Oft er litið á tækni sem andstæðu við náttúruna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. júní 2018 08:00 „Í myndunum reyni ég að varpa ljósi á það vandasama starf rannsóknarfólks að gefa náttúrunni merkingu,“ segir Þorsteinn Cameron ljósmyndari. Fréttablaðið/Ernir Þegar viðtalið við Þorstein Cameron hefst er myndasmiður Fréttablaðsins nýbúinn að smella af honum mynd svo fyrsta spurning til hans er: Hvernig finnst ljósmyndara að sitja fyrir? „Ha, ha, ég er tiltölulega vanari að vera hinum megin við vélina en á móti kemur að maður veit hvernig þetta á að ganga fyrir sig.“ Myndirnar á sýningunni tók Þorsteinn í fyrrasumar. Hann hefur starfað sem jöklaleiðsögumaður á Sólheimajökli og Svínafellsjökli undanfarin sumur og kveðst hafa tekið margar týpískar myndir af jöklum. Nú hafi hann langað að gera þeim ný skil. „Titillinn á sýningunni, Línur fyrir lönd, vísar í þá tilhneigingu mannsins að kortleggja og túlka náttúruna. Fyrr á tímum voru óhljóð og hreyfingar jökla útskýrðar með hinum ýmsu furðusögum en nú höfum við skipt út hjátrúnni fyrir mælingar og líkön. Í myndunum reyni ég að varpa ljósi á það vandasama starf rannsóknarfólks að gefa náttúrunni merkingu og skapa þekkingu í beinum og óbeinum átökum við landslagið.“ Hann segir sýningargesti almennt hrifna af myndunum og hann geti ekki beðið um meira. „Ég gaf út litla bók í tilefni af sýningunni og kom heim með 20 eintök, þau seldust öll upp þegar ég opnaði, það kom mér skemmtilega á óvart.“ Þorsteinn er búsettur í Melbourne í Ástralíu núna og stundar þar mastersnám við Photography Studies College. „Ég er hálf-ástralskur en hef ekki búið í Ástralíu síðan ég var átta ára, þá flutti ég hingað heim. Föðurfjölskyldan er öll búsett þar úti og ég hef oft farið í heimsóknir til hennar gegnum árin en með því að stoppa bara mánuð í senn gefst lítill tími til að sinna henni og kynnast landinu.“ Í vinnu sinni sem leiðsögumaður kveðst Þorsteinn hafa áttað sig á að þó margt sé vitað um jöklana á Íslandi sé líka margt óljóst. „Ég var forvitinn um hvernig þekkingin á umhverfi okkar verður til, hvaða starfsemi liggur að baki allri þeirri tölfræði sem við lesum í greinum og bókum um það. Ég kynntist fólki sem vinnur fyrir Jöklarannsóknafélag Íslands og ákvað að slást í för með því í tvo leiðangra, á Langjökul og Vatnajökul. Úr spratt þetta ljósmyndaverkefni sem opnar glugga inn í þann heim. Oft er litið á tækni sem andstæðu við náttúruna en á jöklum myndar tæknin þá brú sem gerir okkur fært að skilja náttúruna og umhverfið. Það er sú saga sem ég er að reyna að segja á sýningunni.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Þegar viðtalið við Þorstein Cameron hefst er myndasmiður Fréttablaðsins nýbúinn að smella af honum mynd svo fyrsta spurning til hans er: Hvernig finnst ljósmyndara að sitja fyrir? „Ha, ha, ég er tiltölulega vanari að vera hinum megin við vélina en á móti kemur að maður veit hvernig þetta á að ganga fyrir sig.“ Myndirnar á sýningunni tók Þorsteinn í fyrrasumar. Hann hefur starfað sem jöklaleiðsögumaður á Sólheimajökli og Svínafellsjökli undanfarin sumur og kveðst hafa tekið margar týpískar myndir af jöklum. Nú hafi hann langað að gera þeim ný skil. „Titillinn á sýningunni, Línur fyrir lönd, vísar í þá tilhneigingu mannsins að kortleggja og túlka náttúruna. Fyrr á tímum voru óhljóð og hreyfingar jökla útskýrðar með hinum ýmsu furðusögum en nú höfum við skipt út hjátrúnni fyrir mælingar og líkön. Í myndunum reyni ég að varpa ljósi á það vandasama starf rannsóknarfólks að gefa náttúrunni merkingu og skapa þekkingu í beinum og óbeinum átökum við landslagið.“ Hann segir sýningargesti almennt hrifna af myndunum og hann geti ekki beðið um meira. „Ég gaf út litla bók í tilefni af sýningunni og kom heim með 20 eintök, þau seldust öll upp þegar ég opnaði, það kom mér skemmtilega á óvart.“ Þorsteinn er búsettur í Melbourne í Ástralíu núna og stundar þar mastersnám við Photography Studies College. „Ég er hálf-ástralskur en hef ekki búið í Ástralíu síðan ég var átta ára, þá flutti ég hingað heim. Föðurfjölskyldan er öll búsett þar úti og ég hef oft farið í heimsóknir til hennar gegnum árin en með því að stoppa bara mánuð í senn gefst lítill tími til að sinna henni og kynnast landinu.“ Í vinnu sinni sem leiðsögumaður kveðst Þorsteinn hafa áttað sig á að þó margt sé vitað um jöklana á Íslandi sé líka margt óljóst. „Ég var forvitinn um hvernig þekkingin á umhverfi okkar verður til, hvaða starfsemi liggur að baki allri þeirri tölfræði sem við lesum í greinum og bókum um það. Ég kynntist fólki sem vinnur fyrir Jöklarannsóknafélag Íslands og ákvað að slást í för með því í tvo leiðangra, á Langjökul og Vatnajökul. Úr spratt þetta ljósmyndaverkefni sem opnar glugga inn í þann heim. Oft er litið á tækni sem andstæðu við náttúruna en á jöklum myndar tæknin þá brú sem gerir okkur fært að skilja náttúruna og umhverfið. Það er sú saga sem ég er að reyna að segja á sýningunni.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið