„Íslendingar takið 1. september frá. Við verðum öll að hjálpast að“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 11. júní 2018 20:30 Freyr var sáttur í leikslok. vísir/andri marinó Ísland er komið í efsta sæti riðilsins í undankeppni HM í fótbolta 2019 eftir 2-0 sigur á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var eins og við mátti búast hæst ánægður í leikslok. „Þetta var eins og ég átti von á, erfiður og óþægilegur leikur,“ sagði Freyr sem sagði fyrir leik að það væri langt síðan hann hafi verið eins órólegur fyrir leik. „Þær voru ótrúlega öflugar, ja eða ekki ótrúlega, þær eru bara orðnar öflugar.“ „Mjög feginn bara og ótrúlega stoltur að vera á toppnum með tvær umferðir eftir. Bring it on.“ Staðan var markalaus í hálfleik og þrátt fyrir að íslenska liðið hafi verið mun meira með boltann voru stelpurnar ekki sérstaklega sannfærandi og náðu lítið að skapa sér. Hélt landsliðsþjálfarinn eldræðu yfir sínum konum í leikhléi? „Ég veit það ekki. Ég var ekkert rosalega sáttur við ýmislegt en það var margt líka í lagi. Það kom eitthvað.“ Það gekk fremur erfiðlega að fá mikla leikgreiningu úr landsliðsþjálfaranum eftir leikinn þar sem fátt annað komst að en gleði og léttir yfir því að hafa klárað leikinn. „Góður sigur og við erum á toppnum. Það er það sem skiptir máli, mér er alveg sama,“ sagði hann aðspurður um mat á leiknum. Elín Metta Jensen kom með sterka innkomu af bekknum í dag og kom fyrsta markið stuttu eftir að hún kom inn á. „Frábær leikmaður. Mikið búið að ganga á hjá henni, læknisfræðin og inntökupróf og vesen. Ánægður með að hún náði þrjátíu mínútum og ég vissi að hún myndi skila þeim vel.“ Freyr fór fögrum orðum um andstæðinginn, sem þrátt fyrir að vera nokkuð langt fyrir neðan Ísland á heimslistanum var alls ekki auðveldur. „Núna þegar ég er búinn að ná í sex stig (gegn Slóveníu) og halda hreinu á móti þeim þá get ég sagt það bara að ég er ánægður með þróunina í Slóveníu og það sem er í gangi. Þær eru á réttri vegferð og það er mjög gott fyrir fótboltann að svona þjóðir á þessum kaliber séu að taka framförum.“ Ísland spilar úrslitaleik um toppsætið gegn Þjóðverjum í Laugardalnum þann 1. september en eitt stig skilur liðin að þegar tvær umferðir eru eftir. Lokaleikur Íslands er svo gegn Tékkum þann 4. september. „Þetta er geggjað. Við erum með hreinan úrslitaleik við Þýskaland 1. september. Íslendingar, takiði daginn frá. Við gerum þetta ekki án þeirra, við verðum öll að hjálpast að. Þýskaland er.. ég get ekki einu sinni lýst því. Við þurfum að hjálpast að við þetta og við erum að fara í þetta saman,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira
Ísland er komið í efsta sæti riðilsins í undankeppni HM í fótbolta 2019 eftir 2-0 sigur á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var eins og við mátti búast hæst ánægður í leikslok. „Þetta var eins og ég átti von á, erfiður og óþægilegur leikur,“ sagði Freyr sem sagði fyrir leik að það væri langt síðan hann hafi verið eins órólegur fyrir leik. „Þær voru ótrúlega öflugar, ja eða ekki ótrúlega, þær eru bara orðnar öflugar.“ „Mjög feginn bara og ótrúlega stoltur að vera á toppnum með tvær umferðir eftir. Bring it on.“ Staðan var markalaus í hálfleik og þrátt fyrir að íslenska liðið hafi verið mun meira með boltann voru stelpurnar ekki sérstaklega sannfærandi og náðu lítið að skapa sér. Hélt landsliðsþjálfarinn eldræðu yfir sínum konum í leikhléi? „Ég veit það ekki. Ég var ekkert rosalega sáttur við ýmislegt en það var margt líka í lagi. Það kom eitthvað.“ Það gekk fremur erfiðlega að fá mikla leikgreiningu úr landsliðsþjálfaranum eftir leikinn þar sem fátt annað komst að en gleði og léttir yfir því að hafa klárað leikinn. „Góður sigur og við erum á toppnum. Það er það sem skiptir máli, mér er alveg sama,“ sagði hann aðspurður um mat á leiknum. Elín Metta Jensen kom með sterka innkomu af bekknum í dag og kom fyrsta markið stuttu eftir að hún kom inn á. „Frábær leikmaður. Mikið búið að ganga á hjá henni, læknisfræðin og inntökupróf og vesen. Ánægður með að hún náði þrjátíu mínútum og ég vissi að hún myndi skila þeim vel.“ Freyr fór fögrum orðum um andstæðinginn, sem þrátt fyrir að vera nokkuð langt fyrir neðan Ísland á heimslistanum var alls ekki auðveldur. „Núna þegar ég er búinn að ná í sex stig (gegn Slóveníu) og halda hreinu á móti þeim þá get ég sagt það bara að ég er ánægður með þróunina í Slóveníu og það sem er í gangi. Þær eru á réttri vegferð og það er mjög gott fyrir fótboltann að svona þjóðir á þessum kaliber séu að taka framförum.“ Ísland spilar úrslitaleik um toppsætið gegn Þjóðverjum í Laugardalnum þann 1. september en eitt stig skilur liðin að þegar tvær umferðir eru eftir. Lokaleikur Íslands er svo gegn Tékkum þann 4. september. „Þetta er geggjað. Við erum með hreinan úrslitaleik við Þýskaland 1. september. Íslendingar, takiði daginn frá. Við gerum þetta ekki án þeirra, við verðum öll að hjálpast að. Þýskaland er.. ég get ekki einu sinni lýst því. Við þurfum að hjálpast að við þetta og við erum að fara í þetta saman,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira