Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júní 2018 05:55 Bandaríkjafroseti heldur hér á skjalinu sem undirritað var. SKjáskot Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. Fátt annað er vitað um plaggið á þessari stundu. Gert er ráð fyrir því að Trump muni kynna innihald skjalsins á blaðamannafundi síðar í dag.Uppfært 06:40:Innihald skjalsins er í fjórum liðum að sögn breska ríkisútvarpins:1. Bandaríkin og Norður-Kórea skuldbinda sig til að koma á sambandi milli ríkjanna í samræmi við vilja íbúa þeirra um frið og velsæld.2. Bandaríkin og Norður-Kóreu munu vinna saman að því að tryggja viðvarandi og stöðugan frið á Kóreuskaganum.3. Í samræmi við Panmunjom-yfirlýsinguna frá 27. apríl 2018 mun Norður-Kóreu vinna að algjörri kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans.4. Bandaríkin og Norður-Kórea skuldbinda sig til að bera kennsl á og endurheimta lík stríðsfanga, auk tafalausrar heimsendingar þeirra sem borið hefur verið kennsl á."The world will see a major change" - Kim Jong-un's words as he and Donald Trump sign a "historic" document after #TrumpKimSummit https://t.co/slT5YzZ7IR pic.twitter.com/PEVsdA1XjR— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 12, 2018 Kim sagði eftir undirritunina að Norður-Kóreu hafi ákveðið að „segja skilið við fortíðina“ og að „heimsbyggðin muni upplifa gríðarlegar breytingar“ á Kóreuskaganum. Trump tók í sama streng. Hann segist stoltur af því sem átti sér stað og að samband Bandaríkjanna og Norður-Kóreu muni gjörbreytast frá því sem áður var. Aðspurður út í kjarnorkuafvopnun sagði Trump að hún myndi eiga sér stað „mjög, mjög fljótlega.“ Athygli vekur að skjalið kveður á um algjöra kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Þetta kann að hljóma eins og gríðarstórt skref en Kim hefur áður talað með þeim hætti að hann vilji losa Norður-Kóreu við kjarnavopn. Það gerði hann til að mynda á fundi sínum með suður-kóreskum embættismönnum í Panmunjom, sem vísað er til í skjalinu. Enginn veit hvernig Kim túlkar „algjöra kjarnorkuafvopnun.“ Einnig er athyglisvert að talað sé um Kóreuskagann í þessu samhengi. Það megi túlka sem svo að Suður-Kórea hafi haft einhverja aðkomu að gerð skjalsins. Eintaki af skjalinu verður dreift til viðstaddra fréttamanna á næstu klukkustundum. Vísir var með beina lýsingu af fundi Kim og Trump í nótt. Hana má nálgast hér.Fréttin verður uppfærð.LATEST: Preview of the Kim-Trump statement pic.twitter.com/VYzCe0u1Er— Chad O'Carroll (@chadocl) June 12, 2018 Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30 Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53 Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. Fátt annað er vitað um plaggið á þessari stundu. Gert er ráð fyrir því að Trump muni kynna innihald skjalsins á blaðamannafundi síðar í dag.Uppfært 06:40:Innihald skjalsins er í fjórum liðum að sögn breska ríkisútvarpins:1. Bandaríkin og Norður-Kórea skuldbinda sig til að koma á sambandi milli ríkjanna í samræmi við vilja íbúa þeirra um frið og velsæld.2. Bandaríkin og Norður-Kóreu munu vinna saman að því að tryggja viðvarandi og stöðugan frið á Kóreuskaganum.3. Í samræmi við Panmunjom-yfirlýsinguna frá 27. apríl 2018 mun Norður-Kóreu vinna að algjörri kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans.4. Bandaríkin og Norður-Kórea skuldbinda sig til að bera kennsl á og endurheimta lík stríðsfanga, auk tafalausrar heimsendingar þeirra sem borið hefur verið kennsl á."The world will see a major change" - Kim Jong-un's words as he and Donald Trump sign a "historic" document after #TrumpKimSummit https://t.co/slT5YzZ7IR pic.twitter.com/PEVsdA1XjR— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 12, 2018 Kim sagði eftir undirritunina að Norður-Kóreu hafi ákveðið að „segja skilið við fortíðina“ og að „heimsbyggðin muni upplifa gríðarlegar breytingar“ á Kóreuskaganum. Trump tók í sama streng. Hann segist stoltur af því sem átti sér stað og að samband Bandaríkjanna og Norður-Kóreu muni gjörbreytast frá því sem áður var. Aðspurður út í kjarnorkuafvopnun sagði Trump að hún myndi eiga sér stað „mjög, mjög fljótlega.“ Athygli vekur að skjalið kveður á um algjöra kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Þetta kann að hljóma eins og gríðarstórt skref en Kim hefur áður talað með þeim hætti að hann vilji losa Norður-Kóreu við kjarnavopn. Það gerði hann til að mynda á fundi sínum með suður-kóreskum embættismönnum í Panmunjom, sem vísað er til í skjalinu. Enginn veit hvernig Kim túlkar „algjöra kjarnorkuafvopnun.“ Einnig er athyglisvert að talað sé um Kóreuskagann í þessu samhengi. Það megi túlka sem svo að Suður-Kórea hafi haft einhverja aðkomu að gerð skjalsins. Eintaki af skjalinu verður dreift til viðstaddra fréttamanna á næstu klukkustundum. Vísir var með beina lýsingu af fundi Kim og Trump í nótt. Hana má nálgast hér.Fréttin verður uppfærð.LATEST: Preview of the Kim-Trump statement pic.twitter.com/VYzCe0u1Er— Chad O'Carroll (@chadocl) June 12, 2018
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30 Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53 Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30
Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53
Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38