„Íslendingar takið 1. september frá. Við verðum öll að hjálpast að“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 11. júní 2018 20:30 Freyr var sáttur í leikslok. vísir/andri marinó Ísland er komið í efsta sæti riðilsins í undankeppni HM í fótbolta 2019 eftir 2-0 sigur á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var eins og við mátti búast hæst ánægður í leikslok. „Þetta var eins og ég átti von á, erfiður og óþægilegur leikur,“ sagði Freyr sem sagði fyrir leik að það væri langt síðan hann hafi verið eins órólegur fyrir leik. „Þær voru ótrúlega öflugar, ja eða ekki ótrúlega, þær eru bara orðnar öflugar.“ „Mjög feginn bara og ótrúlega stoltur að vera á toppnum með tvær umferðir eftir. Bring it on.“ Staðan var markalaus í hálfleik og þrátt fyrir að íslenska liðið hafi verið mun meira með boltann voru stelpurnar ekki sérstaklega sannfærandi og náðu lítið að skapa sér. Hélt landsliðsþjálfarinn eldræðu yfir sínum konum í leikhléi? „Ég veit það ekki. Ég var ekkert rosalega sáttur við ýmislegt en það var margt líka í lagi. Það kom eitthvað.“ Það gekk fremur erfiðlega að fá mikla leikgreiningu úr landsliðsþjálfaranum eftir leikinn þar sem fátt annað komst að en gleði og léttir yfir því að hafa klárað leikinn. „Góður sigur og við erum á toppnum. Það er það sem skiptir máli, mér er alveg sama,“ sagði hann aðspurður um mat á leiknum. Elín Metta Jensen kom með sterka innkomu af bekknum í dag og kom fyrsta markið stuttu eftir að hún kom inn á. „Frábær leikmaður. Mikið búið að ganga á hjá henni, læknisfræðin og inntökupróf og vesen. Ánægður með að hún náði þrjátíu mínútum og ég vissi að hún myndi skila þeim vel.“ Freyr fór fögrum orðum um andstæðinginn, sem þrátt fyrir að vera nokkuð langt fyrir neðan Ísland á heimslistanum var alls ekki auðveldur. „Núna þegar ég er búinn að ná í sex stig (gegn Slóveníu) og halda hreinu á móti þeim þá get ég sagt það bara að ég er ánægður með þróunina í Slóveníu og það sem er í gangi. Þær eru á réttri vegferð og það er mjög gott fyrir fótboltann að svona þjóðir á þessum kaliber séu að taka framförum.“ Ísland spilar úrslitaleik um toppsætið gegn Þjóðverjum í Laugardalnum þann 1. september en eitt stig skilur liðin að þegar tvær umferðir eru eftir. Lokaleikur Íslands er svo gegn Tékkum þann 4. september. „Þetta er geggjað. Við erum með hreinan úrslitaleik við Þýskaland 1. september. Íslendingar, takiði daginn frá. Við gerum þetta ekki án þeirra, við verðum öll að hjálpast að. Þýskaland er.. ég get ekki einu sinni lýst því. Við þurfum að hjálpast að við þetta og við erum að fara í þetta saman,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira
Ísland er komið í efsta sæti riðilsins í undankeppni HM í fótbolta 2019 eftir 2-0 sigur á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var eins og við mátti búast hæst ánægður í leikslok. „Þetta var eins og ég átti von á, erfiður og óþægilegur leikur,“ sagði Freyr sem sagði fyrir leik að það væri langt síðan hann hafi verið eins órólegur fyrir leik. „Þær voru ótrúlega öflugar, ja eða ekki ótrúlega, þær eru bara orðnar öflugar.“ „Mjög feginn bara og ótrúlega stoltur að vera á toppnum með tvær umferðir eftir. Bring it on.“ Staðan var markalaus í hálfleik og þrátt fyrir að íslenska liðið hafi verið mun meira með boltann voru stelpurnar ekki sérstaklega sannfærandi og náðu lítið að skapa sér. Hélt landsliðsþjálfarinn eldræðu yfir sínum konum í leikhléi? „Ég veit það ekki. Ég var ekkert rosalega sáttur við ýmislegt en það var margt líka í lagi. Það kom eitthvað.“ Það gekk fremur erfiðlega að fá mikla leikgreiningu úr landsliðsþjálfaranum eftir leikinn þar sem fátt annað komst að en gleði og léttir yfir því að hafa klárað leikinn. „Góður sigur og við erum á toppnum. Það er það sem skiptir máli, mér er alveg sama,“ sagði hann aðspurður um mat á leiknum. Elín Metta Jensen kom með sterka innkomu af bekknum í dag og kom fyrsta markið stuttu eftir að hún kom inn á. „Frábær leikmaður. Mikið búið að ganga á hjá henni, læknisfræðin og inntökupróf og vesen. Ánægður með að hún náði þrjátíu mínútum og ég vissi að hún myndi skila þeim vel.“ Freyr fór fögrum orðum um andstæðinginn, sem þrátt fyrir að vera nokkuð langt fyrir neðan Ísland á heimslistanum var alls ekki auðveldur. „Núna þegar ég er búinn að ná í sex stig (gegn Slóveníu) og halda hreinu á móti þeim þá get ég sagt það bara að ég er ánægður með þróunina í Slóveníu og það sem er í gangi. Þær eru á réttri vegferð og það er mjög gott fyrir fótboltann að svona þjóðir á þessum kaliber séu að taka framförum.“ Ísland spilar úrslitaleik um toppsætið gegn Þjóðverjum í Laugardalnum þann 1. september en eitt stig skilur liðin að þegar tvær umferðir eru eftir. Lokaleikur Íslands er svo gegn Tékkum þann 4. september. „Þetta er geggjað. Við erum með hreinan úrslitaleik við Þýskaland 1. september. Íslendingar, takiði daginn frá. Við gerum þetta ekki án þeirra, við verðum öll að hjálpast að. Þýskaland er.. ég get ekki einu sinni lýst því. Við þurfum að hjálpast að við þetta og við erum að fara í þetta saman,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira