Sumarbúðir biðjast afsökunar á „þekkingarskorti starfsmanna“ í myndavali Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. júní 2018 13:02 Nicole Leigh Mosty er ein þeirra sem hefur gagnrýnt myndbirtinguna. Skjáskot - Vísir/Eyþór Sumarbúðir KFUM og KFUK hafa beðist afsökunar á mynd sem birtist á Facebook síðunni Ölver skemmtilegar sumarbúðir. Myndin hefur verið gagnrýnd harðlega á samfélagsmiðlum. Samkvæmt tilkynningunni varð atvikið vegna þekkingarskorts starfsmanna. Það var Martina K. Williams, sem vakti fyrst athygli á myndinni á Facebook. Dóttir hennar átti að fara í sumarbúðirnar í sumar og var hún virkilega ósátt við myndina. Margir hafa sagt að myndin sé fordómafull og móðgandi. „Myndin er af karakter í leikriti. Þetta var vanhugsað gervi og aldrei meint á neikvæðan eða niðrandi hátt. Í sumarbúðum KFUM og KFUK kennum við börnum og unglingum að allir eru jafnir, alltaf. Í starfi okkar er leitast við að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu,“ segir í tilkynningunni frá KFUM og KFUK. Myndin var fjarlægð af Facebook síðu sumarbúðanna. Martina fagnar því að myndin hafi verið fjarlægð en skrifar þó að skaðinn sé nú þegar skeður. Í tilkynningunni frá sumarbúðunum kemur fram að KFUK og KFUM þakki fyrir allar ábendingarnar vegna málsins, þær séu teknar alvarlega. „Við biðjumst afsökunar og munum leitast við að atvik sem þetta endurtaki sig ekki.” Nicole Leigh Mosty, fyrrum þingmaður og verkefnastjóri hjá WOMEN, samtökum kvenna af erlendum uppruna, er ein þeirra sem hefur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Þar sagði hún atvikið ekki bara sorglegt heldur einfaldlega sjúkt. „Ertu ekki að grínast í mér! Hverjum í ósköpunum fannst þetta viðeigandi árið 2018? Black face var hætt fyrir þó nokkrum nokkrum árum! Sama dag og Alþingi samþykkir jafna meðferð vegna kynþáttar og þjóðernisupprunna sé ég þetta frá KFUM!” Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Sumarbúðir KFUM og KFUK hafa beðist afsökunar á mynd sem birtist á Facebook síðunni Ölver skemmtilegar sumarbúðir. Myndin hefur verið gagnrýnd harðlega á samfélagsmiðlum. Samkvæmt tilkynningunni varð atvikið vegna þekkingarskorts starfsmanna. Það var Martina K. Williams, sem vakti fyrst athygli á myndinni á Facebook. Dóttir hennar átti að fara í sumarbúðirnar í sumar og var hún virkilega ósátt við myndina. Margir hafa sagt að myndin sé fordómafull og móðgandi. „Myndin er af karakter í leikriti. Þetta var vanhugsað gervi og aldrei meint á neikvæðan eða niðrandi hátt. Í sumarbúðum KFUM og KFUK kennum við börnum og unglingum að allir eru jafnir, alltaf. Í starfi okkar er leitast við að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu,“ segir í tilkynningunni frá KFUM og KFUK. Myndin var fjarlægð af Facebook síðu sumarbúðanna. Martina fagnar því að myndin hafi verið fjarlægð en skrifar þó að skaðinn sé nú þegar skeður. Í tilkynningunni frá sumarbúðunum kemur fram að KFUK og KFUM þakki fyrir allar ábendingarnar vegna málsins, þær séu teknar alvarlega. „Við biðjumst afsökunar og munum leitast við að atvik sem þetta endurtaki sig ekki.” Nicole Leigh Mosty, fyrrum þingmaður og verkefnastjóri hjá WOMEN, samtökum kvenna af erlendum uppruna, er ein þeirra sem hefur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Þar sagði hún atvikið ekki bara sorglegt heldur einfaldlega sjúkt. „Ertu ekki að grínast í mér! Hverjum í ósköpunum fannst þetta viðeigandi árið 2018? Black face var hætt fyrir þó nokkrum nokkrum árum! Sama dag og Alþingi samþykkir jafna meðferð vegna kynþáttar og þjóðernisupprunna sé ég þetta frá KFUM!”
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira