem tapar peningum. Myndin var heimsfrumsýnd þann 23. Maí. Sérfræðingar á Wall Street telja að myndin muni tapa yfir 50 milljón dollurum, sem samsvarar um það bil 5,3 milljörðum íslenskra króna.

„Solo: A Star Wars Story,“ er önnur hliðarsagan í Stjörnustríðssögunni og segir frá ævintýrum Han Solo áður en hann og Luke Skywalker kynntust.

Myndin kostaði 250 milljón dollara (26,5 milljarða), og græddi 264 milljón dollara (28 milljarða) í miðasölu. Hinsvegar var himinháum upphæðum eytt í markaðssetningu myndarinnar sem leiddi til þess að tapið var sögulegt.

Til samanburðar, græddu Stjörnustríðsmyndirnar „The Force Awakenes“ og „Star Wars: The Last Jedi,“ 2 milljarða dollara (212,6 milljarða) og 1,3 milljarð dollara (138,2 milljarða).

Sérfræðingar telja að slæmt gengi myndarinnar sé lélegri markaðssetningu að kenna frekar en áhugaleysi almennings á fleiri Stjörnustríðsmyndum.

Fréttin er unnin upp úr umfjöllun Hypebeast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×