Óvenjulegt ákvæði felldi niður risaskuld Færeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2018 22:00 Borpallur á Skálafirði í Færeyjum haustið 2014 að lokinni borun níundu holunnar á landgrunni eyjanna. Atlantic Supply Base/Eli Lassen. Færeyingar urðu skyndilega átta milljörðum króna ríkari í dag vegna þess að engin olía hefur ennþá fundist við eyjarnar. Fjárhæðin jafngildir því að íslenska þjóðin hefði fengið sextíu milljarða króna happadrættisvinning á einu bretti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Færeyskir fjölmiðlar þakka Anfinn Kallsberg, fyrrverandi lögmanni Færeyja, það að þeir urðu hálfum milljarði danskra króna ríkari í dag. Fjármálaráðherra Færeyja, Kristina Háfoss, lýsir því hvernig þjóðarbúskapur þeirra hefur skyndilega styrkst við það að risastór skuld hafi nú verið strikuð út á einu bretti.Anfinn Kallsberg, fyrrverandi lögmanni Færeyja, er þakkað samningsákvæðið í færeyskum fjölmiðlum.Upphaf málsins er bankahrunið í Færeyjum fyrir aldarfjórðungi en þá neyddust Færeyingar til að leita á náðir Dana með björgunaraðgerðir. Meðal þeirra var lánssamningur sem þeir Anfinn Kallsberg lögmaður og Mogens Lykketoft, þáverandi fjármálaráðherra Dana, undirrituðu þann 10. júní árið 1998. Efnahagslíf Færeyja var þá í rúst eftir bankakreppuna en jafnframt ríkti bjartsýni á þeim tíma um að olíuleit myndi gera Færeyinga ríka og vonuðust samningsaðilar til að eyjarnar myndu þróast úr fiskveiðisamfélagi yfir í olíuríki. Var því ákvæði sett í lánssamninginn þess efnis að ef Færeyingar yrðu byrjaðir að fá tekjur af olíuvinnslu innan 20 ára myndu þeir greiða lánið að fullu til baka, en annars yrði lánið fellt niður.Frá Færeyjum.Stöð 2/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Stóri dagurinn rann svo upp í gær, 10. júní 2018, og þar sem engin olíuvinnsla er ennþá hafin við Færeyjar, er núna búið að strika yfir stóru skuldina við Dani, jafnvirði 8,4 milljarða íslenskra króna. Sú fjárhæð, miðað við höfðatölu, jafngildir því að 60 milljarða króna skuld íslenska ríkisins við útlönd yrði felld niður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. 7. maí 2018 11:15 Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Sjá meira
Færeyingar urðu skyndilega átta milljörðum króna ríkari í dag vegna þess að engin olía hefur ennþá fundist við eyjarnar. Fjárhæðin jafngildir því að íslenska þjóðin hefði fengið sextíu milljarða króna happadrættisvinning á einu bretti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Færeyskir fjölmiðlar þakka Anfinn Kallsberg, fyrrverandi lögmanni Færeyja, það að þeir urðu hálfum milljarði danskra króna ríkari í dag. Fjármálaráðherra Færeyja, Kristina Háfoss, lýsir því hvernig þjóðarbúskapur þeirra hefur skyndilega styrkst við það að risastór skuld hafi nú verið strikuð út á einu bretti.Anfinn Kallsberg, fyrrverandi lögmanni Færeyja, er þakkað samningsákvæðið í færeyskum fjölmiðlum.Upphaf málsins er bankahrunið í Færeyjum fyrir aldarfjórðungi en þá neyddust Færeyingar til að leita á náðir Dana með björgunaraðgerðir. Meðal þeirra var lánssamningur sem þeir Anfinn Kallsberg lögmaður og Mogens Lykketoft, þáverandi fjármálaráðherra Dana, undirrituðu þann 10. júní árið 1998. Efnahagslíf Færeyja var þá í rúst eftir bankakreppuna en jafnframt ríkti bjartsýni á þeim tíma um að olíuleit myndi gera Færeyinga ríka og vonuðust samningsaðilar til að eyjarnar myndu þróast úr fiskveiðisamfélagi yfir í olíuríki. Var því ákvæði sett í lánssamninginn þess efnis að ef Færeyingar yrðu byrjaðir að fá tekjur af olíuvinnslu innan 20 ára myndu þeir greiða lánið að fullu til baka, en annars yrði lánið fellt niður.Frá Færeyjum.Stöð 2/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Stóri dagurinn rann svo upp í gær, 10. júní 2018, og þar sem engin olíuvinnsla er ennþá hafin við Færeyjar, er núna búið að strika yfir stóru skuldina við Dani, jafnvirði 8,4 milljarða íslenskra króna. Sú fjárhæð, miðað við höfðatölu, jafngildir því að 60 milljarða króna skuld íslenska ríkisins við útlönd yrði felld niður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. 7. maí 2018 11:15 Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Sjá meira
Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. 7. maí 2018 11:15